Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Blaðsíða 14
14 30. maí 2014 Samfylkingin: Treysta og styrkja fjárhaginn Gunnar Axel Axelsson hefur verið bæjarfulltrúi frá kosningunum 2010 og er formaður bæjarráðs Hafnar- fjarðar. Hann vann sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar snemma í vor og fer fyrir flokknum í bæjarstjórnarkosn- ingunum í vor. - Hver eru þrjú helstu áherslumál Sam- fylkingarinnar fyrir kosningarnar í lok mánaðarins? „Kosningarnar í vor snúast um að við höldum áfram á treysta og styrkja fjárhag og þjónustu bæjarfélagsins. Þar höfum við náð gríðarlegum ár- angri síðastliðin 4 ár og við viljum halda áfram á sömu braut ábyrgrar fjármálastjórnunar og stöðugleika í rekstri. Samfylkingin leggur áherslu á stóraukið framboð á leiguíbúðum og hagkvæmum íbúðum fyrir jafnt unga sem aldna og þar teljum við að bær- inn geti beitt sínum áhrifum bæði fjár- hagslega og skipulagslega til ná saman öflugum aðilum í slíka uppbyggingu. Við teljum líka brýnt að tryggja betur stöðu barnafjölskyldna og jafnan rétt allra barna til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, sem og að skapa meiri samfellu í vinnudegi Hafnfirskra barna.“ - Hvert yrði allra fyrsta verkið ef þið fáið umboð til að hrinda því í framkvæmd? „Afgreiða framkvæmdaáætlun um um ákveðið þak á þjónustugjöld fyrir hverja fjölskyldu í bænum. Það gerum við m.a. með lækkun þjónustugjalda leik- og grunnskóla, auknum systkina- afslætti og með því að hækka tekjuvið- mið sérstakra afsláttarkjara fyrir barna- fjölskyldur í Hafnarfirði. Fyrsti áfangi taki gildi með gjaldskrárbreytingum frá og með komandi hausti og nýju skólaári.“ - Myndir þú starfa í meirihluta með hverjum sem er eftir kosningar? „Það er alveg ljóst að flokkarnir eiga mis mikið sameiginlegt málefna- lega og úrslit kosninganna ráða mestu um hverjir mynda nýjan meirihluta að þeim afloknum. Ég hef hinsvegar átt ágætt samstarf við fólk úr öllum flokkum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og treysti mér til þess að vinna með hverjum sem er að góðum málum og mun gera það áfram hvernig sem meirihlutamyndun verður háttað.“ - Stefnir þú á bæjarstjórastólinn? „Niðurstaða kosninganna mun ráða því hvaða meirihluti verður myndaður og hvernig staðið verður að ráðningu bæjarstjóra. Við útilokum engar leiðir í þeim efnum og munum eins og ávallt leggja ríka áherslu á að sem breiðust samstaða og góður stuðningur bæjar- búa sé á bakvið þann sem sinnir þessu mikilvæga hlutverki.“ - Ertu bjartsýnn fyrir hönd Samfylk- ingarinnar? „Já ég er það og ég er auðvitað fyrst og fremst bjartsýnn fyrir hönd Hafnar- fjarðar. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur sýnt í verkum sínum á liðum árum að hún er ábyrgur og lýðræðis- legur flokkur sem leggur lykiláherslu á samráð og sátt með íbúum Hafnar- fjarðar og hefur verið í forystu á landsvísu við að innleiða lýðræðislega aðkomu íbúa að stjórnun og stjórn- sýslu. Hafnarfjörður er eitt af öflug- ustu sveitarfélögum landsins og okkar styrkur felst fyrst og fremst í íbúunum, og þeim samfélagslegu innviðum sem hér eru til staðar. Ég held að bæjarbúar kunni að meta það sem við höfum gert á undanförnum árum og treysti okkur til þess að halda áfram að byggja upp samfélag fyrir alla.“ EX PO - w w w .ex po .is Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 MIKIÐ ÚRVAL VARAHLUTA Sími: 535 9000www.bilanaust.is 3 ÁRA ÁBYRGÐ Oddvitar stærstu flokkanna Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking missa mikið fylgi frá síðustu kosningum, ef marka má skoðana- kannanir, en farið er yfir þá stöðu á bls. 7 . Rætt var við oddvita þessara tveggja flokka hér í blaðinu fyrr í vetur, í aðdraganda prófkjörs hjá hvorum flokki um sig. Við spurðum Gunnar Axel Axelsson, oddvita Samfylkingarinnar og Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins um helstu áherslumál flokkanna tveggja, til skemmri og lengri tíma og hvernig þau sjá kosningarnar fyrir sér. SveitarStjórnakoSningar 2014 Sjálfstæðisflokkurinn: Traust fjármálastjórnun númer eitt Rósa Guðbjartsdóttir sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar og leiðir lista flokksins í bæj- arstjórnarkosningunum á morgun. Hún hefur setið í bæjarstjórn í átta ár og er fulltrúi í bæjarráði. - Hver eru þrjú helstu áherslumál Sjálf- stæðismanna fyrir kosningarnar í lok mánaðarins? „1. Traust fjármálastjórnun sem miðar að því að losa bæinn úr skulda- höftum án þess að draga úr þjónustu við íbúa. 2. Að tryggt verði framboð á lóðum fyrir hagkvæmar íbúðir jafnt til leigu og sölu. 3. Fegrun bæjarins, hreinsun stíga og opinna svæða með áherslu á að ljúka frágangi í nýjum hverfum.“ - Hvert yrði allra fyrsta verkið ef þið fáið umboð til að hrinda því í fram- kvæmd? „Taka til og fegra bæinn, gera átak í viðhaldi eigna og auka sjálfstæði skól- anna. Einnig að hefja átak í markaðs- setningu og atvinnuþróun með því markmiði að auka tekjur sveitarfé- lagsins. Þannig hæfist sú uppbygging og sókn sem nauðsynleg er til að við- snúningur megi verða í Hafnarfirði.“ - Myndir þú starfa í meirihluta með hverjum sem er eftir kosningar? „Við sjálfstæðismenn göngum með opnum huga til kosninga og hugsanlegs meirihlutasamstarfs og störfum með hverjum þeim sem eru tilbúnir til að vinna góðum málum brautargengi sem auka munu hagsæld og lífsgæði íbúanna.“ - Stefnir þú á bæjarstjórastólinn? „Ég stefni fyrst og fremst á að áherslur og gildi okkar sjálfstæðismanna verði í forgrunni við myndun næstu bæjar- stjórnar. Ráðning bæjarstjóra verður samkomulagsatriði þeirra flokka sem mynda meirihlutann.“ - Ertu bjartsýn fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins? „Já ég er það. Við sjálfstæðismenn finnum fyrir miklum stuðningi við mál- flutning okkar og tillögur. Það er ljóst að bæjarbúar vilja breytingar við stjórnun bæjarfélagsins og að þeir kunni að meta þá ábyrgð og festu sem einkennt hefur okkar áherslur á liðnum árum.“ Gunnar axel axelsson. Rósa Guðbjartsdóttir. Verkin eru víða. Til að mynda er var landað úr þessari trillu í Hafnar- fjarðarhöfn á fallegum degi í vikunni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.