Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Page 10
10 28. júní 2013
Rakel Pálmarsdóttir sem náði þeim
frábæra árangri að verða semidúx
Flensborarskóla við síðustu útskrift
með 9,16 í meðaleinkunn. Rakel
er 18 ára og hefur nokkuð sérstök
tengsl við Flensborg. Ekki aðeins
það að báðir foreldrar hennar eru
útskrifaðir þaðan heldur bjó föður-
amma Rakelar, Gréta Pálsdóttir í
Flensborg í nokkur ár. Gréta var auk
þess stúdent þaðan. Foreldrar Grétu
og þar með langafi og langamma
Rakelar, þau Páll Þorleifsson og
Ólafía Einarsdóttir bjuggu enn-
fremur í Flensborg og það í tvo
áratugi, 1961-1981. Ástæður þessa
eru þær að Páll langafi Rakelar var
húsvörður í Flensborg og á þeim
tíma fylgdi því embættinu hús-
varðaríbúð. Ólafía sinnti ennfremur
húsvarðarstarfinu.
Það verður því ekki sagt annað en
semidúxinn hafi sérstakar rætur til
Flensborgarskólans. Rakel verður
yfirheyrð að þessu sinni.
Fullt nafn?
Rakel Pálmarsdóttir.
Aldur?
18 ára.
Foreldrar?
Hildur Karlsdóttir og Pálmar Óli
Magnússon.
Starf og/eða menntun föður:
Verkfræðingur, starfar hjá Lands-
virkjun.
Starf og eða menntun móður:
Grunnskólakennari í Álftanesskóla.
Systkini og hvar ert þú í röðinni?
Smári og Þóra Gréta, ég er yngst..
Hvert liggja ættir þínar (bæði föður
leggur og móðurleggur)?
Foreldrar móður:
Karl Friðrik Ingvarsson og Edda Kol-
brún Þorgeirsdóttir
Foreldrar föðurs:
Gréta Pálsdóttir og Magnús Jón Sig-
björnsson.
Þegar þú varst yngri – hvað ætlaðir þú
að verða þegar þú yrðir stór?
Verkfræðingur eins og pabbi.
Stundarðu íþróttir, spilar á hljóðfæri
eða eitthvað slíkt?
Ég æfi fótbolta með Stjörnunni/
Álftanes.
Afhverju valdirðu Flenborg á sínum
tíma?
Stutt að fara og ég gat fengið metna
alla þá áfanga sem ég hafði klárað í
grunnskóla. Auk þess var systir mín
þar, báðir foreldrar mínir, amma mín,
Gréta. Einnig var langafi minn Palli
lengi húsvörður við skólann og jafn-
framt bjó þar.
Hvernig er best að læra fyrir próf?
Læra jafnt og þétt.
Ertu skipulögð?
Já frekar.
Ertu byrjuð að lesa eitthvað af þeim
fjölmörgu bókaverðlaunum sem þú
fékkst?
Nei því miður, er búin að hafa meira
en nóg að gera eftir útskrift.
Stærsti sigurinn?
Er að vinna í honum.
Í hvað hverfi býrðu?
Ég bý á Álftanesi.
Hefurðu einhvern tíma búið erlendis?
já bjó í Þýskalandi þegar ég var 5 ára og
ætla mér að búa einhverstaðar erlendis
í náinni framtíð, allavega um stund.
Hver er þinn helsti kostur?
Mikill metnaður.
En galli?
Ég get verið ruslaskrímsli heima.
Ætlar þú í Háskóla í haust og hvern
þá?
Já það er stefnan, á eftir að fá svör og
veit því ekki hvert.
Hver eru framtíðarplönin á þessum
tímamótum?
Fara í háskólanám.
Fallegasti staðurinn á Íslandi?
Þingvellir.
Fallegasti staðurinn í útlöndum?
Í dag er það Niagara Falls.
Hvað finnst skemmtilegast að gera
(fyrir utan að læra)?
Spila fótbolta, ferðast og vera með
vinum og fjölskyldu.
Eldarðu stundum heima?
Rosalega sjaldan, enda oftast á æf-
ingum á matmálstímum.
Uppáhaldsmatur?
Nautakjöt með bernaise sósunni
hennar mömmu.
Uppáhaldsdrykkur?
Límonaði.
Áttu þér uppáhalds tónlistarmann
eða tónlist?
Er alæta á tónlist, en Pink floyd er svo-
lítið uppáhalds.
Lestu mikið (fyrir utan skóla
bækurnar)?
Já já, þegar ég dett í gírinn.
Uppáhaldsbókin?
Flugdrekahlauparinn og Ein til frá-
sagnar.
Uppáhaldsleikari?
Johnny Depp.
Áttu þér lífsmottó?
„Gerðu það sem þú trúir á og trúðu á
það sem þú gerir, allt annað er sóun á
orku og tíma“.
Ný kynslóð
sólarkrema
Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18
Sími 565 0500 • 897-1923
Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í
Rakel Pálmarsdóttir semidúx í Flensborg með meðaleinkunn 9,16 á sérstakar rætur til Flensborgarskólans:
„Best að læra jafnt og þétt yfir hverja námsönn”
Frá útskriftinni úr Flensborgarskólanum í maí ásamt skólameistara.
Með vinkonunum.