Hafnarfjörður - Garðabær - 10.01.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 10.01.2014, Blaðsíða 6
10. janúar 2013 Hefurðu búið erlendis? Ég hef nú ekki gert mikið af því að búa erlendis. Ég var skiptinemi í Þýska- landi í eitt ár þegar ég var 19 ára. Svo var ég búsett í hálft á í New York í kringum tvítugsaldurinn. Hver er stærsti sigur þinn? Það var að koma þessum tveim snill- ingum sem ég á í heiminn og það með sama manninum. Hver eru þín helstu áhugamál? Dýr og sveitamennska í öllu formi. Mig langaði alltaf að verða bóndi þegar ég yrði stór. Nú hef ég aðgang að smá landskika í Ásahreppi og er þar með hestana mína sem ég elska út af lífinu og stefni að því að fá mér kind næsta vor... og landnámshænur... og grísi og... gróðurhús.. Gunna til mikillar mæðu. Hver er þinn helsti kostur? Ég er duglegur skapandi húmoristi. En galli? Get verið tuðandi miðaldra kelling. Ertu liðtæk í eldhúsinu? Jebbsí peppsí. Ég er frábær kokkur. Þar kemur sköpunargleðin sé vel. Áttu gæludýr? já Hund og fimm hesta og langar alltaf í fleiri dýr Hvernig bíl áttu? Brúnan og gráan. ég hef engan áhuga á bílum og nenni ekki einu sinni að muna tegund á eigin bílum. Það þarf bara að vera á fjórum hjólum og koma mér frá A til B og helst með krók svo að ég geti komið hestakerru aftan í sem mig nóta bene vantar að eignast ef einhvern vantar að losna við. Áttu draumabíl? Já, bíl sem væri bæði bíll og hestakerra í einu. Það væri bara hægt að stækka og minnka hann eftir þörfum. Það væri líka frábært ef hann væri bara hesthús á hjólum sem breytist svo í flutningabíl þegar ég þarf að flytja leikmynd. Ferðastu mikið? Já, ég ferðast mikið. Sérstaklega inn- anlands. Ég vinn sem farastjóri í hestaferðum á sumrin og við fjölskyldan ferðumst mikið innanlands og förum til útlanda þegar að fjárráð leyfa. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? O, Þeir eru svo margir. Þú hýri Hafnar- fjörður að sjálfsögðu þar sem ég ólst upp. Vatnsdalur í A-Húnavatnssýslu þar sem ég var í sveit sem barn og Ásahreppur sem er nýja sveitin mín og íslenska Hálendið. ég gæti haldið áfram að þylja upp fallega staði á Íslandi í allan dag. Það eru alger forréttindi að fá að búa á þessari eyju. En í Hafnarfirði? Gamli Suðurbærinn, miðbærinn og vesturbærinn eru í miklu uppáhaldi í gönguferðum með hundinn Uppáhaldsmatur? Sushi og alskonar skelfisks forréttir. Uppáhaldsdrykkur? Það er ekki alveg jafnhollt og maturinn. Kók Zero og bjór. Uppáhaldsbók? „Ég lifi“ ... ég man ekki hvað höfundur- inn heitir en hún fjallar um mann sem lifir af helförina. Uppáhaldstónlistarmaður eða tón- listarstefna? Ég er svo mikil alæta á tónlist. Við eigum fullt af fábærum tónlistarmönnum og hljómsveitum eins og Jón Jónsson, Hjaltalín, Monsters og men, Ásgeir Trausti. Það er alltaf gaman að hlusta á þessa frábæru íslensku tónlistarmenn. svo eru gömlu góðu poppperlunar frá the eightís æðislegar líka. Eftirlætis íþróttafélag? FH. Hvað kveikti áhuga þinn á leiklist? Ég var dregin inn í leikfélag Hafnar- fjarðar þegar ég var 14 ára og þar fékk ég bakteríuna. Hversu lengi hefurðu staðið í þessu? Jesús minn. Það eru orðin 20 ár í at- vinnumennsku núna. Hvernig berðu þig að þegar þú byrjar á nýju verkefni? Ja, stórt er spurt. Í sjálfstæðum rekstri eins og ég stend í þarf maður alltaf að vera með eitthvað í pípunum og halda nokkrum boltum á lofti í einu. Maður er alltaf að leita að góðum hugmyndum. Þegar hún er svo fundin þá þarf að semja verkið. Svo þarf að leita að samstarfsað- ilum og fjármagni. Þegar það er komið þarf að byrja að æfa og vanda sig við að gera verðmætt stykki sem áhorfendur vilja koma að sjá, því annars fellur þetta allt um sjálft sig. Hvað er skemmtilegast í leiklistinni? Að skemmta áhorfendum. Hefurðu verið í hljómsveit? Nei því miður. Hvert var fyrsta starfið og hvað hefurðu sýslað umfram leiklistina? Ég hef unnið við leiklist frá útskrift, en fram að því vann ég við hin ýmsu störf eins og ungt fólk gerir. T.d. á eliheimili, á Gulu bókinni, sem ráðskona o.fl. Hvað er að þínu mati mikilvægast fyrir Hafnarfjörð? Það er margt mikilvægt í bænum okkar. Sem móðir verð ég að nefna uppeldi barnanna okkar. Sem bissnesmannekjs get ég talað um mikilvægi þess að fá fólk til að eyða meiri tíma og pening í bænum okkar. Sem listamaður vona ég að ég geti tekið þátt í að auka hróður Hafnafjarðar þegar kemur að menningu og listum. Að því sögðu, hvað mættu bæjar- yfirvöld gera til að bæta listalífið í bænum? Við þurfum að halda áfram að huga vel að listrænu uppeldi barnanna okkar og þá uppskerum við í frábærum lista- mönnum í framtíðinni. Hvaða stundir í lífinu eru gleðileg- astar? Samvera með fjölskyldu og dýrum og vel lukkaðar frumsýningar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Allt nema að vera veik. Leiðinlegast? Að vera veik. Hvað gerir þú þegar þú ert örg eða ekki í góðu skapi? Ég fer út að labba með hundinn áður en ég missi mig í pirringa við allt og alla. En þegar þér leiðist? Fer í sveitina. Hvenær líður þér best? Úti í náttúrunni. Áttu þér fyrirmynd í leik eða starfi? Allar eldri konur en ég í stórfjöl- skyldunni. Hvað er framundan hjá Björk Jakobs- dóttur? Halda áfram að sýna Unglinginn sem hefur fengið frábærar viðtökur og var valin ein af þrem áhugaverðustu sýn- ingum ársins af Djöflaeyjunni. Svo er ég að vinna að nýrri sýningu með Eddu Björgvins og sýningu með Gunna og Felix. Eins er ég að fara af stað með námskeið fyrir kennara til að kenna leiðir til að vinna með sköpun í skólastarfi. Eins og venjulega er margt í pípunum svo er bara að sjá hvaða boltar lenda í körfunni þetta árið. Lífsmottó: Það gerist ekki neitt ef maður gerir það ekki sjálfur. 6 Björk Jakobsdóttir „Það gerist ekki neitt ef maður gerir það ekki sjálfur“ Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí Mikið úrval af skemmtilegum kökum í afmælið GOTT Í BARNAAFMÆLIÐ Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070 Tangled, Cars, Hello Kitty, Spiderman, Barbie, Svampur Sveinsson og margt fleira. Bjóðum einnig upp á eggjalausar tertur Björk Jakobsdóttir leikkona og leikstjóri hefur vakið mikla athygli í haust en hún stýrir leiksýningunni Unglingurinn sem slegið hefur í gegn og verður sýningum haldið áfram á nýju ári. Hún hefur Hafnfirðingur í húð og hár og hefur aðeins farið út fyrir bæinn til að „sækja mér kall“ að eigin sögn. Hún er gift Gunnari Helgasyni leikara og eiga þau tvo syni. Björk ætlaði alltaf að verða bóndi en fékk leiklistarbakteríuna 14 ára þegar hún „var dregin inn í Hafnarfjarðarleikhúsið“. Hún fór síðar í Leiklistarskólann og hefur unnið í leiklistinni síðan. Björk Jakobsdóttir er í yfirheyrslu að þessu sinni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.