Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 9
Hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Herjólfsdals Smáauglýsingar Barnavagn. Til sölu er barnavagn. Uppl. í síma 1818. íbúð óskast. Óskum eftir að taka 3ja herb. íbúð á leigu í Reykjavík eða Kópavogi. Upplýsingar í síma 1739. Til sölu. 8 mánaða gömul Technics hljömflutningstóeki á kr. 35.000. Upplýsingar í síma 2115 á kvöldin. Barnapössun. Er 13 ára gömul og vil komast í vist. Uppl. í síma 2572. Bílskúr til sölu. Til sölu er bílskúr að Heiðar-(; vegi 9 a. Upplýsingar í síma 2913. Reiðhjól. Óska eftir reiðhjóli fyrir 8 ára stelpu. Á sama stað er til sölu reiðhjól fyrir 5-6 ára. Uppl. í síma 2774. Bíll til sölu. Volvo 142 '73 model, sjálfskipt- ur topp bíll. Skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar í sima 2782 á daginn og 2774 á kvöldin. Til sölu. Nýlegur Electrolux ísskápur. Upplýsingar í síma 2006. Lóð til sölu. Mjög góð lóð er til sölu ásamt teikningum. Upplýs. í síma 1839. Til sölu. 2ja og hálfs árs AKAI hljóm- flutningstækjasamstæða og Eltax hátalarar. Uppl. í síma 2085. Barnavagn til sölu. Fallecfur Silver Cross vagn og ágætur kerruvagn. Er einnig með nokkrarfallegarlopapeys- ur til sölu. Upplýsingar i síma 2139. Týnd. Ég er lítil kisa með svart hægra eyra en gult það vinstra . Svo er ég með bröndótt skott og nokkra gula og svarta bletti á skrokknum. Ég veit ekki hvar ég á heima því ég er ómerkt. Ég er ábyggilega heimiliskött- ur því ég er vel vaninn. Vill ekki eigandinn ná í mig? Ég held til á Brimhólabraut 27 og síminn er 2797. Arnað heilla Aldraði unghngurinn átti af- mæh í gær. Hann tekur enn á móti gestum á humarmiðum. Til hamingju Lýður. Búhamar 88. Til hamingju með daginn sem var 26/6 Siggi minn og reyndu nú að láta renna af þér. Félagi. Bæjaryfirvöld ákváði á liðnu ári að verja á næstu árum fjár- magni til uppbyggingar á Skansinum og framkvæmda í Herjólfsdal. Nú hefur verið ákveðið að hrinda af stað hug- myndasamkeppni um skipulag Herjólfsdals. Herjólfsdalur hefur í aldir verið eitt aðalútivistarsvæði Eyjanna og verður vonandi um ókomna framtíð. Landnáms- maðurinn Herjólfur Bárðarson reisti á sínum tíma bú sitt í dalnum og síðari tíma rann- sóknir benda jafnvel til að byggð hafi verið þar áður en landnám íslands er talið hafa verið, eða fyrir 874. Það er von bæjaryfirvalda að ungir sem aldnir hugi að framtíðarskipu-1 Iagi og uppbyggingu Herjólfs- dals með því að koma á fram- færi sínum hugmyndum, hvern- ig þeir telji best verði staðið að skipulagningu og fram- kvæmdum í Herjólfsdal. Það er ekki ætlun bæjaryfirvalda að kollvarpa núverandi skipulagi með mannvirkjagerð né öðrum framkvæmdum, enda ekki þörf á slíku, því frá náttúrunnar hendi hagar þannig til að í allar framkvæmdir og jarðrask verður að fara með varúð því ekki má raska stöðum eins og Kaplagjótu, Fjósakletti og Tjörninni, svo eitthvað sé nefnt. En dalurinn gegnir fjölþættu hlutverki fyrir utan að vera almennt útivistarsvæði, þar er. haldin árleg Þjóðhátíð, golf- völlur tengist svæðinu og þar er tjaldsvæði bæjarins. Þessi starf- semi öll krefst ákveðinnar mannvirkjagerðar af manna- höndum þó leitast verði við að halda náttúrunni sem mest óspilltri. Bæjaryfirvöld vonast til að málefnum Herjólfsdals sé týndur áhugi. Af þessum ástæðum er efnt til hugmynda- samkeppni og meðfylgjandi afstöðumynd er birt til að auð- velda mönnum að glöggva sig á afstöðu svæðisins í heild. Ef óskað er eftir nánari upp- lýsingum eða ítarlegri afstöðu- mynd er mönnum bent á að leita til tæknideildar bæjarins. Æskilegt er að hugmyndum sé komið á framfæri fyrir mánaða- mótin júlí-ágúst n.k. Ætlunin er að vinna úr innkomnum til- lögum og hugmyndum að gerð heildarskiplags Herjólfsdals. Bæjarstjórínn í Vestmannaeyjum. TIV0LI * * EDEN-BOjRG O K S I N Blóma og grænmetlsnnarkaöur. «M-s.Tsrjssir •'*' Round-up Gokart-bílar Hringekjur KOLKRABBI Klessu- bílar og bátar Eden-Borg Hveragerði VELKOMIIN Hveragerði Slmar 4199 og 4116.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.