Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 13

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 13
STARFSFÓLK ÓSKAST GRÆNMETIS- OG KJÖTDEILD Um er að ræða almenna afgreiðslu og áfyllingu í kjöt- og grænmetisdeildum okkar í Hafnarfirði. Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árverkni í hvívetna. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á hafnarfjordur@samkaupurval.is. Allar nánari upplýsingar veitir Jónatan Eggertsson, verslunarstjóri í síma 861-7771. Umsóknarfrestur er til og með 13. mars nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Samkaup Úrval óskar eftir áreiðanlegu og kraftmiklu starfsfólki til starfa í verslun okkar í Hafnarfirði. 137. mars 2014 Fjörður bætir við íþróttagreinum Íþróttafélagið Fjörður hefur undan-farin ár boðið uppá æfingar í boccia og sundi fyrir fatlaða einstaklinga á stór Hafnarfjarðarsvæðinu. Ört vaxandi hópur æfir boccia, og tekur þátt í Íslandsmótum á vegum Íþróttasambands fatlaðra, og ýmsum öðrum mótum innan félags og utan. Skemmtilegast er jafnan á árlegu Þorramóti þegar Fjarðarfólk skorar á bæjarstjórnir Hafnarfjarðar og ná- grannasveitafélaga í keppni þar sem öllum brögðum er beitt til að vinna. Í fyrra var það bæjarstjórn Garðabæjar sem fór með sigur af hólmi. Í sunddeildinni æfa einstaklingar frá 5 ára aldri og uppúr í 3 getuskiptum hópum. Mikil aukning iðkenda hefur verið í sundinu hjá Firði enda er í boði holl og góð hreyfing hjá frá- bærum þjálfurum við fyrsta flokks aðstæður. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Í ár státar félagið af 18 bik- armeisturum,13 Íslandsmeisturum,5 Íslandsmethöfum og 2 Norðurlanda- meisturum. Í fyrrahaust hóf á ný göngu sína íþróttaskóli sniðinn að þörfum fatlaðra barna 9 ára og yngri. Frábært starfs- fólk Latabæjar aðstoðaði við að koma verkefninu á fót og kynna það fyrir markhópnum. Að jafnaði hafa verið að mæta um 15 til 20 börn í hvern tíma og því enn nóg pláss í salnum. Markmiðið er að halda verkefninu áfram til vors og vonandi að það festi sig í sessi sem einn af þeim valkostum sem Fjörður bíður uppá til framtíðar. Stjórn Fjarðar hefur hug á því að bæta enn við greinum á næsta ári auk þess að keyra áfram þær sem þegar eru í boði. Þar er efst á blaði að stofna badmintondeild, sem vonandi verður að veruleika fyrir vorið. Auk þeirra greina sem hér eru áður upp taldar leggur íþróttafólk frá Firði stund á golf og frjálsar íþróttir. Stjórn og starfsfólk Fjarðar eru jafnframt til- búin að aðstoða af fremsta megni alla fatlaða einstaklinga á Hafnarfjarðar- svæðinu sem eftir því leita að komast í þá hreyfingu sem þeir óska. Íþróttafélagið Fjörður vill þakka Landsbankanum, Alcan á Íslandi, Góða hirðinum og Arena umboðinu fyrir stuðninginn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins, www. fjordur. com. Þór Jónsson Formaður Fjarðar. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is fotspor.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.