Hafnarfjörður - Garðabær - 05.09.2014, Blaðsíða 7

Hafnarfjörður - Garðabær - 05.09.2014, Blaðsíða 7
Saman gegn matarsóun Það sem við Íslendingar kunnum betur en nokkur annar er að veiða fisk og nýta afurðirnar svo úr verði verðmæti. Á meðan norskur þorskur af meðalstærð skilar um 1.500 krónum í kassann fáum við 2.000 krónur fyrir sambærilegan fisk. Á þessu eru ýmsar skýringar og ein þeirra er sú að við förum betur með hráefnið og nýtum það betur. Fyrir utan flökin er hefð hér fyrir að nýta hausa og lifur ... og nú er farið að nýta slógið í alls kyns dýrmætar vörur, húðkrem og bætiefni, svo eitthvað sé nefnt. Svo fram- leiðum við auðvitað beinamjöl og lyfjageirinn er innan seilingar í þessu. Með því einu að frameiða í meira magni vörur úr slóginu sem þegar er búið að þróa og farið er að selja, eigum að geta fengið 5.000 krónur út úr meðal þorskinum samkvæmt útreikningum þeirra sem standa fyrirtækinu Codland í Grindavík. Óhemju magni hent En á sama tíma erum við í hópi þeirra þjóða sem henda mat. Það gera reyndar miklu fleiri þjóðir og FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna) áætlar að 1,3 milljarðar tonna af mat fari til spillis í heiminum á hverju ári. Þetta gera um tvö hundruð kíló á hvert mannsbarn að meðaltali. Sóunin er þó auðvitað miklu meiri í ríku löndunum en þeim fátæku. Á sama tíma er að minnsta kosti millj- arður manna sem ekki fær nóg að borða og tuttugu þúsund börn deyja árlega úr næringarskorti. En jafnvel þótt við bætum ekki með beinum hætti úr hungri í heiminum með því að nýta betur mat, þá ættum við nú samt að gera það. Þannig förum við betur með verðmæti og þau gæði og framleiðslu- þætti sem við höfum úr að spila. Danir hafa tekið sig á Frændur okkar Danir hafa dregið veru- lega úr matarsóun á síðustu misserum – sumir segja um helming. Vissulega spila opinberar áherslur, skýrslur og átök á vegum FAO og Evrópusam- bandsins þarna stóra rullu. En flestir eru hins vegar sammála því að það sé fyrst og fremst eljusemi og dugnaður báráttukonunar Selinu Juul sem hefur valdið hugarfarsbreytingu í Danmörku. Selina er forvígismaður og stofnandi samtakana Stop Spild Av Mad, eða Stöðvum matarsóun. Hún og félagar hennar í samtökunum eru óþreytandi í því að vekja athygli á málstaðnum með blaðagreinum, viðtölum og öllum öðrum tiltækum ráðum. Selina Juul skrifaði meðal annars stórgóða bók um nýtingu afganga sem farið hefur sigurför og sópað til sín verðlaunum. Komdu í Hörpu um helgina Selina ætlar að vera í Hörpunni um helgina. Þá verður haldin hér ráðstefna eða fjölskylduhátíð sem ber yfirskrift- ina „Saman gegn matarsóun“ og er hluti af norrænu átaki. Það eru Land- vernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi sem standa að skipulaginu hér með fulltingi Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Vakandi eru íslensk sam- tök sem berjast gegn matarsóun, sam- bærileg dönsku samtökunum hennar Selinu. Fjörið í hörpu hefst klukkan 13:00 á laugardag og dagskráin stendur til 18:00. Auk Selinu ætlar Tristram Stuart að halda fyrirlestur, en hann er mikilsmetinn fyrirlesari og baráttu- maður gegn matarsóun. Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri fer yfir málin frá sjónarhóli Reykjavíkurborgar og Heiða Björg Hilmisdóttir ætlar að útskýra hvernig Landspítalinn, stærsti vinnu- staður landsins, hefur tekið matarsóun föstum tökum. Súpa úr ljótu grænmeti En það verður fleira á dagskránni en bara fjörugir fyrirlestrar. Það verður smjatttpatta-upplestur fyrir börnin og svo verður boðið upp á súpu úr ljótu grænmeti. Allt saman ókeypis. Það er nú reyndar þannig að nokkur íslensk fyrirtæki hafa beitt hugviti og útsjónasemi til að bæta matarnýtingu sem hefur skilað sér í nýjum vörum. Garðyrkjubændurnir Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir í Friðheimum í Bláskógabyggð hafa til að mynda notað ljótu tómatana í súpu sem þau selja ferðamönnum og alls kyns sósur sem hægt er að kaupa í nokkrum verslunum. Þótt hráefnið sé kannski ekki alveg hnöttótt eru þessar vörur allar saman frábærar að gæðum og bragði. Hvað getum við gert? En hvað með okkur hins sem hvorki rekur gróðrastöðvar né stýrum stórum mötuneytum, hvað getum við gert? Það er í raun nokkuð einfalt. Nýtum af- gangana betur í daglegu lífi. Svona rétt eins og það munar heilmikið um að heimili flokki rusl eða safni lífrænum úrgangi, þá munar gríðarlega um að heimili landsins bæti nýtinguna á mat. Svo munar þetta heilmiklu fyrir budduna. Staðreyndin er nefninlega sú að flest heimili geta haft eina til tvær fullgóðar afgangamáltíðir í viku. Með þessu sparast vinna, innkaupin verða minni og nátúran græðir. Er einhver mínus við það? Tökum Ítali til fyrirmyndar Eitt af því sem hægt er að gera er að venja sig á að ganga vel frá afgöngum, merkja hvað er hvað og ákveða svo eitt eða tvö kvöld í viku sem eru föst afgangakvöld. Þetta snýst nefninlega um hugarfar. Svo er líka gott að hafa rétt tæki og tól. Eitt af því sem getur sparað manni stórar fjárhæðir er að fjárfesta í lítilli vacuum pökkunarvél. Með slíkri græju er hægt að pakka af- göngum hverrar máltíðar í lofttæmdar umbúðir sem þýðri að maturinn endist að minnsta kosti fimm sinnum lengur ... já fimm sinnum lengur. Þannig má komast hjá því að mestu að afgangar skemmist í ísskápnum. Svona græja þykir þarfaþing í mörgum löndum og varla er t.a.m. til það heimili á Ítalíu þar sem ekki er vacuum pökkunarvél í eldhúsinu. Græddur er geymdur ... biti Ef hægt er að spara 20% í matarinn- kaupum fjölskyldunnar með slíkri vél, borgar hún sig upp á fáeinum vikum eða mánuðum. Eitt ráð að lokum. Matarblaðamaður hefur prófað all margar svona vélar. Sumar eru fram- leiddar á Ítalíu og aðrar í Kína. Rétt eins og gildir um önnur raftæki er tekin tveggja ára lögbundin ábyrgð á þeim öllum, en þó er til í þessu að hægt sé að fá vélar með lengdri ábyrgð, sem þá gildir í þrjú ár. Í þessu borgar sig að velja vandað evrópskt vörumerki með lengdri ábyrgð, því þegar maður kemst upp á lagið er hætt við að vacuum vélin fari að keppa við kaffivélina og brauðristina um að vera mest notaða raftækið í eldhúsinu. Svo er líka gáfulegt að kíkja á vefsíðuna www.stopspildafmad.dk og sjá hvaða snilldarráð Selina Juul og hafa uppi í erminni. Svavar Halldórsson matarsíða svavars svavar@islenskurmatur.is 75. SEPTEMBER 2014

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.