Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 4
Yngri flokkarnir Vegna þrengsla í síðasta blaði datt umsögn um leiki yngri flokkanna út. Er beðist velvirðingar á þessu, en nú verður bætt úr því og fjallað um þá leiki sem hafa verið á dagskrá s.l. tvær vikur. 2. Flokkur kvenna Stúlkurnar í 2. flokki Týs halda áfram að bíta frá sér. Fyrir hálfum mánuði fengu þær Stjörnuna í heimsókn og gerðu þriðja jafnteflið í röð í jafnmörg- um leikjum. Ekki blés þó byrlega fyrir þeim í byrjun því Stjarnan komst fljót- lega i 2 - 0, og var staðan þannig einnig í leikhléi. En með mikilli baráttu og fylgni tókst Týs stúlkunum að jafna metin. Voru þar að verki Helga Olafsdóttir og íris Róbertsdóttir. 2. Flokkur karla 2. flokkur ÍBV hefur leikið tvo leiki í B-riðli íslandsmótsins, en í 2. flokki er riðlaskipting, þannig að í raun er ÍBV þar í „2. deild“. Léku þeir fyrri leik sinn fyrir um hálfum mánuði gegn ÍR í Reykjavík. ÍR vann leikinn mjög óverð- skuldað, 1 - 0. Skoraði ÍR snemma í leiknum, en eftir það var einstefna að marki þeirra. En allt kom fyrir ekki þrátt fyrir mörg góð marktækifæri hjá ÍBV strákunum. Var mjög slæmt að tapa þessum leik þar sem ÍR er lið sem ekki var talið í háum gæðaflokki. En s.l. mánudag sýndu strákarnir hvað virkilega í þeim býr. Léku þeirgegn FH, í Hafnarfirði, en FH er talið vera með sterkasta liðið í þessum riðli. Byrjaði ÍBV leikinn af krafti og skor- aði Skúli Georgsson fljótlega með góðu skoti rétt utan vítateigs. ÍBV bætti öðru marki við fljótlega og var þar Jón Ólafur Jóhannsson að verki, eftir að hafa leikið vörn FH grátt upp á eigin spýtur. En FH nær að minnka muninn í 2 -1, rétt fyrir hálfleik eftir þvögu í vítateig ÍBV. ÍBV hélt yfirburðum sínum í seinni hálfleik. Fljótlega var Jóni Ólafi brugðið innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. En Tómas Ingi Tómasson (Pálssonar) skaut framhjá. En hann bætti vítaspyrnumiss- inn upp skömmu seinna, er hann skoraði þriðja mark ÍBV á laglegan hátt eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn FH. Síðasta orðið í leiknum átti Páll Hallgrímsson. Hafði hann betur í baráttu við tvo varnarmenn FH og skor- aði örugglega. Stórsigur ÍBV, 4 - 1, í höfn. Hefði getað orðið stærri, en ÍBV strákarnir klikkuðu illilega á mörgum góðum færum. Var Einar 0. Hafsteins- son þar einkar iðinn við kolann. Lið ÍBV var mjög jafnt í þessum leik, en það var þannig skipað: Adolf, Friðrik, Þröstur, Ólafur, Sigursteinn, Páll, Ingi, Skúli (Jón Atli), Sigurður, Einar Oddberg (Tómas) og Jón Ólafur. 3. Flokkur 3. flokkur Þórs fór enga frægðarför upp á fastalandið fyrir stuttu. Léku þeir fyrst gegn Gróttu og töpuðu 2 - 1 í all sögulegum leik. Var leikurinn flautaður af þegar 15 mín. voru enn eftir af leiktímanum, sökum þess að völlurinn hreinlega logaði í slagsmálum. Munu Þórsstrákarnir hafa verið mjög ósáttir við dómgæsluna, en mikil rangstöðulykt var af mörkum Gróttu. Fékk dómarinn sinn skammt í slagsmálunum, en þess má geta að hann er þjálfi 3. fl. Gróttu. Mark Þórs í þessum leik gerði Jóhann Árnason. Seinni leikurinn vargegn FH íHafnar- firði. Litu þar heldur ótrúlegar tölur / dagsins Ijós, því FH sigraði 17 - 0. Pór er nú neðst í B-riðli með ekkert stig. 3. flokkur Týs fékk Leikni í hcimsókn um helgina. Sigruðu Eyjapeyjarnir 11 - 0, og var sá sigur í minna lagi. í þessum leik skorðaði Tómas I. Tómasson (Páls- sonar) hvorki fleiri né færri en 8 mörk. Geri aðrir betur. Leifur Hafsteinsson (tvö) og Sindri Grétarsson gerðu hin mörkin. Týr er nú í efsta sæti B-riðils með 10 stig úr 6 Ieikjum. 4. Flokkur 4. flokkur Týs lék þrjá leiki í síðustu viku. Fyrst töpuðu þeir 4 - 2 fyrir ÍR á heimavelli. Bæði mörk Týs gerði Huginn Helgason. Um síðustu helgi lögðu þeir svo land undir fót og léku tvo leiki. Fyrst gegn Aftureldingu á föstudagskvöldið. Unnu þeir vandkvæðalaust, 5 - 0. Mörkin gerðu þeir Haraldur Bergvinsson 3, Tryggvi R. Sigurðsson 1 og Huginn Helgason 1. Á laugardeginum sóttu þeir Fylki heim. í leik hinna glötuðu mark- tækifæra, máttu þeir þola ósigur 1 - 0. 4. flokkur Pórs fékk Fylki í heimsókn fyrir skömmu. í jöfnum og tvísýnum leik, sigraði Fylkir 1 - 0. Sigurmarkið gerðu þeir rétt fyrir leikslok. 5. Flokkur 5. flokkur Týs lék tvo leiki fyrir hálfum mánuði uppi á fastalandinu. Fyrst gegn Selfossi og endaði sá leikur með jafntefli 2 - 2. Bæði mörk Týs gerði Sigurður Gylfason (Ægissonar). Síðan sóttu þeir Njarðvík heim, og tóku þá í algera kennslustund. Sigruðu „einungis" 8 - 0. Mörkin gerðu þeir Davíð Hallgrímsson 2, Hermann Hreiðarsson 2, Sigurgeir Kristjánsson 2, Sigurður Gylfason 1 og Sindri Jóhannsson 1. Næstu leikir Annað kvöld, föstudag, er stórleikur á dagskrá. Þá leika 4. flokkur Týs og Þórs í B-riðli íslandsmótsins, en í gær gerðu þeir jafntefli í 5. flokki, 4-4. Leikurinn verður á Helgafellsvellinum og hefst kl. 20.00. Það lið sem sigrar á enn tölfræðilega möguleika á að komast í úrslit. Á laugardag og sunnudag verður Vestmann- aeyjamótið í 7. flokki á dagskrá. Hefjast leikirnir á laugardaginn kl. 11.00, en kl. 13.00 á sunnudaginn. Leikið verður á Helgafellsvell- inum ef veður leyfir, annars á malarvellinum. Er fólk hvatt til að mæta á völlinn og berja yngstu guttana augum. ÍBV keppir í 2. flokki á Vopnafirði í kvöld. -ÞOGU Bifreiðaverkstædi H. SIG. Flötuni (suðurenda Plastvers) Alhliða bílaviðgerðir, réttingar og sjálfskiptingar. S 2782 Farseðlar innanlands og og utan. F er ðaskrifstofa Vestmannaeyja h.f. Sími 2800 Símsvari S:1585 Opinn allan sólarhringinn Biblían á erindi til þín. Hughreysting, loforð, heil- ræði „Biblían talar“ Sjöunda dags aðventistar Fasteigna- markaðurinn Skrifsfota Vesfminnaayium Safugolo 2 2 h«td Viðtalitimi 1 5 30 1 9 OO þnð|udaga laugaidaga Simi 1847 Sknfstofa Reykiavik Garða tlræti 1 3 Viðtalstimi a manudogum Simi 13945 Jón Hjaltason hrl T eppahreinsun hreingerningar 20 ára þjónusta við bæjarbúa Helgi Sigurlásson sími 1819 Urslit í Moto-Cross S.l. laugardag 29. júní var 500 cc: Hjól: C/3 65 3 haldin Moto Cross keppni austur Nafn: M1 M2 M3 á nýja hrauni. Til keppni mættu alls Í5 keppendur, en ÍO af þeim 1. Ragnar I Stefánss . . . . KTM500 20 20 20 60 2. Valdemar Johnsen . . . Honda 500 17 15 15 47 luku keppni. 3. Marteinn Péturss .... Yam. 500 0 17 17 34 Keppnin tókst í alla staði mjög 4. Bjartmar Jónsson Hus. 500 15 8 11 34 vel og hefur Vélhjólaíþrótta- klúbbur íslands óskað eftir að 250 cc: önnur Moto Cross keppni verði 1. Stígur Hannesson Yam 250 11 10 13 34 haldin hér í Vestmannaeyjum. 2. SigurðurB. Richardss. . . . Yam 250 10 13 0 33 Sú keppni verður líklega haldin 3. Hafþór Halldórsson . . . Honda 250 13 11 9 33 10. ágúst n.k. 4. Þorsteinn Sigurðsson Yam 250 9 7 8 24 Moto Cross klúbbur 5. Símon Eðvarðsson Yam 250 8 9 0 17 Vestmannaeyja. 6. Unnar Víðisson Yam 250 7 0 0 7 Sumarmót ÍBY og ferð á AMÍ Anna Lára Guðjónsdóttir og Smári K. Harðarson, sem sigruðu firmakeppninni. Þau syntu fyrir Vilberg. Síðastliðinn laugardag var haldið Sumarmót ÍBV í sundi. Keppt var í 12 greinum og einni aukagrein 4x50 m. fjór- sundi meyja. Tími sveitarinnar var 2:46.8 mín. og verður hann sennilega skráður sem íslands- met í meyja-flokki. Keppendur voru 14 talsins þar á meðal 1 gestur, Þorgerður Diðriksdóttir Ármanni. Mót þetta var notað til að ná lágmörkum fyrir Aldursflokka- meistaramót Islands (AMÍ), sem fram fer á Akureyri 20.-21. júlí. Þar keppa 10 krakkar, en hóp- urinn scm fer telur 20 manns. Urslit sumarmótsins voru sem hér segir: 50 m. skriitsund mevja: 1. riðill: Guðný Hermannsdóttir.............51.37 sek. Silja Agústsdóttir.................41.20 sek. AnnaS. Erlendsdóttir..............50.81 sek. Karen Ólafsdóttir .................54.10 sek. 2. riðill: Radinka Hadzic .................. 34.64 sek. Anna Lára Guðjónsdóttir........... 34.09 sek. Drífa Þórarinsdóttir..............34.14 sek. Linda Hermannsdóttir ............. 36.28 sek. 200 m. fjórsund kvenna: Þorgerður Diðriksdóttir .... 2:47.94 mín. Ingibjörg Arnarsdóttir .........3:10.89 mín. 100 m. skriðsund karla: Smári K. Harðarson............ 1:02.40 mín. Atli Birgisson................. 1:28.60 mín. 50 m. skriðsund sveina: Emil Hadzic.......................55.16 sek. 50 m. bringusund meyja: 1. riðill Karen Ólafsdóttir ................ 57.88 sek. Silja Ágústsdóttir................... 45.53 sek. 2. riðill Linda Hermannsdóttir ........... 46.75 sek. Radinka Hadzic .......................44.95 Anna Lára Guðjónsdóttir ..............45.06 Drífa Þórarinsdóttir..................44.88 100 m. skriösund kvenna ÞorgerðurDiðriksdóttir .... 1:04.69mín. Ingibjörg Arnarsdóttir ...... 1:16.51 mín. 100 m. bringusund karla: Smári K. Harðarson........... 1:15.99 mín. Atli Birgisson............... 1:52.01 mín. 50 m. bringusund sveina: EmilHadzic................... 1:06.02 mín. 50 m. flugsund meyja: 1. riðill: Linda Hermannsdóttir ........... 45.43 sek. Silja Ágústsdóttir.............. 47.88 sek. 2. riðill Radinka Hadzic .................. 39.60 sek. Drífa Þórarinsdóttir............. 38.60 sek. Anna Lára Guðjónsdóttir ......... 39.22 sek. 100 m. bringusund kvenna: Ingibjörg Arnarsdóttir ....... 1:29.85 mín. 200 m. skriðsund karla: Smári K. Harðarson............ 2:20.45 mín. Atli Birgisson................ 3:20.88 mín. 50 m. baksund meyja: 1. riðill: Karen Ólafsdóttir ............... 59.67 sek. Silja Ágústsdóttir............... 50.69 sek. Guðný Hermannsdóttir............. 59.28 sek. 2. riðill: Linda Hermannsdóttir ................43.83 Anna Lára Guðjónsdóttir .........41.14 sek. Radinka Hadzic .................. 43.47 sek. Drífa Þórarinsdóttir............. 47.36 sek.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.