Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Blaðsíða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Blaðsíða 2
2 30. maí 2014 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 Frjálsíþróttanámskeið í Krikanum Íþrótta- og leikjanámskeið FH verða haldin fyrir börn 6-10 ára (fædd 2004-2008) í sumar. Nám- skeiðin hefjast 10. júní en námskeið verða haldin í allt sumar. Námskeiðin verða haldin á frjálsíþróttavellinum og í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika. Á námskeiðunum er farið yfir ýmsar helstu greinar frjálsra íþrótta, en einnig verður farið í íþróttatengda leiki. Skráning fer fram á síðunni www. fh.is/frjalsar og á síðunni www. fhfrjalsar.net. Fólkið í bænum gagnrýnir bæjarstjóra Garðabæjar: Gagnrýna tugmilljóna útgjöld Fólkið í bænum segist ítrekað hafa bent á að verklagsreglur hafi ekki verið virtar við kaup Garðabæjar á þjónustu. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að bærinn hefði gert saming um heimaþjónustu við Sinnum ehf., fyrirtæki Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæj- arstjóra Garðabæjar, um heimaþjón- ustu. Samkvæmt reglum bæjarins á að bjóða út verk eða þjónustu, sé áætluð samingsfjárhæð hærri en 15 milljónir króna „Samningurinn í þessu tilfelli var gerður við Sinnum ehf. vegna heimaþjónustu og hleypur kostnaður vegna hans upp á tugi milljóna króna. Þessi samningur er ekki einsdæmi en þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um slík mál fást lítil svör við eðlilegum spurningum um verklag. Gildir það jafnt um samning við fyrrverandi bæjarstjóra sem og aðra samninga um lögfræðiþjónustu, tölvu- og tækniþjónustu, hönnunar- og verkfræðiþjónustu, framkvæmda- kostnað eða ritun Sögu Garðabæjar. Kostnaður við síðast talda verkefnið er þegar orðið hátt í 70 milljónir og var einnig gert án útboðs,“ segir í tilkynningu Fólksins í bænum og þar er því bætt við að nauðsynlegt sé að opna bókhald bæjarfélagsins, þannig að íbúar séu upplýstir um kostnað og samninga sveitarfélagsins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fullyrti við Fréttablaðið í vikunni að samningurinn við Sinnum ehf. ætti sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda.“ Gunnar sagði svo í grein í vikunni að samningurinn við Sinnum hefði verið tilraunaverkefni og ekki útboðsskylt. Misjöfn skil í prófkjöri Sumir frambjóðendur í efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins hafa ekki skilað uppgjöri vegna prófkjörs til Ríkisendurskoðunar, enda þótt þrír mánuðir séu liðnir frá því að prófkjörið fór fram. Lögum samkvæmt eiga frambjóð- endur í prófkjöri að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar, eigi síðar en þremur mánuðum eftir prófkjör, hafi kostnaður verið meiri en 400 þúsund krónur. Hafi kostnaður verið minni en það, er frambjóðendum uppálagt að skila Ríkisendurskoðun yfirlýsingu þar um. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fór fram í byrjun febrúar, fyrir rúmum þremur mánuðum. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði hefur skilað yfirlýsingu um að kostnaður við framboð hennar hafi verið undir 400 þúsund krónum. Sama á við Inga Tóm- asson, sem situr í fjórða sæti listans. Fjölmargir sem tóku þátt í prófkjörinu hafa hins vegar ekki skilað neinu til Ríkisendurskoðunar, miðað við upp- lýsingar á vef stofnunarinnar, þegar blaðið fór í prentun. Rétt er að nefna að sérstaklega var haft samband við stofnunina til að kanna að þær upp- lýsingar væru réttar. Meðal frambjóðenda Sjálfstæð- isflokksins sem eiga eftir að skila, ef marka má Ríkisendurskoðun, eru Kristinn Andersen, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og Unnur Lára Bryde, sem situr í þriðja sæti listans og Helga Ingólfsdóttir sem er í fimmta sæti. Samkvæmt yfirliti Ríkisendur- skoðunar hafa allir frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fór fram í febrúar skilað yfirlýsingu um að prófkjörskostnaður hafi verið undir 400 þúsund krónum. Samið við Gaflaraleikhúsið Hafnarfjarðarbær hefur samið við Gaflaraleikhúsið um 20 milljóna króna árlegan styrk, til næstu þriggja ára. Samningur við félagið frá árinu 2010 rann út fyrr á árinu. Fram kemur á vef bæjarins að í samningnum frá 2010 hafi kostn- aður vegna húsaleigu á Strandgötu 50 og rekstrar þess verið greiddur af Hafnarfjarðarbæ. Hlutur framlags til húsnæðis skal samkvæmt nýja samningnum ekki vera meiri en nemur 40% af framlagi bæjarins 60% skal ávallt tryggt til leiklistarstarfseminnar sjálfrar. Samn- ingurinn tryggir einnig Leikfélaginu húsnæði enda kveður hann á um að áhugaleikfélagið fái aðstöðu fyrir leik- sýningar og starfsemi í húsakynnum Gaflaraleikhússins, segir í frétt á vef Hafnarfjarðarbæjar. Hoppað í höfnina Thelma Rut Svavarsdóttir, Katla Garðarsdóttir, Dagrún Birta karlsdóttir, agnes Inga Eyjólfsdóttir og andrea anna Ingimarsdóttir eru allar í 9. bekk í Hrauna- vallaskóla. Myndir: Svavar Halldórsson. Krakkarnir sem hoppuðu í Hafnar- fjarðarhöfn tóku áskorun á Facebook. menn við höfnina segja algengt að krakkar komi þarna til þessara athafna. Undirbúa málsókn á hendur Stálskipum Guðrún Ágústa Guðmunds-dóttir, bæjarstjóri, segir að unnið sé að málsókn vegna sölu Stálskipa á skipi og kvóta úr bænum. Togarinn Þór var seldur til Rúss- lands en kvótinn til fyrirtækja í öðrum sveitarfélögum. Hafnar- fjarðarbær telur að hann eigi for- kaupsrétt að kvótanum og mun nú láta á það reyna fyrir dómstólum. Hafnarfjarðarbær óskaði eftir því við Stálskip að fyrirtækið afhenti sér kaupsamninga um skipið og aflaheimildirnar með bréfi 7. maí. Þar var veittur tveggja vikna frestur til að verða við erindinu. Fram kom hjá talsmanni Stálskipa í síðasta tölublaði að erindi bæjarins yrði svarað innan tilskilins frests. Fullyrt hefur verið í DV að Stálskip hafi fengið 8 milljarða króna fyrir kvótann. Hafnarfjarðar- bær hafði ekkert heyrt frá Stálskipum þegar blaðið fór í prentun.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.