Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 07.03.2014, Blaðsíða 11
117. mars 2014 Bragðmikill hakkréttur með mjúkum eggjabotni Uppskrift fyrir 4 (börnin munu elska þennan rétt). HRÁEFNI: • 400–500 g nauta eða svínahakk • smjör til steikingar • 1 meðalstór gulur laukur, smátt skorinn • 3 hvítlauksrif, skorin smátt • 1 stór tómatur, skorinn smátt • 1 msk jalapeño í dós, skorið smátt • 1 msk lífrænt tómatpuré • 2 dl rjómi • 1 dós niðursoðnir lífrænir tómatar • salt og pipar AÐFERÐ: • Hitaðu smjörið á pönnu. Settu laukinn og hvítlaukinn á pönnuna og steiktu þar til laukurinn verður mjúkur. Bættu þá hakkinu við og brúnaðu allt vel. Bættu afganginum af hráefninu á pönnuna og láttu malla í góða stund á vægum hita. Því lengur þeim mun betra. Smakkaðu og bragðbættu með salti og pipar. Botninn HRÁEFNI: • 4 heil egg • 1 dl rjómi • salt AÐFERÐ: • Hrærðu eggin saman við rjómann og klípu af salti. Settu hræruna í smurt eldfast mót. • Bakaðu í ofni í 10 mínútur við 200°C. Taktu mótið út og settu hakkið yfir eggin og síðan ostahræruna ofan á hakkið. Bakaðu í 10–15 mínútur í viðbót eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast. Ostahræran HRÁEFNI: • 1 dl rjómi • 2 dl rifinn ostur • 1 dl sýrður rjómi AÐFERÐ: • Allt hrært saman. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is svavar@islenskurmatur.is sínum. Ég hefði ekki trúað því hversu frábært svona fyrirbæri getur orðið og hversu margir eru duglegir að hlaupa undir bagga með öðrum. Ég sá það snemma að ég gæti hvorki verið að setja inn endalaust af efni eða verið að svara þeim málum sem verið er að velta fyrir sér enda stóð það ekki til og síðan hefur öðlast eigið líf með svona mörgum þátttakendum og það er stórkostlegt að sjá þróunina á þessari síðu og ég mæli með að allir sem hafa áhuga á að kynnast LKL skoði hana.“ Við berum ábyrgð á mataræði barnanna Hvað finnst þér sem fjögurra barna föður um mataræði og hreyfingu barna, skólamat o.þ.h., erum við að gera nógu vel þar? „Miðað við að börn hafa alveg eins og fullorðnir verið að þyngjast síðustu áratugi erum við sennilega ekki að gera nógu vel þar. Mín skoðun er þó sú að við foreldrar berum allavega 90% ábyrgð á mataræði barnana okkar og það er okkar en ekki þeirra að laga þetta. Það erum við en ekki þau sem verslum inn og eldum þann mat sem við berum á borð og þvi þurfum við sjálf að fara í naflaskoðun þarna.“ Er að vinna að bók um ódýran LKL hversdagsmat Hvaða verkefnum ertu að vinna að núna? Er ný bók í smíðum? Eða sjón- varpsþættir jafnvel? „Ég er í reynd að vinna að nýrri bók sem ætti að koma út í vor. Ég er með áherslu á hversdagsmat sem er einfalt að setja saman og er ódýr. Það hafa margir áhyggjur að það sé dýrt að vera á LKL og þú sért að borða dýran prótein- ríkan mat í öll mál en það þarf alls ekki að vera þannig. Allir réttirnir eru fyrir fjóra og margir þeirra eru undir þrjú þúsund krónur og margir undir tvö þúsund krónum svo áherslan er á ódýran mat, en að sjálfsögðu bragð- góðan. Held ég láti sjónvarpið bara öðrum eftir í bili“ segir Gunnar Már og brosir. Í næsta tölublaði birtum við seinni hluta viðtalsins og förum þá betur yfir lágkolvetna lífsstílinn, mataræði og fleira í þeim dúr. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT föstudaginn 21. mars

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.