Hafnarfjörður - Garðabær - 07.02.2014, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.02.2014, Blaðsíða 10
10 7. febrúar 2014 Húsnæðismálin í forgrunni Í gegnum tíðina hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að efla önnur búsetuform en séreignarformið hér á landi en hinn opinberi húsnæð- isstuðningur hefur þó alltaf verið að mestu leyti takmarkaður við það búsetuform. Sú stefna hefur í reynd hindrað uppbyggingu leigumarkaðar hérlendis í því formi sem þekkist víð- ast hvar í löndunum í kringum okkur. En hvernig getum við komist út úr þessu ástandi? Hvernig getum við tryggt að allir geti búið við húsnæð- isöryggi á viðráðanlegu kjörum og hvernig getum við tryggt að fólk geti átt raunverulegt val um að kaupa eða leigja? Með samþykkt bæjarráðs Hafnar- fjarðarbæjar frá 16. janúar sl. hefur Hafnarfjarðarbær tekið frumkvæðið í að leiða saman byggingaraðila og fjárfesta, frjáls félagasamtök og aðra sem hafa áhuga á að koma að upp- byggingu hagkvæmra leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða þessu er unnið að því að skilgreina þau svæði þar sem slík uppbygging er talin raunhæfur og spennandi kostur, meðal annars í og umhverfis miðbæinn. Nú þarf ríkisvaldið hins vegar að koma í lið með sveitarfélögunum, fylgja frumkvæði þeirra og efna um leið stóru loforðin sem gefin voru fyrir síðustu konsningar. Ein af grunnforsendunum virks leigu- markaðar er nefnilega að ríkið hagi breytingum á húsnæðisstuðningi hins opinbera þannig að hann geri ekki greinarmun á búsetuformum og ljúki við innleiðingu húsnæðisbóta í stað vaxta- og húsaleigubóta. Ríkisstjórnin verður líka að koma fram með sannfærandi svör um með hvaða hætti hún ætlar að leysa þann vanda sem óhjákvæmilega felst í því að vera með okkar litla og óstöð- uga gjaldmiðil, sem má segja að sé stærsti einstaki áhrifaþátturinn í málefnum húsnæðismarkaðarins og um leið kostnað hvers heimilis við að koma sér upp húsnæði. Það er stóri fílinn sem margir virðast eiga erfittt með að viðurkenna í þessari umræðu, íslenska krónan og þeir háu vextir sem henni fylgja þýða að vaxtakostnaður íslenskra heimila vegna húsnæðiskaupa er að meðaltali helmingi meiri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Það hefur sömuleiðis áhrif á leigumarkaðinn og leiguverð. Sveitafélögin eru hins vegar tilbúin, Hafnarfjörður hefur tekið stórt og mikilvægt skref og nú verður ráð- herra húsnæðismála og aðrir sem hafa þessi mál á sinni könnu að koma með. Verkefnið er núna og ungt fólk býður eftir raunverulegum aðgerðum. Hugrenning á þorranum Nú er nýafstaðið þorrablót Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ undir formerkjum knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Athyglisverð var sætaskipanin á blótinu en fremst í salnum sátu virku Sjálfstæðismennirnir, fyrir miðju, aftast og innan um voru þeir minna virku og minnst virku eða alls ekki virku, það er að segja þeir sem ekki flokkast með fyrrgreindum flokksmeðlimum. Veislustjórn var í höndum virkra Sjálfstæðismanna sem stýrðu samkomunni eins og um sértrúarsöfnuð væri að ræða. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða fræðigrein sem Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, skrifaði í veftímarit Stjórn- mála og stjórnsýslu á árinu 2010 um meðlimaskipulag íslenskra stjórn- málaflokka. Í greininni er fjallað um að kjarna þeirra sem starfa að hinu daglega flokksstarfi stjórnmálaflokk- anna megi flokka sem hina virku (e. activists) en meðal þeirra sé að finna mikilvægasta kjarna flokksmeðalima fyrir utan forystuna. Hinum virku sé hægt að skipta í framafólk (e. career- ists) og áhangendur (e. believers). Framafólk er sá minnihluti virkra flokksmanna sem hyggi á frama í stjórnmálum. Áhangendurnir á hinn bóginn séu mjög flokkshollir og taki oftast ekki mjög ákveðna afstöðu í innri valdabaráttu flokk- anna. Leiðtogar stjórnmálaflokka hafi ekki bara áhuga á virkni fólks í flokkunum heldur réttri tegund af virkni. Hagsmunir leiðtoganna liggi fyrst og fremst í innri samstöðu og eins miklu frelsi til athafna fyrir þá sjálfa og mögulegt er. Einhvers konar mat meðlimanna á því hvað þeir fái út úr því að vera meðlimir stjórn- málaflokks hljóti að liggja til grund- vallar ákvörðun þeirra um að ganga í flokk. Umbun geti verið í því formi að flokkur berjist fyrir tilteknum mál- stað en einnig að meðlimirnir njóti einhverra hlunninda sem utanfélags- menn njóti ekki. Ólafur Margeirsson, hagfræðingur, hefur bent á sérhagsmuna (e. extract- ive) og almenna (e. inclusive) þætti samfélaga og nefnir í því sam- bandi bók sem kom út árið 2012 Why Nations Fail eftir höfundana Acemoglu og Robinson. Þar eru stofnanalegum þáttum hagkerfisins sem ná yfir jafn ólík en þó tengd atriði á borð við lagaumhverfi, almennt við- skiptaumhverfi og pólitískt skipulag í viðkomandi landi, skipt upp í sér- hagsmunalega þætti annars vegar og almenna þætti hins vegar. Áhrifin af því að vera með sérhagsmuna- skipulag á hagkerfinu eða ákveðnum hluta þess er að aðeins þröngur hópur ákveðinna aðila innan þjóðfélagsins græðir en slíkur hagvöxtur geti ekki gengið til lengdar. Það sé ekki víst að hagkerfið komist nokkurn tímann á braut þróunar sem einkennist af hag- vexti í þágu almannahags. Ástæðan sé vitanlega sú að þegar stofnanalegur þáttur sérhagsmuna er til staðar þá muni sérhagsmunahópurinn sem græðir svo mikið á honum berjast eins og ljón við að viðhalda honum. Það þurfi að endurskipuleggja kerfið, hagkerfinu og þjóðinni sem heild til hagsbóta. Hann nefnir að vitanlega sé og verði þrýstingur á móti slíkum breytingum töluverður, einkum og sér í lagi frá þeim sem hagnast mest af því að halda því óbreyttu. Það er útbreidd skoðun að fyrir- greiðslustjórnmál gegni miklu hlut- verki í sveitarfélögunum. Talað er um valdastöðu flokkanna í þá veru að eftir því sem valdastaða flokkanna sé sterkari þá sé hvatinn til að gerast meðlimur meiri, vegna þess aðgangs að fyrirgreiðslugæðum sem aðildinni fylgir. Þeir íbúar Garðabæjar sem telja sig eiga samleið með þessum fram- angreindum sjónarmiðum vita hvert þeir eiga að leita ef þeir eru ekki þegar í þeim hópi. FÓLKIÐ- í bænum mun áfram leggja áherslu á að efla skapandi og gagnrýna umræðu um bæjarmálin þar sem gagnsæi og gott siðferði er haft að leiðarljósi í stjórnsýslu bæjarins. Þeir bæjarbúar sem vilja segja skilið við hagsmunapólitík, búa í samfélagi þar sem raddir allra hafa sama vægi og þar sem vönduð málefnavinna er í forgrunni eiga samleið með FÓLKINU- í bænum. Við leitum samstarfs við Garðbæ- inga sem hafa áhuga á að koma að málefnavinnunni okkar fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Hlakka til að heyra frá ykkur! maria.gretarsdottir@gmail.com Höfundur er María Grétarsdóttir, Bæjarfulltrúi FÓLKSINS- í bænum og fyrrum stjórnarmaður í aðalstjórn og knattspyrnudeild, þjálfari og dómari í handknattleiksdeild og iðkandi í Stjörnunni. Höfundur er Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Gefur kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar í vor Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október 312, sá Konstantín mikli teikn krossins á himni og orðin “in hoc signo vinces” “Undir þessu tákni muntu sigra”. Árið 313 er Konstantín var orðinn keisari veitti hann kristnum mönnum trúfrelsi eftir langvarandi ofsóknir. Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,- úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-). IN HOC SIGNO VINCES (Undir þessu tákni muntu sigra) Það er nú eða aldrei! Sjálfvinda/automatic Gæða kvennúr með karfaól, margir litir 1ct demantshringur (IP1) 1.000.000,- 0.50ct demantshringur (HS1) 400.000,- 0.25ct demantshringur (HS1) 200.000,- TRÚLOFUNAR- HRINGAR Gömul þjóðtrú segir að á hlaupárs­degi megi ekki hafna bónorði. Í nokkrum Evrópulöndum er til sú hefð að aðeins á hlaupársdegi megi kona biðja sér manns. Hafni maðurinn bón orð inu þarf hann að greiða konunni 20 pör af vönduðum hönskum. Yrsa Reykjavík Yrsa Reykjavík Afmælistilboð Kr. 42,500,- 10% afsláttur í febrúar Afmælistilboð: Tungsteinpör með áletrun kr. 19,500,- Tilboð kr. 7,500,- Afmælistilboð kr. 14,900,- til 19,500,- -1924 90 ára  2014- SveitarStjórnakoSningar 2014

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.