Hafnarfjörður - Garðabær - 10.01.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 10.01.2014, Blaðsíða 8
8 10. janúar 2013 Helga Sörensdóttir fæddi fyrsta barn ársins á heimili sínu í Garðabæ: Fyrsta barn ársins fæddist heima „Ég tók hana strax i fangið og hún tók brjóstið um leið. Naflastrengurinn var klipptur tveimur tímum síðar,“ segir Helga Sörensdóttir. Dóttir hennar, rúmlega viku gömul, var fyrsta barnið sem fæddist hér á landi árið 2014. Helga fæddi dótturina heima hjá sér í Garðabænum, með aðstoð Krist- bjargar Magnúsdóttur, heimafæðingaljósmóður. Sú stutta kom í heiminn klukkan 26 mínútur í 6 á nýársnótt. Hún vó rúmar 13 merkur (3.270 grömm) og var mæld 50,5 sentimetra löng. Helga á einnig dótturina Amelíu Líf Bjarkadóttur sem er fimm ára og fékk að sjá litla systur þegar hún vaknaði á nýársmorgun. Beið fram yfir miðnætti Blaðamaður fékk að hitta mæðgurnar í vikunni og heyra um fæðingu fyrsta barnsins á árinu. „Þetta gekk bara rosa vel. Aðdrag- andinn var langur, en allt fór á fullt um tíuleytið á gamlárskvöld,“ segir Helga. Hún hafi náð að horfa á skaupið með hálfu auga, en hríðirnar voru byrjaðar. „Þetta var samt skemmtilegasta skaup sem ég hef séð,“ segir Helga hlæjandi. „Ég þrjóskaðist svo við fram yfir miðnættið svo dóttirin gæti klárað sprengjurnar sínar og við vorum komnar heim um eittleytið.“ Ljósmóðir á sparifötum Helga segir að amman Bryndís Þóra Jónsdóttir, hafi svæft Amelíu Líf, og síðan hafi hún tekið upp símann. „Ég hringdi í Kristbjörgu sem hentist til mín í sparifötunum,“ segir Helga. Hún lýsir aðdraganda fæðingar- innar þannig að hún hafi framan af nóttu verið í laug inni í stofu. Dóttur- ina fæddi hún hins vegar standandi, sem fyrr segir á sjötta tímanum, en þá var Áslaug Hauksdóttir, heima- fæðingaljósmóðir einnig komin til aðstoðar. Dóttirin „flaug út“ „Ég var orðin svo máttlaus i fótunum að það þurfti að halda mér uppi þar sem ég stóð, svo Kristbjörg bók- staflega greip stúlkuna þar sem hún „flaug“ út í einni hríð! En ég tók hana svo strax i fangið og hún tók brjóstið um leið,“ segir Helga. Naflastreng- urinn var klipptur tveimur stundum síðar, en það gerði amman, Bryndís Þóra. „Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir Helga. „Mig minnir að ég hafi sagt „glætan“ nokkuð oft,“ segir Helga brosandi. „Ég var eiginlega steinhissa að sjá þessa litlu manneskju.“ Mæðgur á bleiku skýi Helga segist ekki hafa fengið nein verkja- eða deyfilyf við fæðinguna. Og hún hafi heldur ekki stuðst við öndunaræfingar. „Þetta var bara harkan.“ Eldri dóttirin Amelía Líf rumskaði hins vegar ekki við fæðinguna. Hún vaknaði ekki fyrr en ljósmæðurnar voru farnar og búið að ganga frá öllu. En hvað finnst stóru systur um litla barnið? „Sú stutta tjáði mer i fyrradag að hún væri ástfangin af litlu systur. Svo hún er á sama bleika skýi og mamman,“ segir Helga. „Taka enga óþarfa sénsa“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fæða heima? „Það kom bara ekkert annað til greina hjá mér. Mér finnst ekkert sjúklegt við fæðingar og finnst ekki að þær eigi heima inni á sjúkrahúsi undir venjulegum kringumstæðum. Auðvitað er gott að geta leitað þangað ef eitthvað kemur upp á eða maður þarfnast hjálpar. Og á Reykjavíkur- svæðinu eru allir svo nálægt sjúkra- húsi að það er alveg hættulaust að ætla að gera þetta heima hjá sér. Það er svo stutt í hjálpina ef þarf, og við eigum svo brilljant ljósmæður sem maður getur treyst að taki enga óþarfa sénsa.“ Ómetanleg reynsla Helga segir að fyrir fæðingu Amelíu Lífar hafi einnig verið á áætlun að fæða heima, en það hafi ekki gengið í það sinn. „Við þurftum hjálp, svo hún kom í heiminni uppi á spítala,“ segir Helga. Upplifuninni af því að fæða heima og á spítala verði ekki jafnað saman. Hún hafi heldur dapra reynslu af spítaladvölini, til dæmis vegna þess að manni hennar hafi verið vísað úr húsi, „hent út og heim,“ þremur klukkustundum eftir fæðinguna. „Það er bara svo geggjað að geta skriðið uppi sitt eigið rúm með nýja hnoðrann sinn og farið í sína eigin sturtu og vera í sínu umhverfi,“ segir Helga með áherslu. „Þetta er ómet- anlegt að mínu mati.“ Spítalinn neyðarúrræði Helga segir að í undirbúningi heimafæðingar verði sambandið við ljósmóðurina innilegra. „Maður kynnist henni meira persónulega og heimsóknirnar eru lengri, en undir- búningurinn hjá mér var í rauninni ekki mikið meiri.“ Hún bætir því við að fyrir sér sé heimafæðing ekki val heldur sjálf- sagður hlutur. „Mér finnst spítalinn ekki vera valkostur, heldur neyðar- úrræði. - Hvernig upplifir þú umræðuna um heimafæðingar? „Það fer svolítið eftir þvi við hvern maður talar, í hvaða átt umræðan fer. Mér finnst að það sé aðallega fólk sem ekki á börn, eða fólk sem hefur ekkert lesið um fæðingar sem heldur að heimafæðingar séu hættulegar. Nú er sigið á seinni hluta heimsóknar blaðamanns til litlu fjölskyldunnar í Garðabæ, en ein spurning verður að fljóta með. Er litla stúlkan komin með nafn? „Já, en það verður ekki gert opin- bert fyrr en i nafngiftarveislunni,“ segir Helga Sörensdóttir hlæjandi að lokum. Helga Sörensdóttir er þrítug, sjálfstæð móðir, og býr í Garðabænum. Hún lærði matreiðslu, og hefur starfað á ýmsum veitinga- húsum. Hún starfar nú í Réttarholtsskóla og eldar skólamat. „Vaktavinnan á veitingastöðunum passar ekki mjög vel við móður- hlutverkið,“ segir Helga. Móðir og dóttir. amelía Líf er ástfangin af litlu systur.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.