Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Qupperneq 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Qupperneq 12
28. júní 201312 Úða garða gegn maðki og lús Eyði köngulóm af húsum Eitra fyrir starrafló og skorkvikindum í húsum Einnig öll almenn meindýraþjónusta Garðúðun Meindýraeyðir ehf. Sigurður I Sveinbjörnsson s: 5676090 - 8975206 Veltusundi 1 • Sími 564 3248 www.gull.is Gullsmiðja Óla 20 ára Í tilefni 20 ára afmælis Gullsmiðju Óla verður veittur 20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar frá 19. – 30. júní 2013. Þar að auki fær fólk sem verslar tækifæri á að auka afsláttinn enn frekar með því að kasta tening og getur þá fengið auka afslátt af afsláttarverði. 1-2= 10% af afsláttarverði 3-4= 20% af afsláttarverði 5-6= 30% af afsláttarverði Þannig að afslátturinn getur orðið allt að 44%. Nú verður gullteningnum kastað. Yfirlitssýning á verkum Eiríks Smith opnar í Hafnarborg á morgun Tilvist – Eiríkur Smith 1968-1982 er yfirlitssýning á verkum Eiríks frá nefndu tímabili sem verður opnuð í Hafnar- firði laugardaginn 29. júní kl. 15 . mörg af þekktustu verkum listmál- arans verða á sýningunni. Laugardaginn 29. júní kl. 15 verður opnuð í Hafnarborg sýning á verkum listmálarans Eiríks Smith með verkum frá árunum 1968 - 1982. Yfirskrift sýningarinnar er Tilvist og er í titlinum vísað til tilvistarlegra spurninga sem sóttu á listamanninn á þessum tíma. Á sýningunni eru mörg af þekktustu verkum Eiríks, en á síðari hluta þessa tímabils náðu málverk hans mikilli hylli á meðal almennings. Upp úr 1968 má greina hjá Eiríki áður óþekktan áhuga á fígúratífu málverki, einkum fyrir tilstuðlan áhrifa frá popplist. Í upphafi þessa tímabils teflir hann saman tjáningar- ríkri abstraktlist áranna á undan og hinni fígúratífu popplist, þar mætast varnarlausar manneskjur og ómann- eskjulegir kraftar óræðra forma. Með tímanum urðu verk Eiríks raunsærri í stíl en efnislega leitaði listamaðurinn æ meira inn á við með hugleiðingum um tilvist mannsins í alheiminum. Fígúrur í náttúrunni andspænis hrörnandi mannanna verkum eru áberandi og endurspegla togstreitu á milli hins líkamlega og hins and- lega. Þannig eru á sýningunni verk frá ólíkum tímabilum á ferli lista- mannsins sem þó endurspegla öll tilvistarspurningar, ýmist spurningar um tilvist mannsins í samfélaginu eða tilvist mannsins á mörkum hins and- lega og líkamlega. Sú þróun í átt til raunsærrar mynd- gerðar sem einkenndi verk Eiríks upp úr 1975 varð til þess að hann náði almannahylli og varð einn dáðasti listmálari þjóðarinnar. Í kringum 1980 tóku verk hans að seljast geysi- vel og má segja að þau hafi orðið almenningseign í þeim skilningi að fjölmargir sáu sér fært að festa kaup á verkum eftir hann, einkum vatnslitamyndum. Fá verk frá þessu tímabili eru þó í eigu opinberra safna og á það einnig við um Hafnarborg sem þó varðveitir yfir 300 verk eftir listamanninn. Sýningin er fjórða í röð sýninga sem Hafnarborg heldur og kynna ólík tímabil á löngum ferli Eiríks. Til að gefa heillega mynd, einkum af síðari hluta þess tímabils sem tekið er fyrir á sýningunni, er stór hluti verkanna fenginn að láni. Sýningarstjórar eru Ólöf K. Sig- urðardóttir forstöðumaður Hafnar- borgar og Heiðar Kári Rannversson. Blómskreytt box og bakpoki Hæ, hó, jibbí jei. . . . . . já húsmóð-irin var í sannkölluðu þjóðhá- tíðarskapi þann 17. júní. Dagurinn var tekinn snemma með bakstri því hin fyrirhyggjusama húsmóðir hefur vaðið fyrir neðan sig. Þó heitar pylsurnar og volgar pizzusneiðarnar séu girnilegar í sölubásunum á hátíðarhöldunum, er það ekki fullnægjandi fyrir stóra fjölskyldu. Því dugar ekkert annað en að baka eitthvað girnilegt. Ný- bakaða nestið var sett í nýju litríku blómaskreyttu boxin sem húsmóðirin hafði keypt stuttu áður. Með troðfullan bakpoka Yngsti fjölskyldumeðlimurinn fékk það hlutverk að troða boxunum ofan í bakpoka meðan húsmóðirin leitaði að íslenska fánanum. Með fánann í fararbroddi og troðfullan bakpoka arkaði stórfjölskyldan af stað. Fyrsti viðkomustaður var Ásvellir og fylgdust allir spenntir með viðureign Hauka og FH í handbolta. Eitthvað heyrðist kallað í hátalarakerfinu en húsmóðirin átti erfitt með að greina það sem sagt er en heyrði orðið „skrúðganga‘‘ inn á milli. - Leiknum lauk og húsmóðirin teymdi afkvæmin í áttina að skrúð- göngunni. En hvar var skrúðgangan? ? ? Í fjarska heyrði húsmóðirin lúðrasveitaróminn og sá aftan á langa halarófu af fólki. Skrúðgangan var sem sagt farin af stað! Líklega var þulurinn á handboltaleiknum að segja það sama. En jæja, það var ekki um annað að ræða en að grípa í afkvæmin og hlaupa af stað á eftir skrúðgöngunni með þunga, stóra bakpokann á bakinu. Laf- móð eftir hlaupin komst húsmóðirin inn í skrúðgönguna sem þrammaði eftir lúðrasveitarleik. Mikil stemning var í miðbænum þennan fagra sum- ardag og allir í hátíðarskapi. Þrestirnir og fjallkonan voru á sínum stað og tilkynningar afkvæmanna um svengd bárust fljótt. Snuddusleikjó og candyfloss Húsmóðirin tók bakpokann hróðug af baki og opnaði kökuboxin. Innihald boxanna var samt ekki alveg það sama og húsmóðirin bjóst við því þau voru full af legókubbum og vaxlitum!!! Litla skottið hafði sem sagt sturtað bakkels- inu á borðið og sett dótið sitt í þessi fallegu box í staðinn, enda frábært að geyma dótið sitt á slíkum stað. Endurteknar yfirlýsingar um vænt- anlega hungursneyð bárust óðum til húsmóðurinnar. Þar sem henni þótti hvorki æskilegt að snæða liti né kubba fór hún að næsta sölubás þar sem pylsur og pizzur voru keyptar. Snudd- usleikjóar og candy floss heilluðu einnig svanga maga og alsæl gæddu börnin sér á þessu meðan fyrrum erkifjendur og núverandi vinir úr Hálsaskógi skemmtu mannskapnum. Húsmóðirin sem hnussaði sjálf yfir þessari sykurleðju nartaði hins vegar í gulrót sem hún fann í veskinu sínu. Glæstir víkingar börðust Austurgatan var gengin meðan kröfur um andlitsmálningu og hoppukastala urðu smám saman háværari. Reyndar voru afkvæmin komin með ágætis andlitsmálningu því klístruð voru þau eftir sleikjóinn og leifar af candy flossi voru fastar á kinnunum og upp á enni. Félagarnir úr Latabæ glöddu alla viðstadda og hoppukastalinn sló í gegn. Ógnvænlegur bardagi fór fram milli nokkurra víkinga og fylgd- ist húsmóðirin með honum. Glæstir menn í sterklegum brynjum börðust eins og þeir áttu lífið að leysa. Meðan húsmóðirin horfði aðdá- unaraugum á þessar hetjur náði litla skottið að hlaupa þvert yfir bardaga- völlinn. Í viðleitni sinni til að bjarga barninu frá bráðum háska og öflugum sverðum, hljóp húsmóðirin á eftir barninu. Það vildi svo óheppilega til að einn víkingurinn sem var í miðri orustu hljóp aftur á bak til að verja sig og lenti beint á húsmóðurinni. Sú síðarnefnda datt og fellti þannig um leið ofurhetjuna sem hlammaðist ofan á vesæla húsmóðurina. „Hluti af sýningunni„ Þar sem víkingurinn var í þungri brynju tók það hann dágóðan tíma að klöngrast af baki húsmóðurinnar sem lá á bakinu með kjólinn yfir and- litinu. Bardaginn hafði stöðvast og húsmóðirin dró að sér óskipta athygli fjölmargra viðstaddra. Haltrandi gekk húsmóðirin, fangaði sykurklístraða barnið og uppskar mikið lófaklapp fyrir uppátækið. Þar sem húsmóðirin er einstaklega jákvæð að upplagi kink- aði hún kolli til viðstaddra og sagði háum rómi; „þetta var bara hluti af sýningunni. ‘‘ Þegar næsti bardagi víglegu víking- anna fór fram stóð húsmóðirin við einn sölubásinn og pantaði sér stóran skammt af candy floss og átti það að eigin mati skilið. Húsmóðirin er ein af þeim seinheppnari í bransanum og deilir ævintýrum hversdagsins með lesendum blaðsins. RAUNIR HÚSMÓÐURINNAR

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.