Hafnarfjörður - Garðabær - 10.01.2014, Blaðsíða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 10.01.2014, Blaðsíða 2
2 10. janúar 2013 Hafnarfjarðarbær vill kvóta Stálskipa Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði íhuga að krefjast forkaupsréttar á skipi og veiðiheimildum Stálskipa. Bæjarstjóri segir blasa við að kannað verði hvernig kvóti og útgerð geti haldist í bænum. Stálskip í Hafnarfirði hafa sagt upp um 40 sjómönnum á togaranum Þór Hf. 4. Skipið er til sölu, samkvæmt upp- lýsingum frá Stálskipum. Stálskip hafa undanfarið gert út þetta eina skip og eru með kvótamestu út- gerðum landsins. Yfir einu prósenti alls fiskveiðikvóta á Íslandsmiðum hefur verið úthlutað til útgerðarinnar. Ætla má að virði kvótans eins og sér sé í kringum fimm milljarða króna. Samherjamenn á bak við tjöldin? Heimildir blaðsins herma að Síldar- vinnslan í Neskaupsstað, sem er stórum hluta í eigu Samherja, hafi sýnt skipinu áhuga og að einhverjar þreifingar hafi átt sér stað. Þó hefur ekki fengist staðfest að samið hafi verið um sölu, formlega eða óformlega. Blaðið hefur einnig fregnað að fleiri útgerðarfyrirtæki en Síldarvinnslan/ Samherji hafi sýnt Þór Hf. 4 áhuga. „Hlýtur að koma til álita“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði kynnu hins vegar að krefjast forkaupsréttar á skipi og aflaheimildum. „Það hlýtur að koma til álita hjá okkur að skoða leiðir til þess að kvótinn og þessi útgerð verði áfram í bænum. Þetta eru umsvif sem skipta máli,“ segir Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, bæjarstjóri og bæjarfull- trúi Vinstri grænna. Eftir því sem blaðið kemst næst myndi bærinn seint hefja bæjarútgerð, en gæti, í krafti forkaups- réttar, haft milligöngu um að útgerð og veiðiheimildir haldist í bænum. Þetta hefur hins vegar ekki verið rætt form- lega í stofnunum bæjarins. Málaferli vegna forkaupsréttar Samkvæmt lögum hefur sveitarfélag forkaupsrétt að skipum sem skráð eru í sveitarfélaginu. Vestmannaeyjabær á í dómsmáli vegna kaupa Síldarvinnsl- unnar/ Samherja á útgerðinni Bergur- Huginn. Sveitarfélagið krefst þess að fá forkaupsrétt og vill halda útgerð og veiðiheimildum í bænum, en ekki hefur verið orðið við því. Dýr kvóti Samkvæmt upplýsingum frá Fiski-stofu hafa Stálskip fengið úthlutað um 1,3 prósentum af heildarkvót- anum á Íslandsmiðum. Þetta eru um 4.800 þorskígildistonn. Blaðið hafði samband við Reyni Þorsteinsson hjá Kvótamarkaðnum og fékk hjá honum upplýsingar um verð á aflaheimildum. Út frá því má áætla virði kvótans í einstökum tegundum sem Stálskip fá úthlutað á togara sinn Þór Hf. 4. Teknar eru saman upplýsingar um verð á þeim tegundum þar sem Stál- skip fá mestu úthlutað, en auk þeirra hafa Stálskip einnig fengið úthlutað kvóta í Grálúðu, Steinbít, Gulllaxi og fleiri tegundum. Tegund Kvóti verð á kg. Úthlutað magn kg. Samtals kr. Þorskur 2.300 1.359.988 3.127.972.400 Ýsa 2.300 320.913 738.099.900 Ufsi 850 756.353 642.900.050 Karfi 900 1.655.842 1.490.257.800 Djúpkarfi 350 338.341 118.419.350 4.776.649.500 Berjast um efsta sætið „Mér lýst vel á fovarlið og hvet alla sem þetta lesa að kynna sér frambjóðendur og taka þátt,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Hún gefur kost á sér í 1. -2. sætið í forvali Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, hefur lýst því yfir að hann sækist eftir efsta sætinu á lista flokksins. „Barráttan um 1. sætið er auðvitað skrýtin í ljósi þess að við erum miklir félagar og vinnum vel saman,“ segir Margrét Gauja. „En fólk þarf að hafa val og eftir 8 ár í bæjarstjórn þá tel ég mig hafa reynslu og þekkingu til að bjóða mig fram í forystusætið og veita fólki val um sinn framtíðaroddvita.“ Endurnýjun á listanum Guðmundur Rúnar Árnason var odd- viti Samfylkingarinnar í síðustu bæjar- stjórnarkosningum en hélt til annarra starfa á miðju kjörtímabili. Lúðvík Geirsson, sem lengi var bæjarstjóri, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér í vor. Eins tilkynnti Sigríður Björk Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í vikunni að hún gæfi ekki kost á sér. Flokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Forval Samfylkingarinnar í Hafnar- firði verður haldið 13. -15. febrúar, en framboðsfrestur rennur út eftir viku. Forystuslagur hjá sjálfstæðismönnum Sjö karlar og þrjár konur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-ins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Rósa Guð- bjartsdóttir og Kristinn Andersen, bæði bæjarfulltrúar, gefa kost á sér í forystusætið, auk Helgu Ingólfsdóttur, sem gefur kost á sér í 1. -3. sæti. „Það er fínt að fá kosningu um odd- vitasætið og ég hlakka bara til barátt- unnar,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir í samtali við blaðið. Kristinn Andersen tekur í svipaðan streng. „Hún leggst vel í mig, hún dregur fram þá kosti sem við bjóðum kjósendum að velja á milli og styrkir hópinn þegar upp er staðið.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna í síðustu bæjarstjórn- arkosningum. Valdimar Svavarsson, sem þá fór fyrir listanum, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjörinu. Það verður haldið 1. febrúar. Sjá bls. 12. Margrét Gauja Magnúsdóttir. Garðabær áfram hjá VÍS Garðabær hefur endurnýjað samning sinn við Vátrygginga- félag Íslands, eftir útboð á tryggingum sveitarfélagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, segir að VÍS hafi boðið best og „engar vöfflur á okkur að ganga til áframhaldandi samninga“. Haft er eftir Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS, á heimasíðu félagsins, að félagið leggi áherslu á forvarnir og að fyrir- byggja slys. Allar stofnanir bæjarins hafi verið skoðaðar. „Garðabær er til fyrirmyndar á þessu sviði og markvisst tekið á málum ef þörf krefur.“ Nýr Hafnarfjarðarvefur Vefmiðillinn gaflari.is verður opnaður formlega í dag. Fram kemur í tilkynningu að hópur „knárra hafnfirskra sveina og meyja“ hafi lagt nótt við dag við að hanna og þróa miðilinn. Öllum er boðið að vera viðstaddir formlega opnun vefjarins í Bæjarbíói milli klukkan fimm og sjö í dag. Völvan spáir í nýtt ár „Ég er ekki frá því að Íslandsmeist-aratitill lendi í Hafnarfirði. En stærstu tíðindin á árinu verða af ís- lenska karlalandsliðinu í fótbolta,“ er meðal þess sem völva blaðsins sér fyrir sér á árinu sem er nýhafið. Sjá bls.14. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Gunnar axel axelsson. Sigríður Björk jónsdóttir. rósa Guðbjartsdóttir. Kristinn andersen.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.