Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Side 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Side 10
10 3. maí 2013 Fullt nafn: Hrönn Bergþórsdóttir Aldur: 51árs Foreldrar: Bergþór Jónsson og Jóhanna M. Sig- urjónsdóttir Hvert liggja ættir þínar? Ég er ættuð frá Hafnarfirði, Ólafsvík og Akranesi Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hótelstjóri og eiga bókabúð Nafn maka: Ég á voða góðan kærasta sem heitir Egill Bjarki Gunnarsson Starf maka: Hann er vélstjóri Börn/barnabörn: Tvær dætur Silju og Söru Úlfarsdætur og tvo ömmuprinsa Sindra og Snævar Vignissyni Stærsti sigurinn? Ætli það sé ekki þegar ég hljóp Two Ocean Marathon í Suður Afríku 56 km fjallamaraþon í steikjandi hita. Ég held að þetta sé og verði mitt stærsta hlaup á lífsleiðinni. Mesta axarskaftið? Á örugglega nokkur góð en man ekkert í augnablikinu Vandræðalegasta augnablikið: Uss á mörg vandræðaleg augnablik þegar ég rata ekki á staði sem ég þekki t.d. þegar ég ruglast aftur á hvorum megin ég á að fara á bílaplanið heim til Bylgju vinkonu minnar og hún horfir á mig út um gluggann og hlær að mér… einu sinni enn. Í hvað hverfi býrðu? Ég er nýflutt á holtið og nýt þess að hafa dásamlegt útsýni vítt og breitt, yfir golfvöll Keilis, dyngjurnar, Keili og Snæfellsjökul Er Hafnarfjörður áhugaverður til búsetu? Ef svo er afhverju? Hafnarfjörður er yndislega fallegur bær og þar finnst mér gott að búa. Það gerir mannlífið og bæjarbragurinn. Það er svo notalegt að labba um bæinn og heilsa öðrum hverjum manni. Hér er líka svo stutt í fallega náttúru eins og Ástjörn, Helgafell, Hvaleyrarvatn og Sléttuhlíðin er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Hefurðu búið erlendis? Nei, því miður stefni á það í ellinni ásamt því að spila golf Ertu tilfinninganæm? Já, frekar á það til að tárast yfir ýmsu og stundum á óheppilegum stundum. Ertu rómantísk? Já, mjög og elska kertaljós enda stundum kölluð Rökkurró Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við makann? Elda lambalundir með villisveppasósu og Hasselback kartöflum og kveiki á kertum, hann elskar það Hver er þinn helsti kostur? Geðgóð og þrautseig En galli? Er alltaf til í hitt og þetta og er svo á kafi. Ertu flughrædd? Nei sem betur fer ekki en ég er vatns- hrædd Ferðastu mikið (innanlands eða utan)? Já, bæði innanlands og utan alltaf þegar ég hef tækifæri til. Fallegasti staðurinn á Íslandi? Auðvitað Hafnarfjörður og nágrenni Fallegasti staðurinn í útlöndum? Vancouver í British Columbiu í Kanada „heaven on earth“ eins og innfæddur vinur kynnti staðinn og ég er svo sam- mála . Eftirminnilegur staður (afhverju)? Dolomite fjöllin svo hrikaleg en falleg í senn . Ertu hjátrúarfull? Já, eða trúuð ég verð alltaf að hafa ákveðinn kross á mér sem fyrrverandi tengdamanna og tengdapabbi gáfu mér þegar ég er að fást við krefjandi verk- efni. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já Hefurðu farið til spákonu og/eða trúir þú á slíkt? Já, ég hef farið til spákonu og miðils. Sumt hefur ræst annað ekki það er nú bara þannig. Hver eldar oftast á heimilinu? Ég hef mjög gaman að því að elda og er frekar góður kokkur þó ég segi sjálf frá. Uppáhaldsmatur? Indverskur kjúklingur með bönunum og naanbrauði ótrúlega góður Uppáhaldsdrykkur? Vatn auðvitað Áttu þér uppáhalds tónlistarmann eða tónlist? Já marga uppáhaldstónlistarmenn, hljómsveitin Nýdönsk er í uppáhaldi og svo hlusta ég á jass og blues líka. Uppáhalds bókin? The book of negroes, söguleg skáldsaga eftir kanadíska höfundinn Lawrence Hill alveg frábær og ógleymanleg bók. Uppáhalds leikari : Ólafía Hrönn að sjálfsögðu hún er svoo fyndin og góð leikkona Hvað gerir þú þegar þú ert örg eða ekki í góðu skapi? Þá finnst mér best að fara út að hlaupa og þá fýkur allt burt og ég kem heim í ljómandi skapi. Evrópusambandið, já eða nei (stutt rök)? Ég er enn að melta þetta já eða nei Ertu ánægður með meirihlutan í Hafnarfirði (stutt rök)? Að mörgu leyti já. Ertu pólitísk? Er hægt að komast hjá því? Ef svo er – hvernig líst þér á umrótið í íslenskri pólitík? Ekkert sérstaklega vel en það verður spennandi að sjá hvað gerist á næst- unni. Uppáhalds stjórnmálamaður? Ég held mikið upp á Katrínu Jakobs- dóttur, klár og skelegg en samt svo mikil stelpa. Lífsmottó? Ég get allt sem ég vil er mitt lífsmottó. Hva leyr arb rau t Me lab rau t Brekkutröð Brekkutröð 1 - 220 Hafnarörður Sími 565 1944 - Fax 555 1945 Gsm 891 9524 - hagstal@simnet.is Grétar Guðnason Vélfræðingur Ryðfrí, ál, blikk og almenn sérsmíði Pólýhúðum felgur og aðra málmhluti Brekkutröð 1 - 220 Hafnarörður Sími 565 1944 - Fax 555 1945 Gsm 692 1829 - hagstal@simnet.is Guðni Guðnason Vélvirkjameistari Ryðfrí, ál, blikk og almenn sérsmíði Pólýhúðum felgur og aðra málmhluti Brekkutröð 1 - 220 Hafnarfjörður - Sími 565 1944 - Fax 555 1945 hagstal@simnet.is Pólyhúðum og blásum felgur og aðra málmhluti, vönduð og góð vinna 11 ára reynsla www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Hrönn Bergþórsdóttir, núverandi skólastjóri Setbergsskóla og verðandi skólastjóri Víðistaðaskóla: Nýdönsk er í uppáhaldi mL systur á Grænudyngju. með dætrunum Silju og Söru eftir hlaup.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.