Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Side 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Side 8
8 3. maí 2013 DAS, DAS, DAS og aftur DAS: Frá bílum og bátum í einbýlishús með bílskúr -happdrætti DAS hefur 59. starfsárið með stæl Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Happdrætti DAS var hleypt af stokk- unum fyrir röskum 59 árum. Fyrstu áratugina voru vinningar af ýmsum toga, bílar, traktorar og bátar til að byrja með og síðar komu íbúðir og glæsileg einbýlishús til sögunnar sem fyrsti vinningur i happdrættinu. Um tíma voru utanlandsferðir á vinninga- skrá sem og búfé og húsbúnaður. Frá árinu 2005 hefur verið heimild til að greiða út vinninga í peningum en fram að því hafði happdrætti Háskólans eitt happdrætta leyfi til þess. Bæjarblaðið Hafnarfjörður hitti Sig- urð Ágúst Sigurðsson, forstjóra Happ- drættis DAS, að máli en nýtt happdrætt- isár hefst hjá DAS í maí. „Tilgangur happdrættisins er sá að byggja og reka hjúkrunarheimili fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Í ár gefum við í og bjóðum upp á 1.000 milljónir króna í vinninga þeir eru alls um 50.000 í ár. Sex Volkswagen bjöllur verða í boði á árinu hver að verðmæti 5 milljónir króna og eru allir vinningarnir skattfrjálsir. Ef menn eiga tvöfaldan miða þá er vinningurinn tvöfaldur, þe bjallan og 5 milljónir króna í skottinu. Ef menn kjósa frekar þá er hægt að taka vinninginn út í peningum og þá er upp- hæðin 10 milljónir króna. Nú höfum við verið að breyta íbúðunum á Hrafn- istu í Reykjavík. Við höfum sameinað tvö herbergi í eitt svo hvert herbergi er núna 14 fm að stærð og hver með sér baðherbergi. Áður voru þau 7 fm hver og sameiginlegt baðherbergi fyrir hver tvö herbergi.“ segir Sigurður. Nýlega var skrifað undir samning við Reykjavíkurborg um byggingu á 90 þjónustu- og öryggisíbúðum og þjón- ustukjarna þeim tengdum við Sléttu- veg og segir Sigurður að mikil þörf sé á búsetuúrræðum fyrir eldri borgara. Hrafnista er á þremur stöðum, í Hafnarfirði, Reykjavík og í Kópavogi .Naustavör, dótturfyrirtæki Sjómanna- dagsráðs, er eigandi 183 leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu.- Úr sögu DAS Fyrsti útdráttur DAS fór fram þann 3. júlí 1954. Þá voru tímar skammtana í landinu en þó fékk happdrættið úthlutað 6 bifreiðum af þeim 9 sem fluttar inn það árið. „Til að byrja með þá voru vinn- ingarnir bílar og bátar, jafnvel trakt- orar og það tímabil var á árunum 1954-1987. Árið 1955 fórum við að hafa íbúðir í fyrsta vinning og það hélt áfram til ársins 1991“ segir Sigurður. Sjálfsagt muna margir sem komnir eru yfir fertugsaldurinn eftir því að hafa skoðað DAS hús en venjan var sú að hafa opið hús í þeim fasteignum sem voru aðalvinningur á hverjum tíma. Húsin voru mubleruð upp af húsgagnafyrirtækjum sem sáu sér hag í að koma vöru sinni á framfæri á þennan hátt. Vinningshafinn fékk síðan lykilinn að fullbúinni eigninni og gat flutt inn samdægurs. Biðraðir fólks að skoða húsin „Á árinum 1955 til 1978 stóð fólk í biðröð til að skoða húsin. Þetta breyttist svo uppúr því þegar farið var að hafa stórar vörusýningar í Laugardalshöllinni og einnig fór sjón- varpið að senda út lengri dagskrá og það hafði áhrif á aðsóknina.“ segir Sigurður. Hann segir að á árunum 1955-1991 hafi íbúðarvinningarnir verið 136 talsins; 13 einbýlishús, 6 raðhús, 111 íbúðir og 6 sérhæðir. Eignirnar voru víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykja- vík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. HÞ Árið 1974 var aðalvinningurinn þetta hús á Túngötu á Álftanesi. myndin sýnir þá húsbúnaðartísku sem ríkti á þeim tíma: plast og sterkir jarðlitir. Árið 1959 var þessi flotti moskvitch einn af aðalvinningum í happdrætti DaS. Hún hefur klætt sig upp í sitt fínasta púss konan á myndinni sem veitir bílnum móttöku.Þetta hús sem nú tilheyrir Einibergi í Setbergshverfinu var aðalvinningurinn árið 1976. Þá var ekki búið að skipuleggja byggð í Setbergi og hét gatan þá Hraunbergsvegur. Innréttingarnar sem hér sjást voru í íbúð sem var aðalvinningur í happdrætti DaS árið 1972 eru þær allra eftirsóttustu í dag. Hver man ekki eftir grænum og appelsínugulum eldhústækjum? Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættis DaS með Bingó Bjössa sér við hlið. Bjössi kom fram í þáttunum Bingó-Lottó með Ingva Hrafni hér um árið.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.