Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 11.09.2014, Blaðsíða 2
2 11. SEPTEMBER 2014 Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Á prýðilegum fundi með Illuga Gunnarssyni ráðherra á Selfossi í fyrri viku vék hann sérstaklega að gæðum íslenska mennta-kerfisins. Menn eru gjarnari að lýsa veikum stoðum. Reyndar sagðist Illugi ekki vera að fást við galla kerfisins heldur kosti þess. Einn af kostum kerfisins væri að hér ríkti jöfnuður milli skóla. Það væri góðs viti fyrir foreldra að það væri ekki mikill munur á árangri eftir skólum. Hér ríkir jöfnuður, tækifæri til menntunar væru á jafn- réttisgrunni. Mismunurinn liggur innan skólanna sjálfra. Munur á árangri milli nemenda er mjög hár á Íslandi og í samanburði milli landa. Kennsluhættir þyrftu að breytast. Þá telur ráðherra að líklegt sé að stefnan um „skóla án aðgreiningar“ valdi þar nokkru um. Það er efni til frekari pælinga um íslenska skólann. Félagsleg staða nemenda hefur lítil (eða takmörkuð?) áhrif á árangur nemenda í skólum á Íslandi. Og aðgengi að menntun er bærilegt; hátt í þriðjungur þjóðarinnar sækir sér menntun og hér er fólk á öllum aldri, allt frá leikskóla til fjölbreyttrar framhaldsfræðslu og endur- menntunar. Eins og greint er frá í blaðinu í dag vekur það athygli að nemendur sem hafa íslensku að frummáli en eru fæddir erlendis skila sér best í gegnum framhaldsskólann. 62% úr þessum hópi sem hófu nám höfðu útskrifast fjórum árum síðar. Borið saman við nemendur án erlends bakgrunns (en skólagöngu eingöngu á Íslandi) þar sem 45% höfðu útskrifast af framhaldsskólastigi fjórum árum síðar. Það sem líklegast að verði helst nefnt að styrki stöðu íslenskra námsmanna sem koma að utan verður eflaust að það sé meiri agi í skólum utan Íslands. Og þá of lítill agi í íslenskum skólum. Þetta gefur tilefni til að fjalla frekar um. Jöfn tækifæri til menntunar er ekki sjálfgefið. „Íslenski skólinn“ hefur í meira en öld alið á þessu grundvallaratriði. Sumar aðrar þjóðir hafa vikið af leið. Telja eftirsóknarvert að auka fjölbreytni í rekstri og hafa boðið heim einkarekstri í ríkari mæli. Ekki hefur það gengið eftir í bættum námsárangri eða meiri „skilvirkni“ í skólakerfinu. Í vikunni birtu sænskir niðurstöður úr samræmdum prófum í lokaáfanga grunn- skólans. „Hræðilegar tölur“ er fyrirsögnin í stærsta dagblaði Svíþjóðar sl. sunnudag. Frá 2006 hafa einkunnir í grunnfögunum hrapað um fjórðung. Mismunur milli skóla eykst. Yfirvöld menntamála segja að lífsskilyrði barna sem lendir í röngum skóla minnki. Og þá ræðst einkunn að verulegu leyti af skólagöngu og félagsstöðu foreldranna. Kennarasamtökin kenna því um að aukið frelsi til að velja skóla fyrir barnið sé meginástæðan. Velstæðir foreldrar aka börnum sínum framhjá lágtskrifuðum skólum í aðra „betri.“ Það muni taka 6-7 ár að vinda ofan af þessari þróun. Reynslan í Svíþjóð á að vekja okkur til umhugsunar um skólann og velferð barnanna. Jafnrétti til náms er lykilatriði sem ekki má hverfa frá. Þorlákur Helgi Helgason Jöfn tækifæri til náms LEIÐARI Um Eyrar- bakkaprestakall Þjóðfélagsumræðan hefur færst yfir á rafræna miðla, samfélagsmiðla. Þar hafa sunnlendingar látið sig varða mál kirkjunnar. Sr. Úlfar Guð- mundsson, fyrrum prófastur reið á vaðið um Eyrarbakkaprestakall: Mér finnst athyglisvert og öm- urlegt að nú hefur ríkisvaldið með niðurskurði lagt niður fimm presta í mínu gamla prófastsdæmi. Það eru prestarnir á: Þingvöllum, Mosfelli, Stóra Núpi, Hraungerði og nú síðast hefur enginn verið ráðinn á Eyrar- bakka. Þá hefur mitt gamla prófasts- dæmi verið eyðilagt og nær nú frá Selvogi í vestri og austur í Lónsveit. Þannig að ætli fólk að hittast tekur það allan daginn að aka aðra leiðina. Já þetta er sorgleg þróun. Nú hefur verið ákveðið að sr. Jón Ragnarsson í Hveragerði þjóni Eyrarbakkapresta- kalli til áramóta. Hann hringdi í mig á fimmtudagsmorgun og spurði hvort ég gæti ekki tekið eina og eina messu þegar það rækist á i sinu skipulagi. Ég sagði NEI. Þessi mál verða ekki leyst með gamalmenni á áttræðisaldri í sjálfboðavinnu. Sædís Ósk og fleiri íbúar við ströndina vilja kjósa um nýjan prest og spurt er hvort nýi biskup- inn sé ekki að standa sig. Síðasta lag fyrir fréttir Kristinn Sig- mundsson óperusöngv- ari segir að verið sé að úthýsa söng- laginu: Nú er fokið í flest skjól. RÁS1 hefur hingað til verið eina stöðin þar sem maður gat fengið að vera í friði fyrir þessum ágengu og plebbalegu leiknu aug- lýsingum sem hafa tröllriðið öllum öðrum fjölmiðlum. Nú fer að koma að því að ég slökkvi á útvarpinu. Ég er ekki viss um að ég kveiki á því aftur. Síðasta lag fyrir "leiknar" auglýs- ingar. Hvers konar idjótí er þetta? Þetta er greinilega aðferð til að út- hýsa íslenska sönglaginu. Skammist ykkar. Þórunn Sigurðardóttir er afdrátt- arlaus - en ég segi enn og aftur, ef menn hreyfa við veðurfréttunum, þá stofna ég stjórnmálaflokk!!! Gott að vera á Heilsuhælinu í Hveragerði Aðasteinn Bergdal hefur dvalið þar: Þá er liðinn þessi frábæri föstudag- ur og við er tekinn laugardagur, sem við að sjálfsögðu gerum að frábær- um degi einnig, enda er það okkar að sjá til þess að svo verði, engin gerir það fyrir okkur. Veðrið lék við okkur hér í Hvera- gerði í gær einn daginn enn, nánast vindlaust, hlýtt og þurrt. Dagurinn byrjaði snemma á vatnsleikfimi og var það skolli gott og gefandi fyrir kroppinn og ég held bara sálina líka, og svo var ganga og fleira. Heilsuhæl- ið er dýrðar staður, og nái fólk ekki að lyfta sér í hæðir hér hvað heilsu varðar, þá er það hvergi hægt. Hér er sannarlega verið að bæta heiminn ... Ja, best er að taka ósigrum í lífinu líkt og manni sé ánægja að þeim og sigrunum sem eðlilegum hlut. Gísli Skúla leirar: Friður sé með yður Kirkjan mín færist nær funa, farinn er Óskar í Hruna – hvað verður um vesælan mig? Fá nú í friði að vera fyrirmenn, biskup og séra, með nánast allt niður um sig. Skákkennsla í Fischersetrinu Fischersetrið á Selfossi í sam-starfi við Sveitarfélagið Ár-borg og Skákskóla Íslands stendur fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hef- ur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls verða þetta 10 laugardagar og fyrsti tími verður laugardaginn 20. sept. nk. Það þarf að mæta hálf- tíma áður en fyrsta æfing hefst til að ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds sem er kr. 4.500 fyrir þessi 10 skipti. Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894- 1275 eða sendið tölvupóst á net- fangið fischersetur@gmail.com Fischersetrið á Selfossi. Eru að uppgötva Suðurstrandarveginn? - Umferðin meiri í ágúst en júlí. „Þetta er mjög athyglisvert sem er að gerast á Suðurstrandarvegi,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Um- ferð um Suðurstrandarveg var meiri í ágúst sl. en júlí. „Spurning hvort menn séu nýlega búnir að uppgötva veginn því það er afar fágætt að ágúst- mánuður sé stærri en júlí á þjóðveg- um út á landi.“ Eins og sést af skýr- ingarmyndunum sem Friðleifur Ingi setti upp hefur umferðin aukist milli áranna 2013 og 2014 alla mánuði ef mars er undanskilinn. ÞHH það var og...

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.