Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Blaðsíða 6
30. maí 20146 SveitarStjórnakoSningar 2014 Bætt þjónusta við fatlað fólk Bæta þarf aðgengi fatlaðs fólks. Skil milli gatna og gangstétta þarf að bæta. Allt húsnæði sem ætlað er til al- mennra nota í félags-, menningar- og frístundastarfi þarf að gera aðgengi- legt fötluðu fólki. Nýtt aðalskipulag á að taka mið af aðgengi fyrir alla og það á við um deilskipulag einnig. Allar upplýsingar á vegum sveitarfélagsins eiga að vera á auðlesnu máli og að- gengilegar öllum. Bæta þarf húsnæðismál fatlaðs fólks. Samkvæmt svörum bæjaryfirvalda til Sambands íslenskra sveitarfélaga sl. haust eru 30 fatlaðir einstaklingar á bið eftir húsnæði. Í bænum eru 4 herbergjasambýli með 17 íbúum, sem leggja verður niður. Þannig hafa a.m.k. 47 fatlaðir einstaklingar þörf fyrir húsnæði í dag. Núverandi meirihluti hefur reifað hugmyndir um að byggja einn íbúðakjarna með 5 íbúðumauk þess að breyta nokkrum námsmannaí- búðum í Ásahverfi í íbúðir fyrir fatlað fólk, sem þá myndi mæta þörf um það bil 10 einstaklinga samtals. Það verður augljóslega að byggja og búa til miklu fleiri íbúðakjarna hratt og örugglega til að mæta þörfinni í dag. Í Garðabæ búa rúmlega 14 þúsund manns og þar eru 2,6 félagslegar leigu- íbúðir á hverja 1000 íbúa, í Hafnarf- irði búa rúmlega 27 þúsund manns og þar eru 17,7 félagslegar leiguíbúðir á hverja 1000 íbúa, í Mosfellsbæ búa rúmlega 9 þúsund manns og þar eru 7,6 félagslegar leiguíbúðir á hverja 1000 íbúa og í Kópavogi búa rúm- lega 32 þúsund manns og þar eru 23,8 félagslegar leiguíbúðir á hverja 1000 íbúa. Félagslegar leiguíbúðir geta oft nýst fötluðu fólki. Hér er ólíku saman að jafna milli sveitarfélaga og greini- lega mikil þörf á breyttu hugarfari og viðhorfi. Samþætta þarf þjónustu við fatlað fólk við félagsþjónustu, heilbrigð- isþjónustu og þjónustu við aldraða ásamt því að bæta þverfaglegt starf milli stofnana. Ekki verður annað ráðið af svörum bæjarins til Sambands íslenskar sveitarfélaga sl. haust, en að engin samþætting sé þarna á milli eða að unnið sé þverfaglega. Margar stofnanir eru þá að sinna þjónustu við sömu einstaklinga án samráðs og samnýtingar á þekkingu. Þá virðist einnig skorta á samvinnu milli leik- og grunnskóla og félagsþjónustu við gerð einstaklingsáætlana og samþættan og þverfaglegan stuðning við þær áætl- anir og eftirfylgd með þeim. Með sam- þættingu milli stofnana og þverfaglegu starfi þarf þjónustuþegi ekki stöðugt að endurtaka sögu sína og þarfir á nýjum og nýjum stað og kraftar, þekking og fagleg reynsla starfsfólks nýtist þjónustuþegum miklu betur. Þeir sem nota þjónustuna finna einnig miklu betur fyrir því að raunverulega sé verið að vinna að þeirra þörfum og með þeirra hagsmuni í huga. Hér þarf einnig stórátak í breyttu hugarfari og viðhorfi. Betri bær með FÓLKINU Í BÆNUM! Fólk er allskonar Ísland allt hefur breyst mikið á seinustu árum, Hafnarfjörður er þar ekki undanskilinn. Við erum á tímum hnattvæðingar sem einkennast af mikilli tæknivæðingu og hröðum samskiptum. Það er alltaf að verða auð- veldara fyrir okkur að ferðast og flytjast á milli landa. Frjálsræði er orðið meira, fleiri tækifæri á ævintýrum, hvort sem það er að prufa nýja matarmenningu eða kynnast öðrum samfélögum. Íslendingum finnst ekkert sjálf- sagðara en að geta upplifað ævin- týri og flytja til framandi landa en á sama tíma erum við skeptísk gagn- vart einstaklingum sem vilja upplifa ný ævintýri á Íslandi. Við þurfum að vera umburðarlyndari og sjá kostina í þessari fjölbreyttu flóru einstaklinga í samfélaginu. Vert er að nefna í þessu ljósi að í Hafnarfirði er hlutfall innflytj- enda hátt í 10 % bæjarbúa, mörgum finnst það mikið á meðan öðrum, þar á meðal mér, finnst það frábært. Við erum heppin að fá tækifæri til þess að búa við fjölbreytni í samfélaginu okkar. Hnattvæðing er ekki aðeins að skapa fjölbreytileika og nýjar hugmyndir um einsleitni heldur er mannkynið að læra mun meira hvert af öðru þrátt fyrir fjarlægðir eða landamæri, hömlur eða frelsi. Við þurfum að fagna þessum fjöl- breytileika með opnum örmum og nýta hann okkur í hag, hvort sem það snýr að réttindum okkar allra, innflytjenda, einstaklinga með fötlun, eldri borgara eða barna. Atkvæði ALLRA skipta máli, hvort sem það er ungdómurinn, fólk á besta aldri, eldri borgarar, innflytjendur eða fólk með fatlanir. Við erum bærinn, öll, eins ólík og við erum. Réttur okkar allra á að vera jafn, hvar sem við erum eða hvernig sem við erum. Hafnarfjörður, setjum X við jafnan rétt allra. Nýtum rétt okkar til að kjósa Let's use our right to vote Skorzystaj z naszego prawa do głosowania Chúng tôi sử dụng quyền bầu cử của chúng tôi Pasinaudokite mūsų teisę balsuoti Knatthús á Ásgarðssvæðið við Hafnarfjarðarveg Á undanförnum árum hefur árangur íþróttafélaganna í bænum verið að eflast og dafna í sívaxandi bæ. Nú er svo komið að nær allar deildir hafa sprengt utan af sér aðstöðuna og því mikilvægt að vanda til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Skólalóðir má ekki rýra og gæta þarf að bílastæða- málum. Starfshópur var skipaður af bæjaryfirvöldum til að fara yfir möguleika á byggingu knatthúss og er verið að skoða Ásgarðssvæðið sérstaklega í þessu sambandi sem og önnur svæði í bænum. Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur aðallega haldið úti æfingum á Ásgarðssvæðinu og því eðlilegt að skoðað sé hvort koma megi knatthúsi fyrir á því svæði og gæta þannig að samfellu í skóla og tóm- stundastarfi. Einnig er mikilvægt að tryggja góða nýtingu á húsinu og teljum við það best gert á Ás- garðssvæðinu. Nýtt fjölnota hús væri þannig ekki aðeins hugsað fyrir knattspyrnudeildina heldur einnig fyrir eldri borgara og fleiri deildir og hópa í bænum. FÓLKIÐ- í bænum styður byggingu nýs fjöl- nota húss á Ásgarðssvæðinu við Hafnarfjarðarveg. Endurskoðun á hvatapeninga- kerfinu með jöfnuð og velferð barna að leiðarljósi Öll vitum við hversu mikilvæg hreyfing er og hvað hún hefur mik- ilvægt forvarnargildi. Það er margt sem börn læra í íþróttum sem nýtist vel á lífsleiðinni . FÓLKIÐ- í bænum vill fara í gagngera endurskoðun á hvatapen- ingakerfinu með það að markmiði að gera öllum börnum kleift að iðka íþróttir að eigin vali, óháð efnahag eða fjölskyldustærð. Við viljum hækka hvatapeninga í 60 þúsund krónur og auka systkina- afslætti. Með þessu móti er hægt að koma til móts við barnafjölskyldur og tryggja að börn eigi jafnari möguleika á að stunda íþróttir í Garðabæ. Höfundur er Kristján Guðmundsson, knattspyrnuþjálfari sem skipar 5. sæti á framboðslista FÓLKSINS- í bænum Höfundur er Ólafur Karl Finsen, knattspyrnumaður sem skipar 9. sæti á framboðslista FÓLKSINS- í bænum Höfundur er Kristján Másson, knattspyrnuþjálfari sem skipar 13. sæti á framboðslista FÓLKSINS- í bænum Höfundur er Karólína, er mannfræðingur og skipar 9 sæti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Höfundur er Sigtryggur Jónsson, skipar 18. sæti á lista FÓLKSINS- í bænum (M-lista)

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.