Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Side 12
12 3. maí 2013
Góður árangur FH-inga í handknattleik
FH-ingar hafa uppskorið vel í handknattleik á tímabilinu. Strákarnir í 2. flokki hafa verið
sigursælir í vetur. Þeir hafa unnið alla
þá titla sem í boði voru í vetur og eru
því bikarmeistarar, deildarmeistarar
og Íslandsmeistarar. Síðastnefnda tit-
ilinn unnu FH-ingarnir síðastliðinn
laugardag þegar þeir báru sigurorð
af nágrönnum sínum úr Haukum
32 – 22. Þjálfarar liðsins eru Guðjón
Árnason og Árni Stefán Guðjónsson.
Á laugardaginn urðu FH-ingar Ís-
landsmeistarar í 3. flokki karla. FH-
ingar sigruðu lið Gróttu örugglega 26
– 18 í úrslitaleiknum sem fram fór á
Seltjarnarnesi. Þetta er annar titillinn
sem strákarnir vinna á tímabilinu en
fyrr í vetur hömpuðu þeir bikarmeist-
aratitlinum. Þjálfarar liðsins eru Árni
Stefánsson og Sigursteinn Arndal.
Strákarnir í 6. flokki eldri hjá FH
hafa aldeilis staðið sig vel í vetur í
handboltanum. FH1 vann síðasta
mót Íslandsmótaraðarinnnar og
endaði í öðru sæti yfir heildina. FH2
vann sína deild í Eyjum um helgina
og FH3 hefur einnig staðið sig vel.
Það er því ljóst að framtíðin er björt í
handboltanum hjá FH.
Innkaupakerruhlífar til sölu.
Hreint og þægilegt fyrir
barnið, 3 gerðir.
Sjá www.spurning.is
Úrval af gæludýrafóðri
Opið 8:30 – 17:30 virka daga
www.dagfinnur.is
SkólavörðuStíg 35a – Sími 552-3621
Humarhúsið
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
Þegar njóta á
kvöldsins...
Stjarnan stefnir á að
vera á meðal þeirra bestu
Undirbúningur Stjörnunnar fyrir Pepsideildina sem hefst næstu helgi hefur
gengið ágætlega. Að sögn Magnúsar
Viðars Heimissonar, rekstrarstjóra
knattspyrnudeildar Stjörnunnar fékk
liðið strax í haust nýja þjálfara. Logi
Ólafsson tók við af Bjarna Jóhannssyni
sem hafði komið liðinu á þann stað sem
það er í dag og átti gríðarlega mikinn
þátt í því að Stjörnuliðið er orðið eitt af
bestu liðum deildarinnar. Rúnar Páll
Sigmundsson tók við sem nýr aðstoðar-
þjálfari af Kristni Lárussyni sem hafði
verið aðstoðarþjálfari Bjarna.
æfingaferð til Spánar
,,Stjörnuliðið hefur spilað þó nokkra
æfingaleiki á undirbúningstímabilinu
og hefur árangurinn verið ágætur,‘‘
segir Magnús. Liðið fór í æfingaferð
til Spánar í byrjun apríl sem tókst mjög
vel og þjappaði leikmannahópnum vel
saman. Aðspurður segir Magnús að
nokkrir nýir leikmenn hafa gengið til
liðs við félagið. Veigar Páll Gunnars-
son spilaði á sínum yngri árum með
liðinu en hefur spilað í atvinnu-
mennsku í næstum 10 ár. Ólafur Karl
Finnsen kom heim aftur eftir að hafa
spilað með liði Selfoss í fyrra. Þá kom
Kennie Chopart aftur til félagsins en
hann spilaði sitt fyrsta tímabil með
Stjörnunni í fyrra. Tveir Danir hafa
gengið í raðir Stjörnumanna en það
eru þeir Martin Rausenberg og Michael
Præst. Norðmaðurinn Robert Sandnes
spilar einnig með Stjörnunni í sumar
en hann spilaði með liði Selfoss í fyrra
undir stjórn Loga.
Rétt misstu af Evrópusæti
Magnús segir að liðið hefur einnig
misst tvo leikmenn. En stærsti missir-
inn er þó án efa Alexander Scholz sem
var langbesti leikmaður liðsins í fyrra.
Alexander var seldur til Lokeren í Belgíu
síðastliðið haust. Ellert Hreinsson sem
spilaði með félaginu í nokkur ár ákvað
að snúa aftur heim í Breiðablik.
Árangur Stjörnumanna síðast-
liðin tvö tímabil hefur verið góður
að sögn Magnúsar. Liðið rétt missti
af Evrópusæti og hefur endað í einu
af efstu sætunum. ,,Það má því segja
að það að ná Evrópusæti og vera á
meðal þeirra bestu í deildinni sé eitt
af aðalmarkmiðum liðsins í sumar,‘‘
segir Magnús. Fyrsti leikur liðsins
verður þann 6. maí á móti KR og fer
leikurinn fram kl 19:15 í Frostaskjóli.
Fyrsti heimaleikur liðsins verður þann
12. maí kl 19:15 en þá tekur liðið á
móti Víkingi frá Ólafsvík.
LHÞ
2. flokkur. Mynd: Eyjólfur Garðarsson
3. flokkur. Mynd: Eyjólfur Garðarsson
6. flokkur. Mynd: Brynja Traustadóttir