Hafnarfjörður - Garðabær - 10.01.2014, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 10.01.2014, Blaðsíða 10
10 10. janúar 2013 Matarsíða svavars Gekk með matreiðslubókina í níu mánuði Í hrauninu vestast í Hafnarfirði, nánast úti á Garðaholti, sitja lágreistir Brúsastaðir og láta lítið yfir sér. Þegar rennt er í hlað vekur hins vegar athygli hversu snyrtilegt er um að litast og hve smekklega húsið og næsta nágrenni falla inn í ósnert hraunið í kring. Þegar stigið er út úr bif- reiðinni tekur á móti manni ferskur sjávarandvari, enda aðeins steinsnar niður í fjöruborðið. Þarna býr fjöllistakonan, iðnhönnuðurinn, bloggarinn og matreiðslubókahöfundurinn María Krista Hreiðarsdóttir. Bók hennar um lágkolvetna brauð og eftirrétti var eins sú mest selda í nýyf- irstöðnu jólabókaflóði. Matarblaða- maður Hafnarfjarðar og Garðabæjar tók hús á henni nýlega til að forvitnast um hvað það er sem drífur hana áfram. Fullgildur gaflari í eldhúsinu „Ég er fædd á Sólvangi og því fullgildur gaflari, „er það fyrsta sem María Krista nefnir þegar hún er spurð um hagi sína. Hún er þriggja barna móðir og klauf fjörtíu ára múrinn á síðasta degi nýliðins árs. „Ég er stúdent úr Flens- borgarskóla og nam síðar iðnhönnun í Iðnskólanum í 2 ár. Útskrifaðist svo sem grafískur hönnuður úr Listaháskól- anum árið 2000. Ég starfaði í 3 ár hjá Iðunni og Fróða útgáfu strax eftir út- skrift en fór fljótlega að starfa sjálfstætt upp úr því við hin ýmsu verkefni og sl.5 ár hef ég rekið mitt eigið fyrirtæki ásamt eiginmanninum.“ Fyrirtækið snýst um hönnun og framleiðslu á gjafavöru og skarti af ýmsu tagi og heitir Krista Des- ign. Fyrir forvitna má skoða framleiðsl- una á www. kristadesign.is. „Hef alltaf elskað mat“ Brauð og eftirréttir Kristu: Sykur-, ger- og glútenlaust, er fyrsta bók höf- undar. Áður hefur verið fjallað lítillega um bókina á síðum þessa blaðs í um- fjöllun um þær sex matreiðslubækur eftir hafnfirska höfunda sem komu út á árinu 2013. María Krista hefur hins vegar haldið úti vinsælu bloggi með mataruppskriftum og vangaveltum um lífið og tilveruna. En hvaðan skyldi sá áhugi koma? „Ég hef alltaf elskað mat síðan ég man eftir mér og kannski einum of því ég varð allt of þung eftir að ég átti börnin mín og hef átt í vissri baráttu við að halda aukakílóunum frá. Þá verður maður pínulítið heltekinn af matarpælingum hvort sem það er af hollum eða óhollum mat. Ætli ég myndi ekki greinast sem matarfíkill.“ Eitt vinsælasta bloggið Matarblogg Maríu Kristu varð fljótlega eitt það allra vinsælasta á landinu. En hvers vegna ætli hún hafi tekið skrefið frá mataráhuga og yfir í matarbloggið? „Ég var að byrja að fylgja lágkolvetna- mataræði ásamt dóttur minni en hún er með glútenóþol og langaði að prófa með mér að taka út hveiti og fleira. Því hentaði vel þetta mataræði en það snýst um að takmarka kolvetni töluvert, taka út allan sykur og sterkju. Yngri sonur minn er svo með hveitiofnæmi þannig að þetta virtist henta okkur mjög vel. Blogghugmyndin kom svo fljótlega eftir að ég byrjaði að taka myndir af nýju réttunum sem við vorum að prófa en ég setti þær inn á facebooksíðuna mína. Fljótlega var ég farin að fá aðeins of margar vinabeiðnir frá forvitnum lágkolvetnasnillingum sem vildu líka tileinka sér þessar nýju matarvenjur og því var einfaldara hreinlega að setja upp almennilegt blogg og setja inn uppskriftir með réttunum mínum.“ Níu mánaða meðganga En svo varð bloggið að bók, af hverju og hvað var bókin lengi í smíðum? „Ég myndi segja að bókin sé nánast afkvæmi þessarar bloggsíðu en hún var búin að vera í loftinu í níu mánuði þegar ég skilaði inn fyrsta handritinu til Sölku forlags. Ég hef safnað tugum uppskrifta inn á bloggið sem ég hef föndrað saman sjálf eða breytt gömlum uppskriftum í lágkolvetna útgáfur og uppskriftirnar í bókinni eru brot af þessari vinnu. Lagði þó megináherslu á brauð- og eftirrétti því það er oft snúið að útbúa sér rétti af því tagi sem heppn- ast vel en við sækjum þó öll pínulítið í. Það er ekkert gaman að borða bara steik og bernaise til lengdar og leyfa sér aldrei smá eftirrétt og/ eða gott hvítlauksbrauð með.“ Vill minnka hvíta sykurinn Matarblaðamaður skilur vel þessa þörf, sem reyndar einkennir afskaplega marga mataráhugamenn. En bóka- skrif eru samt stórt stökk. Var einhver ein ástæða fremur en önnur sem varð til þess að þú skrifaðir þessa bók? „Ég þurfti bara að koma þessu frá mér eftir að maðurinn minn kom hugmyndinni inn í kollinn á mér. Ég var búin að gera uppskriftaspjöld sjálf sem ég sel með uppskriftastandi frá Kristu Design en bók er alltaf spennandi og hver vill ekki gefa út eina slíka á lífsleiðinni„spyr María Krista með bros á vör. Eins og fram hefur komið á þessum síðum og í öðrum skrifum matarblaðamanns er bókin einkar vel úr garði gerð og vel hugsuð. Bókin hefur fengið fyrirtaks- dóma, en fyrir hverja er hún hugsuð? „Hún er ekki eingöngu hugsuð fyrir fólk á lágkolvetnamataræði því eins og ég segji þá henta þessar uppskriftir vel fyrir þá sem berjast við glútenóþol sem og ofnæmi og einnig fólk með sykur- sýki. Svo geta bara allir nýtt sér þessar uppskriftir ef þeir vilja takmarka neyslu hvíta sykursins, passa tennurnar, blóð- sykurinn og losna við ýmsa kvilla eins og bólgur, ofnæmi og bjúg. Indverskt í uppáhaldi En víkjum nú aðeins aftur að höfund- inum. Á hún sér til að mynda einshvern uppáhaldsmat? „Ég er ofsalega hrifin af indverskum mat, svo er ég reyndar mikil matmanneskja og finnst fátt skemmtilegra en að fara í matarboð eða dunda mér eitthvað í eldhúsinu, sérstaklega upp á síðkastið. „En hvað finnst henni þá um íslenska matar- menningu? „Hún er nú bara nokkuð skemmtileg, frábærir veitingastaðir hér og fjölbreytt flóra í þeim geiranum. Sýnir sig líka vel hvað landinn er með puttana á púlsinum því nú hafa sprottið upp þónokkrir staðir sem bjóða upp á lágkolvetnarétti á matseðlinum sínum.“ Sykurlöngunin hverfur Hollur matur og góð heilsa er Maríu Kristu greinilega hugleikinn. En hvernig á maður að hennar mati að bera sig að ef maður vill fara að borða hollari mat? Ekki stendur á svarinu: „Það er um að gera að taka hænu- skref til að byrja með. Taka út gosið til að byrja með, en líka allt nammi og nart eftir átta á kvöldin. Ekki versla í matinn þegar maður er svangur og drekka mikið vatn á milli máltíða. Lágkolvetnamataræði er samt ótrú- lega einföld og í raun góð leið til að skipta hratt yfir í sykurlausa lífernið því sykurlöngunin hverfur á ótrúlega skömmum tíma ef kolvetnin eru tak- mörkuð eins og við gerum frá því að við vöknum fyrst að morgni og ef þau eru í lágmarki yfir daginn þá er minni hætta á að blóðsykurinn falli niður eins og oft vill gerast seinnpartinn og við dettum í óhollustuna. Kann- ast ekki sumir við að koma þreyttir heim og ráðast á kexpakkann og klára á nokkrum mínútum. Það er samt alls ekki verið að taka öll kolvetni út, við borðum t. d. mikið af grænmeti og fræjum, hnetum og fleira - en í hófi. Bókunarsími tilboðsins er 426 5000 Aðeins 8.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi! Gistihús Keflavíkur · Keflavíkurflugvelli · Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ Sími 426 5000 · gistihus@internet.is · bbkeflavik.com Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur. Þú geymir bílinn þinn hjá okkur, við keyrum þig upp á á flugvöll og sækjum þig aftur þér að kostnaðarlausu. Ertu á leiðinni til eða frá landinu? Morgunverður er innifalinn Þráðlaus nettenging Rúmgóð herbergi með gervihnatta- sjónvarpi og baði Því ekki að byrja eða enda fríið í Bláa Lóninu, aðeins um 15 mín. akstur frá okkur, eða skoða Víkingasafnið, gamla hervöllinn og Reykjanesið? Við erum vel staðsett til að njóta alls þess sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða. Tilvalið fyrir hvataferðir, fundi eða rómantískar stundir. Gott verð! Gildir til 1. maí 2014. Auglýsingasíminn er 578 1190

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.