Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1986, Qupperneq 3

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1986, Qupperneq 3
f Er til fátækt í Vest mannaeyj um Um það hvað sé fátækt geta menn sjálfsagt haft misjafnar skoðanir. Hvar eru mörkin milli fátæktar og þess að hafa ofaní sig og á. Sú skilgreining fer trúlega eftir hverjum og einum. Hvern lifistandard fólk sættir sig við. Það sem einum dugar, dugar ekki öðrum. Nýlega var haldinn ráðstefna í Reykjavík, sem bar yfirskrift- ina „Er fátækt á íslandi?“ Niður- staða þeirrar ráðstefnu var sú, að fátækt væri meiri á íslandi en áður hefði verið vitað. Miðað var við að einstaklingur hefði 22 þúsund króna mánaðarlaun og barnlaus hjón 33 þúsund króna mánaðarlaun. Undir þessum mörkum eru samkvæmt skatta- framtölum 25% landsmanna. En hvernig skyldi þessum mál- um vera háttað hér í Vestmann- aeyjum. Er til fátækt í Eyjum? í síðustu kjarasamningum var ákvæði sem kveður á um að það fólk, sem hefur 25 þúsund króna mánaðarlaun eða minna skuli fá launauppbót sem nemur 3 þús. kr., fólk með með laun á bilinu 25-30 þús. fái 2 þús. kr. og fólk með laun á bilinu 30-35 þús. fái 1500 kr. launauppbót. Miðað er við brúttólaun í febrúar og mars. Jóhanna Friðriksdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Snótar sagði, án þess að hún hefði kannað það sérstaklega, að einhver hluti sinna félags- manna fengju þessar launaupp- bætur, þó frekar fólk, sem væri i efri þrepunum. Hér í Eyjum hefði verið það mikil vinna í loðnu að undanförnu að tekjur væru allþokkalegar, en fyrir mikla vinnu. Þessir mánuðir væru því ekki venjulegir launa- mánuðir. Hjá Samfrost fengust þær upp- lýsingar að við fyrstu sýn virtist þeim enginn sem vinnur fulla vinnu í frystihúsunum vera undir þessum viðmiðunarmörkum í febrúar og það sem af væri mars. En tóku það fram að þetta væri ekki fullyrðing. Sigurður Jónsson, skrifstofu- stjóri á bæjarskrifstofunum hef- ur með framfærslumál að gera. Hann sagði að miðað við önnur bæjarfélög hefði sú upphæð, sem fór til framfærslu á árinu 1985 verið mjög lág í Vestmannaeyj- um, innan við 600 þúsund krónur. Er það mun lægra en hann vissi til að hefði verið hjá öðrum bæjarfélögum. Sigurður sagðist verða var við ýmiskonar fjárhagserfiðleika hjá fólkl. Mestmegnis stöfuðu þeir af húsakaupum og húsbygg- ingum fólks. Einnig væru greini- legir erfiðleikar hjá mörgum ein- stæðum mæðrum, sem væru með 2-3-4 börn á framfæri. Þar vissi hann til í nokkrum tilfellum að jaðraði við fátækt. Taldi það þó algjört undantekningartilfelli ef einhver liði skort. En launakjör á íslandi væru nú þannig, að fólk þyrfti að vinna mikið til að ná endum saman. Jaðraði það stundum við þrældóm. Og þeir sem einhverra hluta vegna gætu ekki unnið mikið, þeir ættu í basli. Þá taldi Sigurður að fátækt væri mun algengari á Reykjavík- ursvæðinu en víðast hvar úti á landi. Þar væri oft minni vinnu að hafa, og meira um fólk, sem ætti við allskyns félagsleg vand- ræði. Og áreiðanlega margirsem hefðu undir 22 þúsund króna mánaðarlaunum. En fólk væri ekki á eitt sátt um hvern skilning ætti að leggja í orðið fátækt. Á ráðstefnunni hefði verið miðað við tekjur samkvæmt skattaframtali, að fátæktarmörk væru 22 þúsund kr. á einstakling eða lægri. Sér hefði nú sýnst á sköttum sumra manna, sem Fréttir birtu á sínum tíma, að þar væru ýmsir borgarar undir fátæktarmörkum, sem hann áliti-nú ekki fátæka. Skatt- aframtöl manna væru ekki mjög ábyggilegar heimildir. En hvernig snúa þessi mál að sóknarprestinum okkar, séra Kjartani Erni Sigurbjörnssyni. „Ég verð ekki var við hina skínandi fátækt hjá mínum sókn- arbörnum. En ég verð var við allskyns basl hjá fólki, sérstak- lega í gegnum húsakaup og hús- byggingar. Slíkt grefur auðvitað Systrafélagið Inga Haraldsdóttir, Faxastíg 2A S 1439. Elín Guðlaugsdóttir, Bessastíg 10 S 1645. Ásta Arnmundsdóttir, Fjólugötu 8 S 1871. -Það er von- FRUMSÝNING Leikarar og aðrir sem þátt tóku í gerð sjónvarpskvikmyndarinnar „Það er von", fræðslumyndar um alkahólisma, eftir erind- um Dr. Róberts Pioor, mætið í Bæjarleikhús- ið í kvöld kl. 20.30. til að skoða afkvæmið. Jón Hermannsson Sigurgeir Scheving undan hjónaböndum og veldur miklu angri í fjölskyldum. Það er sú hlið sem ég verð helst vat við. En skilgreiningin fátækt er líka dálítið einstaklingsbundin. Sumir komast af með tekjur sem aðrir eru í mesta basli að lifa af“. Aðalfundur Jötuns Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns verður haldinn í Alþýðuhúsinu laugardag- inn 29. mars kl. 16.30. Dagskrá: 1. Lagabreytingar 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. 4. Veitingar. Stjórnin. í gærmorgun tók Sparisjóður Vestmannaeyja í notkun nýjan einkennisklæðnað á allt starfsfólk sitt. Setur þetta óneitanlega mjög skemmtilegan svip á umhverfið. Á myndinni má sjá starfsfólkið í nýja einkennisklæðnaðinum ásamt Sparisjóðsstjóranum Benedikt Ragnarssyni. KULUHUSIÐ auglýsir Opið á laugardag kl. 9 -12 í tileíni af 1 árs afmæli Matvöruval Kúluhúsinu, bjóðum við 10% AFSLA TT á matvörum fram að páskum. Þar að auki útsala á: Eggjum (119 kr. kg.), unghænum (123 kr. kg.), kjúklingum (243 kr. kg.), svínakótelettum (497 kr. kg.), svínalœrisneiðum (299 kr. kg.) og svínahamborgarahryggjum (598 kr. kg.) Bakarí á staðnum. Heimsendingarþjónusta é

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.