Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Side 6
Tíðarfar:
Tíð hefur allra síðustu daga
verið svona upp og ofan. Alveg
ágætis dagar inn á milli en legið í
hálfgerðum bræluskít líka. Sér-
staklega hefur þetta verið til
baga fyrir smærri bátana, þeir
stærri hafa hummað veðrið fram
af sér að mestu.
Togarar:
Á fimmtudag í síðustu viku
kom Breki inn með 179 tonn,
mest karfa, ufsa og ýsu. Daginn
eftir landaði svo Klakkur 102
tonnum af ýsu og ufsa. Á mánu-
daginn var landaði Halkion 65
tonnum.
Togbátar:
Þar er sem fyrr aðaláherslan
lögð á gáma. Ekki hefur mikið
farið fyrir bolfiski í afla þeirra
undanfarið, aðallega koli sem
sendur hefur verið út frá þeim.
Einhver sagði mér á dögunum
að af síðustu sendingu sem út fór
í gámum, hafði milli 60 og 70%
af aflanum verið koli. Ekki þori
ég að hengja mig upp á að þetta
séu réttar tölur, en ef þær reynast
eitthvað nálægt sannleikanum,
má sjá og skilja að ekki missir
mannskapurinn í landi mikla
vinnu vegna þess fisks. Hann
væri sjálfsagt enn á sundi í
sjónum, hefði ekki gámaævin-
týrið komið til.
Net:
Það er sama ördeyðan hér
heima og fyrir og verið hefur.
Varla hægt að segja að bein fáist
úr sjó. En þeir bátar sem sækja
austur á bugt, landa alla jafna
mjög góðum feng.
Á fimmtudag lönduðu t.d.
Þórunn Sveinsdóttir 52 tonnum,
Valdimar Sveinsson 21 tonni,
Dala-Rafn 40 tonnum, Ófeigur
26 tonnum, Suðurey 26 tonnum
og Bjarnarey 35 tonnum. Suður-
ey landaði svo á föstudag 41
tonni og á laugardag voru þessir
helstir með afla:
Katrín 34 tonn, Valdimar 32
tonn, Þórunn 27 tonn, Bjarnarey
27 tonn og Suöurey 16 tonn.
Gjafar reyndi fyrir sér vestur í
Breiðarfirði á dögunum en mun
kominn til baka. Ekki er mér
kunnugt um árangur af þeim túr.
En eins og áður er sagt, ætlar
netavertíðin að bregðast hér
heima við að þessu sinni, meðan
austanbátarnir eru búnir að gera
það prýðilegt.
Það hörmulega slys varð á
laugardag um borð í Bjarnarey
að einn skipverja, Páll Pálsson
frá Síðu, fór fyrir borð með
netafæri og lést af völdum áverka
af slysinu.
Ég vil votta ættingjum, skips-
félögum og útgerð dýpstu samúð
vegna þessa hryggilega atburðar.
Miklar
breytingar:
Unnið er þessa dagana inni í
Skipalyftu að miklum og gagn-
gerum breytingum á Kap og
Sighvati Bjarnasyni og gengur
vel að sögn Kristjáns Ólafssonar.
Einar Guðmundsson á Fisk-
iðjuvigtinni var í gær, þegar ég
hitti hann, mjög ánægður með
umbæturnar á skipunum, en
ekki alveg eins ánægður með
meðferðina á nöfnum þeirra í
blaðaviðtali. Honum fannst það
ganga guðlasti næst að bæta
greini aftan við nafnið Kap, eins
og algengt er orðið. Nú segja
menn: „Eg er á Kapinni“, en
áður sögðu menn: „Ég er á
henni Kap.“ Miklu þótti Einari
seinni talshátturinn fallegri og
réttari og sagðist vona að menn
legðu af þann sið að klína greini
aftan við nöfn sem ekki ættu að
hafa hann. Skipsnafnið Kap er
stytting úr konunafninu Kapí-
tóla, en hún var kona Jóns Þor-
leifssonar.
Vor í lofti:
Líklega eru flestir á því, að
vorið sé komið, enda síðasti
dagur vetrar í dag samkvæmt
almanakinu. Enda eru menn
önnum kafnir þessa dagana við
ýmiss konar vorverk, sauðburð-
ur hafinn, og því mikið að snúast
hjá Bjarnhéðni, fjárbónda. Það
er varla að hann gefi sér tima til
að setjast niður við spil, vegna
anna í sauðburði og yfirsetum,
því auk annars er hann yfirsetu-
maður eða prófgæslumaður í
Stýrimannaskólanum á morgn-
ana, ásamt Helga Bergvinssyni.
I. stig skólans lýkur prófum sín-
um nú um helgina og þá hefjast
próf hjá II. stigi.
Nágrenni skólans hefur heil-
mikið lifnað við að undanförnu,
í tilefni vorkomunnar og er mik-
ið æft og keppt á malarvellinum.
Á föstudagskvöldið gat t.d. að
líta úr nær öllum gluggum skól-
ans þjálfun í hinum ýmsu
íþróttagreinum. Á malarvellin-
um var pólskur þjálfari að æfa
ungt fólk í knattspyrnu og á
grasbalanum fyrir ofan völlinn
var hundaþjálfari að kenna
hundum að hlýða. Þarna vou
mættir með hunda sína m.a.
blaðaútgefendur og aðrir virðu-
Endurstofnfundur
Skotfélags Vestmannaeyja verður haldinn
laugardaginn 26/4, kl. 14.00, í fundarsal
ÍBV (3. hæð) í Félagsheimilinu v/Heiðarveg.'
Áhugamenn um skotmennsku hvattir til að
mæta. Áhugamenn um skotmennsku
SIGURGEIR JÓNSSON
SKRIFAR FRÉTTIR
AFBRYGGJUNUM
legir borgarar og eftir fjöldanum
um að dæma, hefur hundaskari
Vestmannaeyja ekki látið ýkja
vel að stjórn undanfarið og
sennilega full ástæða til að þeir
ferfætlingar færu að læra að
hætta yfirgangi við húsbændur
sína.
Nú er sá, sem þet:a ritar,
talsverður áhugamaður um
knattspyrnu en svo fór þarna um
kvöldið, að honum þótti hunda-
æfingin mun skemmtilegri áhorfs
og þá ekki hvað síst þær æfingar
og tilburðir sem tvífætlingarnir
sýndu (þ.e. hundaeigendurnir).
Og nú er skrifari korhinn
nokkuð langt upp frá bryggjun-
um, sem hann á víst áð halda sig
við. Þó get ég ekki stillt mig um
að óska þess að Vestmanna-
eyingar, hvort sem þeir eru tví-
fættir, þrífættir eða ferfættir
megi hafa sem mest gagn og
ánægju af æfingum sínum. Með
þessum orðum óska ég þeim
öilum gleðilegs sumars.
Sigurg.
Nú er unnið að miklum breytingum á Sighvati Bjarnasyni, í Skipaiyftunni hér í Eyjum. Grímur smellti þessum myndum nú fyrr
í vikunni. Efst má sjá má sjá Guðmund Sveinbjörnsson skipstjóra á Sighvati, og Jón Þorgilsson, og í baksýn glittar í nyju brúna
sem á að fara í Sighvat. Á næstu mynd sést gamla brúin, og á neðstu myndinni er Sighvatur Bjarnason, hálf nakinn að líta með
enga brú.
Skodasýning
á planinu v/Lögreglustöðina
laugardag og sunnudag frá kl. 14 - 18
Komið, sjáið og reynsluakið ’86 árg. Skoda
Jöfur h/f