Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 8
8 7. mars 2014 SveitarStjórnakoSningar 2014 Hafnarfjörður: Dregur úr fylgi Samfylkingarinnar Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn mælist á svipuðum nótum og kjörfylgi við flokkinn í síð- ustu kosningum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands fyrir Morgun- blaðið. Flokkurinn fékk tæp rúm 37 prósent í síðustu kosningum og mælist nú með tæp 38. Samfylk- ingin sem fékk yfir 40 prósent síð- ast mælist hins vegar með rúm 20 prósent nú. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur farið vaxandi, ef marka má könnun sem Morgunblaðið birti í nóvember, en þá mældist flokk- urinn með tæplega 34 prósenta fylgi, en fylgi við Samfylkinguna mældist þá rúm 24 prósent. Björt framtíð, sem ekki bauð fram síðast, mælist hins vegar með ríf- lega fimmtán prósenta fylgi, sem raunar er minna en í könnuninni í nóvember, þegar fylgið mældist yfir 19 prósent. Mjög dregur úr fylgi við Vinstri græn. Þau fengu tæp 15 prósent síðast en mælast nú með rúmlega sex prósenta fylgi, en fylgið hefur lítillega aukist miðað við könnunina í nóvember. Hins vegar mælst Píratar, sem ekki buðu fram síðast, með 9,5 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn, sem ekki kom manni að síðast, eykur fylgi sitt um tæp 3 prósentustig frá kosningum, og raunar einnig frá síð- ustu könnun, og mælist með tæplega 10 prósenta fylgi. Yrðu úrslit kosninganna í sam- ræmi við könnunina þá fengju sjálf- stæðismenn 5 fulltrúa, Samfylkingin 2, Björt framtíð 2, Framsókn 1 og Píratar 1 en Vinstri græn töpuðu sínum manni. Björt framtíð hyggst ganga frá sínum lista í næstu viku, eftir því sem næst verður komist og prófkjör Pírata stendur nú yfir. Garðabær: Ræða sameiginlegt framboð Viðræður standa nú milli M-lista fólksins í Garðabæ og Bjartrar framtíðar um framboð í bænum í vor. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helga- dóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. „Við erum bara að byrja þessa vinnu og erum að hlaða utan á okkur fólki og áherslum,“ segir hún í samtali við blaðið. Björt framtíð hefur ekki boðið fram í Garðabæ áður, en M-listinn fékk einn mann kjörinn í bæjar- stjórn í síðustu kosningum. Það var fyrir sameiningu við Álftanes. „Björt framtíð fólksins í bænum“ María Grétarsdóttir sem situr í bæjarstjórn Garðabæjar fyrir M- listann, segir að fólk ræði nú saman um hvernig best megi stuðla að bjartri framtíð fólksins í bænum. Álftaneshreyfingin bauð fram á Álftanesi síðast, en hyggst ekki bjóða fram að þessu sinni, segir Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, sem sat í bæjarstjórn á Álftanesi fyrir Á- listann. Þó sé ekki loku skotið fyrir að einhverjir úr Álftaneslistanum taki þátt í öðrum framboðum. Rætt um stórframboð Þreifingar hafa verið milli Samfylk- ingar og annarra um hugsanlegt sameiginlegt framboð í Garða- bænum í vor. Hins vegar þykir ólíklegt að boðinn verði fram stór sameiginlegur listi gegn Sjálfstæð- isflokknum, enda þótt viðræður standi enn, segir Rósanna Andr- ésdóttir, stjórnarkona í Samfylk- ingunni í Garðabæ. Eftir því sem blaðið kemst næst var haldinn fundur þar sem saman komu fulltrúar frá öllum þessum framboðum auk Framsóknar- flokksins, þar sem viðraðar voru hugmyndir um eitt sameiginlegt framboð allra gegn Sjálfstæðis- flokknum. Framsóknarmenn voru ekki til í það. Framsóknarmenn einir Einar Karl Birgisson, sem kjörinn var fyrir framsókn í bæjarstjórn Álftaness í síðustu kosningu, segir í samtali við blaðið að þegar boðað var til fundar um sameiginlegt fram- boð, hafi framsóknarmenn verið komnir langt í sínum framboðs- málum, og ákveðið að úr því yrði heppilegast að þeir héldu sínu striki. Þá mun hafa verið rætt að önnur framboð byðu fram saman undir merkjum Bjartrar framtíða, en Samfylkingingunni mun ekki lít- ast á það. Garðabær: Uppstilling veldur deilum Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, verður efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í bænum í kosningunum í vor. Upp- stillingarnefnd flokksins skilaði af sér í vikunni. Samkvæmt tillögu hennar sem fulltrúaráð flokksins samþykkti, verða auk Gunnars á listanum Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Sigríður Hulda Jóns- dóttir framkvæmdastjóri, Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur og vara- bæjarfulltrúi, Gunnar Valur Gíslason, verkfræðingur og framkvæmdastjóri, Jóna Sæmundsdóttir, lífendafræðingur og varabæjarfulltrúi og Almar Guð- mundsson, hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri í sjöunda sæti. Uppstillingin hefur valdið nokkrum deilum innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og var tekist á um listann. Einnig hefur verið gagnrýnt að gengið hafi verið framhjá reyndum sveitar- stjórnarmönnum, meðal annars af Álftanesi ekkert síður en úr Garðabæ. Fylgi við flokkana 27. Nóvember 2013 Sjálfstæðisflokkur 33,6% Samfylkingin 24,2% Björt framtíð 19,2% Framsóknarflokkur 7,9% Píratar 6,4% Vinstri græn 6,0% Fylgi við flokkana 3. mars 2014 Sjálfstæðisflokkur 37,7% Samfylkingin 20,9% Björt framtíð 15,3% Framsóknarflokkur 9,7% Píratar 9,5% Vinstri græn 6,3% guðrún Ágústa guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna Vísbending um spennandi vor „Við sem vinnum í pólitísku um- hverfi eigum engin atkvæði – það eina sem við getum gert er að vinna af heilindum og gera okkar besta og leggja þá vinnu í dóm kjósenda þegar þar að kemur. Það eru enn tæpir þrír mánuðir til kosninga. Sumir segja að vika sé langur tími í pólitík hvað þá þrír mánuðir. Þessi skoðanakönnun Morgun- blaðisins er hins vegar vísbending um spennandi vor. Núverandi meirihluti sem samanstendur af Samfylkingu og Vinstri grænum hefur unnið mjög vel saman og tekist að ná mikilvægu jafnvægi í rekstri bæjarins á þessu kjörtímabili með ábyrgri agaðri fjámálastjórn. Okkur hefur gengið mjög vel að vinna saman og verið algjörlega samstíga þó svo að við komum úr tveimum flokkum. Við höfum öðlast mjög dýrmæta reynslu og viljum gjarnan bjóða bæjarbúum hana áfram á næsta kjörtímabili.“ rósa guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins Góður byr „Það er auðvitað ánægjulegt að finna fyrir svo góðum byr og ljóst að bæjarbúar vilja breytingar. Við sjálfstæðismenn höfum fullan hug á að leiða þá breytingu og finnum fyrir góðum stuðningi við okkar til- lögur og málflutning á liðnum árum. Það eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan í Hafnarfirði.“ gunnar axel axelsson, oddviti Samfylkingarinnar Þjappar okkur saman „Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga þá væru það vissulega vonbrigði, en þetta eru ekki kosningar, og kosn- ingabaráttan sjálf er varla hafin. Ný framboð að mælast með töluvert fylgi, en þau hafa hvorki hafa kynnt stefnu né frambjóðendur. Í huga okkar Samfylkingarfólks þá hvetur þetta okkur til að koma betur á fram- færi því sem við erum að gera og þeim árangri sem við höfum náð. Þetta þjappar okkur líka saman og hvetur okkur til góðra verka. En ég er bjartsýnn og sannfærður um að við munum styrkja okkur verulega þegar nær dregur kosningunum.“ Hafnarfjörður: Prófkjör hjá Pírötum Tíu gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Sjö karlar eru í framboði og þrjár konur. Prófkjörið fer fram í kosningakerfi Pírata og stendur til 13. mars. Frá því greinir á vef Pírata að félagar sem skráðir voru fyrir 3. febrúar hafi kosningarétt í prófkjörinu, en þeir sem voru skráðir í móðurfélag Pírata fyrir þann tíma geti enn komist á kjörskrá. maría Grétarsdóttir. Heiða Kristín Helgadóttir. Gunnar Einarsson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.