Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Side 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Side 2
2 3. maí 2013 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ Garðabær: Sorpa vill urðunarstað Sorpa hefur óskað eftir tilnefn-ingum frá Garðabæ varðandi mögulega urðunarstaði fyrir sorp í sveitarfélaginu. Málið kom til kasta skipulagsnefndar sem taldi að sá staður væri ekki fyrir hendi í landi Garðabæjar en vísaði málinu áfram innan kerfisins. Garðabær: Úthlutun úr 19. júní sjóði Íþrótta og tómstundaráð Garða-bæjar auglýsir eftir umsóknum í 19. júní sjóð Garðabæjar og er um- sóknarfrestur til 10. maí. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og efla íþróttir kvenna í Garðabæ með því að veita fé til uppbyggingar á því sviði. Sótt er um rafrænt á Mínum Garðabæ. Hafnarfjörður Sjálfstæðismenn ósáttir við kröfu ESH í BYR Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-ins fengu bókað eftirfarandi í bæjarstjórn vegna kröfu eftirlauna- sjóðs Hafnarfjarðar í BYR sparisjóð: “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins harma það tjón sem Hafnar- fjarðarbær verður fyrir með því að rúmlega 1,2 milljarða króna krafa ESH á hendur Byr sparisjóði muni flokkast með almennum kröfum. Sjálfstæðismenn óska eftir því að bæjarráð hlutist til um að farið verði ofan í kjölinn á því hvaða ráðstaf- anir voru gerðar til að aflétta ábyrgð bæjarins og tryggja hagsmuni bæj- arsjóðs í þessu máli í tengslum við breytingar á eignarhaldi sparisjóðs- ins.” Hafnarfjörður: Meira fé í gangstéttir Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam-þykkti á fundi í síðustu viku að veita auknu fjármagni til að klára gangstéttir á nýbyggingarsvæðum í Áslandi og á Völlum. Á fundi Umhverfis- og fram- kvæmdaráðs 3. apríl var samþykkt endurskoðuð áætlun um frágang steyptra stétta á Völlum 6 og í Ás- landi 3. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að sá hluti framkvæmdanna sem átti að fara fram á árinu 2014 fari fram á árinu 2013. Með því verður lokið við við þær framkvæmdir sem fyrirhug- aðar voru við frágang steyptra stétta í nýjum íbúðahverfum á tímabilinu 2013-2014 Stutt og laggott Álftanesvegur stopp: Greinargerð Vegagerðarinnar tilbúin innan 2-3 vikna Eins og kunnugt er óskaði innanrík-isráðherra, Ögmundur Jónasson, eftir því að Vegagerðin og Garðabær myndu fara aftur yfir forsendur fyrir lagningu Álftanesvegar. Fram kom á fundi bæjarráðs Garðabæjar á þriðju- dag að skýrsla Vegagerðarinnar verði tilbúin innan nokkurra vikna. Á fund bæjarráðs mættu Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri og Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri. Gerðu þeir grein fyrir stöðu málsins og ósk ráðherra um endurmat á forsendum framkæmdanna. Fram kom að hafin er vinna á vegum Vegagerðarinnar við greinargerð um málið og er stefnt að því að hún verði lögð fram eftir tvær til þrjár vikur. FH-ingar stefna hátt í Pepsideildinni Nú um helgina hefst Pepsi-deildin sem er úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Liðin tólf sem keppa í deildinni eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir keppnina. FH- ingar eiga titil að verja því þeir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í fyrra og var það í sjötta skiptið frá árinu 2004 sem þeir gerðu það. Heimir Guðjónsson er þjálfari FH-liðsins. Að hans sögn hefur undirbúningstímabilið gengið ágætlega. ,,Við höfum átt góða leiki en þess á milli lélega,‘‘ segir hann. Heimir segir að tímabilið hafi verið sveiflukennt og það hafi vantað vissan stöðugleika. Leikmenn hafa meiðst og það hefur komið ákveðnu róti á liðið. ,,Við unnum þó KR-ingana á sunnu- daginn,‘‘ segir Heimir en FH-ingar eru meistarar meistaranna eftir 3 – 1 sigur í leik gegn Vesturbæingunum sem fram fór í Egilshöll síðastliðinn sunnudag. Aðrir leikmenn fá tækifæri til að stíga upp Nokkrar breytingar eru á liði FH- inga frá því í fyrra. ,,Við höfum misst reynslumikla leikmenn,‘‘ segir Heimir og á þá meðal annars við Bjarka Gunn- laugsson og Gunnleif Vigni Gunnleifs- son. Hann segir að það verði til þess að aðrir leikmenn fá tækifæri til að stíga upp og sýna enn frekar hvað í þeim býr. Einnig hafa nýir leikmenn gengið til liðs við félagið og nefnir Heimir á nafn meðal annars þá Ingimund Níels Óskarsson sem kemur frá Fylki, Daða Lárusson sem kominn er aftur ,,heim‘‘ og Englendinginn Dominic Furniss sem spilaði með liði Tindastóls á síð- astliðnu ári. Aðspurður hvaða mark- mið liðið setur sér fyrir sumarið segir Heimir að farið verði yfir það seinna í vikunni. ,,En við höfum alltaf stefnt hátt og munum gera það áfram,‘‘ segir Heimir að lokum. LHÞ Gerð undirgangna undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt: VHE ehf í Hafnarfirði ódýrastir Tilboð þeirra 99,1% af kostnaðaráætlun Vegagerðin hefur opnað tilboð við gerð undirgangna undir Reykjanesbraut við Hval- eyrarholt ásamt tilheyrandi stígagerð. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgða- vegar auk færslu og endurnýjunar á lögnum. Undirgöngin verða 9 m breið og um 28 m löng og unnið verður við alls um 0,3 km af stígum. Ódýrasta tilboðið sem barst kom frá VHE ehf uppá tæplega 126 milljónir króna en áætlaður verktakakostnaður var 127 milljónir. Framkvæmdin er liður í að opna og auðvelda samgöngur milli Vallarhverf- isins og Holtahverfsins. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóv- ember á þessu ári. Bæjarstjórn Voga Vatnsleysuströnd: Kirkjugarður Kálfatjarnar- kirkju stækkaður Bæjarstjórn Voga hefur sam-þykkt umsókn Umhverfis- og skipulagsnefndar um framkvæmdaleyfi til stækkunar kirkjugarðsins við Kálfatjarnar- kirkju. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framkvæmdaleyfið og breytingu deiliskipulagsins. Tilboð bárust frá eftirfarandi aðilum: Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Ístak hf., Mosfellsbæ 162.447.735 127,9 Urð og Grjót ehf., Reykjavík 148.868.200 117,2 ÍAV hf., Reykjavík 139.825.102 110,1 Suðurverk hf. og Skrauta ehf. 131.401.400 103,5 Áætlaður verktakakostnaður 127.000.000 100,0 VHE ehf., Hafnarfirði 125.912.190 99,1 Ekki hefur verið gengið frá samningum milli Vegagerðarinnar og þess verktaka sem fær verkið. Vogar Vatnsleysuströnd: Vatnslaust á mánudag Lokað verður fyrir kalda vatnið næstkomandi mánudag 6. maí milli kl. 14:30-20:00. Unnið er að breytingum og tengingum á vatns- lögn í Tjarnargötu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið um kl. 20 eins og fyrr segir. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is www.fotspor.is fotspor.is Rio Tinto Alcan á Íslandi: Þremur milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði fyrirtækisins Gengið hefur verið frá fyrstu úthlutun úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi sam- kvæmt tilkynningu á heimasíðu félags- ins. Að þessu sinni voru teknar fyrir styrkumsóknir sem bárust sjóðnum frá 1. október 2012 til og með 31. janúar 2013. Níu verkefni hlutu styrk að þessu sinni en alls reyndust 42 umsóknir um styrk úr sjóðnum uppfylla skilyrði út- hlutunarreglna hans. Heildarfjárhæð styrkja nam að þessu sinni þremur milljónum króna. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk í þessari fyrstu úthlutun ársins 2013: Hrafnista Kópavogi, vegna kaupa á standbekk fyrir sjúkraþjálfunardeild – 700.000 kr. Barnaspítalasjóður Hringsins, til kaupa á handavinnuefni – 500.000 kr. Hraunvallaskóli, vegna kaupa á leik- sviði í samkomusal – 500.000 kr. Björgunarsveit Hafnarfjarðar, vegna kaupa á fjarskiptabúnaði fyrir kafara – 450.000 kr. Flugbjörgunarsveitin Hellu, vegna endurnýjunar á sjúkrabúnaði - 300.000 kr. VSÓ Ráðgjöf, vegna verkefnisins „umferð á hættu- og neyðartímum“ – 250.000 kr. Öldutúnsskóli, vegna kaupa á kennslu- búnaði – 200.000 kr. Skólar ehf., vegna kaupa á tölvubún- aði fyrir börn í heilsuleikskólanum Hamravellir – 100.000 kr. Karlakór eldri Þrasta í Hafnarfirði, til stuðnings kórnum – 50.000 kr. Þegar er farið að taka á móti styrk- umsóknum sem koma til skoðunar fyrir aðra úthlutun ársins 2013. Um- sóknarfrestur er til 31. maí 2013 og mun úthlutun fara fram í júlí í sumar. Álver Rio-Tinto alcan í Straumsvík

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.