Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Side 9
93. maí 2013
-Sumardagurinn fyrsti
Eins og hefð er fyrir var haldið upp á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði.
Húsmóðirin hefur sterka þjóðernis-
kennd og finnst mikilvægt að fagna
öllum hátíðar- og tyllidögum. Hún lét
sig því ekki vanta í skrúðgönguna með
afkvæmin sín.
vetrarúlpan kvödd
Að sjálfsögðu klæddi húsmóðirin sig
upp í tilefni dagsins og tilvalið fannst
henni að kveðja vetrarúlpuna sam-
hliða vetrinum og klæðast þess í stað
ljósu sumarkápunni og fagna þannig
sumri. Uppáklædd og prúðbúin mætti
húsmóðirin með afkvæmin að Víði-
staðakirkju í þann mund sem skátarnir
lyftu fánum á loft og lúðrasveitin setti sig
í stellingar. Sjálf stillti húsmóðirin sér
fyrir aftan lúðrasveitina því nauðsyn-
legt var að heyra vel meðan arkað væri
um bæinn. Bassatromman stóra sló
taktfast og gangan hélt af stað. Veð-
urguðirnir ákváðu greinilega að hæð-
ast að húsmóðurinni fyrir að velja sér
sumarkápuna því á skall él í upphafi
skrúðgöngunnar.
Sem betur fer voru skátarnir fóta-
fráir og því var arkað frekar hratt og
þannig næstum hægt að hlaupa sér til
hita. Sífellt fleiri bættust í gönguna sem
stefndi að Thorsplani. Húsmóðirin gekk
áfram fyrir aftan lúðrasveitina og var í
miklu sumarskapi, þrátt fyrir veðrið.
Eitt augnablik leit húsmóðirin út að sjó
og dáðist af fallega firðinum sem hún
er svo stolt af að búa í. Í sama mund
hægðu skátarnir og lúðrasveitin á sér en
húsmóðirin varð ekki vör við það. Því
gekk hún beint að trommuleikaranum
sem sveiflaði kjuðanum kröftulega á
sama augnabliki með þeim afleiðingum
að hann lenti beint í andliti húsmóð-
urinnar.
valhoppað með fána
Þetta var óneitanlega sársaukafullt en
trommuleikarinn hélt áfram keikur
enda tók hann ekki eftir því hvar kjuðinn
lenti. Afkvæmin voru upptekin af að
sveifla fánunum sínum og valhoppuðu
um svo þau urðu ekki vör við hrakföllin
heldur. Þar sem skrúðgangan nálgaðist
nú Thorsplanið ört var ekkert annað í
myndinni en að bera höfuðið hátt og
þramma áfram eftir lúðrasveitaleik.
Aukinn sársauki gerði vart við sig og
húsmóðirin fann fyrir svima.
Sólin lét sjá sig þegar skrúðgangan
gekk eftir Strandgötunni. Um leið hlýn-
aði í veðri. Fjöldi fólks stóð sitthvorum
megin á gangstéttunum og fylgdist með
þessari glæsilegu göngu. Sviminn jókst
enn frekar og húsmóðirin átti erfitt með
að ná jafnvægi. Þegar örfáir metrar voru
eftir játaði hún sig svo sigraða. Hún
datt niður kylliflöt fyrir framan sig á
stéttina og náði sem betur fer að bera
hendurnar fyrir sig. Aðrir göngumenn
snarstoppuðu til að forðast að stíga á
uppgefnu húsmóðurina.
Hruflaðar hendur og eldrjóð-
ar kinnar
Kynnirinn stóð á sviðinu og var í þann
mund að bjóða alla velkomna. Með
undrunarsvip fylgdist hann með að-
förum húsmóðurinnar og kallaði yfir
mannskapinn; ,,hey, þú sem liggur
þarna, er allt í lagi með þig?‘‘ Þetta varð
að sjálfsögðu til þess að húsmóðirin fékk
athygli allra viðstaddra meðan hún reis
á fætur eins tignarlega og kostur var á,
með marið auga, stóra kúlu á enni,
hróflaðar hendur og eldrjóðar kinnar.
Dagskráin var að vanda skemmtileg
en mest óskaði húsmóðirin þó þess að
töframaðurinn á sviðinu gæti
látið hana hverfa.
Húsmóðirin er ein af
þeim seinheppnari
sinnar tegundar og
deilir ævintýrum
hversdagsins með
lesendum blaðsins.
Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
Kvennakór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu vortónleika laugar-
daginn 4. maí undir yfirskriftinni Litir
vorsins. Líkt og aðrir vorboðar sem
gleðja okkur með söng sínum hyggst
kórinn fagna komu vorsins með litríkri
söngdagskrá.
Vetrarstarf kórsins hefur verið öfl-
ugt og markast af því að í byrjun júní
heldur kórinn í tónleikaferðalag til
Portoroz og Bled í Slóveníu þar sem
hann mun kynna þarlendum sönglist
íslenskra kvennakóra. Æfingar hafa
verið strangar og vel vandað til laga-
vals en jafnframt hefur verið haldið úti
öflugri fjáröflun með kökubösurum og
flóamörkuðum. Vilja kórkonur þakka
öllum sem stutt hafa starf kórsins og lagt
honum lið við fjáröflunina. Dagskrá
vortónleikanna að þessu sinni litast að
einhverju leyti af væntanlegri utanför
kórsins þar sem kirkjuleg tónlist og ís-
lensk þjóðlög verða í forgrunni. Að auki
verða á efnisskrá vortónleikanna íslensk
og erlend söng- og dægurlög og ættu
því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar
er Erna Guðmundsdóttir og undirleik
annast Antonia Hevesi. Tónleikarnir
verða laugadaginn 4. maí í Hásölum við
Strandgötu og hefjast kl. 16:00. Miða-
verð er 2500 krónur og fer miðasala
fram hjá kórkonum og við innganginn.
Gestum er boðið að þiggja kaffi og
konfekt í tónleikahléi.
-Fréttatilkynning
Árið 1955 var þessi Chevrolet Bel air einn af bílavinningunum hjá DaS. Hér tekur Úlfur Indriðason á móti glæsikerrunni.
Ábendingar um efni í blaðið
sendist á netfangið:
hafnarfjordur@vedurehf.is hafnarfjordur@vedurehf.is
ÆVINTÝRI HÚSMÓÐURINNAR
Svona bílar fjást ekki lengur en þessi Fiat multipla 600 var einn af vinningunum árið 1958. Lilja Ólafsdóttir var sú
heppna og vann þennan forláta bíl í happdrætti DaS.
Árið 1978 var þetta parhús við Breiðvang fyrsti vinningur í Happdrætti DaS. Það voru biðraðir útá götu til að sjá dýrðina.