Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 10
Svanur Gísli Þorkelsson: _ Samráð gegn sérhagsmunum Fram á hálann og sprung- inn ís flokkspólitískrar um- ræðu, hefur á undanförnum vikum ge>st breiðfylking trómra manna og kvenna sem ljá vilja velferðarmálum bæjarbúa hug sinn og tíma í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Af blaðsíðum málgagna flokkanna brosir til okkar fríður hópur ungra og eldri karla og kvcnna með vonar- blik í augum. Á meðal myndanna og fyrirferðamik- illa fyrirsagna er að finna gagnrýni og hól um stjórn- endur bæjarfélagsinss síðast- liðinn 4 ár, fullyrðingar og út- reikninga sem miða að því að gera málflutninginn trúan- legri eða að afsanna annarra fullyrðingar og útreikninga. En umfram allt lofa fram- bjóðendur hvar í flokki sem þeir standa, að gera betur en gert hefur verið fram að þessu. Að ala á óánægju og draga fram allt það sem miður hcfur farið er kappsmál stjórnarandstöðu á eina hönd, en að bera í bætifláka fyrir misgjörðir stna eða sanna þær upp á aðra, eru hclstu einkenni málflutnings meirihlutans, á hina höndina. En þetta kallast jú pólitík, eða listin að stjórna og í þeim leik er enginn annars bróðir. Peir sem í þeim leik taka þátt virðast halda að vísasta leiðin til að vinna hug og hjörtu hins almenna borgara, sem er nauðsynlegt til að komast í stjórn, sé að fjalla um málefn- in á sem neikvæðastan hátt, vekja reiði og sundrung og erta á allan mögulegan hátt þær kenndir mannsins sem leiöa al' sér sundurlyndi og misklíð. Af þessu ber sjálfsagt að draga þá ályktun að þetta séu cinmitt þær kenndir sem best stuöli að almenningsheill og séu líklegastar til að skila vænstum árangri, og þroski þeirra sem besti undirbúning- urinn fyrir setu í bæjarstjórn. Þetta má kannski til sanns vegar færa, þegar við lítum á starfsaðferðir hinna flokks- pólitísku stórna. Á stjórn- arfundina koma fulltrúarnir hver með sína skoöun að því er virðist fullmótaða og gin- heilaga. Málflutningurinn snýst svo um það að sannfæra sem flesta um að hér sé hin eina sanna lausn á ferðinni og ekkert geti í raun komið í hennar stað svo vcl sé. Auö- vitað ber andstöðunni að mótmæla þessu. sama á hverju gegnir. Þessi tillaga hvort sem hún er góð í upp- runalegu formi, þarfnast lag- færinga eöa sé alger fjar- stæða. skal fordæmd og skal eigi ná fram að ganga. Þegar hér er komið við sögu er gjarnan gripið til svolítils orðaleiks. Þegar tillagan er auðsjánlega góð og réttmæt er hvatt til varkárni og þeg- ar blind þrjóska ræður ferö- inni. er talaö um að „sýna ákveðni og festu". Grundvallarreglan um samráð og samráðgun er að é En hvernig væri þá hægt að kjósa, ef engir fram- boðslistar væru til? Vitanlega væri hægt að kjósa einstaklinga sem hafa sýnt og sannað einurð sína og hæfni vilja og kunn- áttu.... engu höfð, sem er miður því hún' er helsta tæki okkar mannana til að finna sann- leikann og sannleikurinn sem gjarnan er sagna bestur, vissulega best til þess fallinn að stjórna gerðum forræöis- mannana. er hvorki falinn í málamiðlunum eða viðhorf- um eins ákveðins manns eða hagsmunahóps. Grundvallar- reglan um samráð og sam- ráðgun er fólgin í því m.a. að þegar borin er upp tillaga, skoðast hún sem viðfangsefni allra fulltrúanna. og ekki sér- eign eins þeirra eða fleiri. Henni er varpað ffam án skil- yröa eða tauma og ber því að fá umfjöllun í anda velvilja og með velferð og hagsmuni allra til hliðsjónar. Þetta er auðvitað ómögulegt líti ein- hver fulltrúanna á sig sem sérstakan sendiherra ákveð- ins híigsmunahóps. sem sæti hans í stjórnum er komið undir aö betur sé sinnt en öðrum, og gera ósanngjarna kröfu um að þeirra hagsmunir liggi ofar hagsmunum heild- arinnar. Samráðgunaraðferðinni má skipta niður í 5 eftirfar- andi framkvæmdarliði. 1. Að safna staðreyndum. 2. Að koma sér saman um að allar staðreyndir liggi fyrir. fyrir. 3. Að kom sér saman um þá meginreglu sem gildir í málinu. 4. Aðákveða framkvæmdir í ljósi meginreglna. 5. Að framkvæma. Að flestra mati er það þriðji liðurinn sem vefjast rnundi fyrir, þar sem megin- reglur margra þátta þjóðlffs- ins eru orðnar óskýrar og móðu huldar. En á þeim vett- vangi sem hér um ræðir, þ.e. í bæjarstjórn skiptir sköpum aö meginreglur um það sem hefur verð kallað „aðals- merki siðmenningarinnar“ séu nokkurn veginn ljósar, en það er hvernig samfélag- inu hefur tekist til við að greiða veg þeirra sem ganga í morgunskímunni. Þ.e. börn- unum, uppeldi þeirra og menntun, þeim sem ganga í skugganum, þeir sem eru sjúkir og vanmegna á ein- hvern hátt og þeirra sem ganga í húminu, þ.e. hinir öldruðu. Séu málefnin hafin upp á stig meginreglna verða lausnir vandamálanna mikil- vægari en hver á sökina á þeim og samábyrgð kemur í stað hinnar bendandi hendi. Ræddar verða bestu leiðirnar til að greiða niður skuldir bæjarfélagsins án þess að rýra til muna hlut „aðalmerkis- ins“, malbikið sett á þegar til er fyrir því o.s.fr.v. Skilyrði fyrir því að slik vinnubrögð geti staðist, er að eftir að ákvörðun hefur verið tekin í ákveðnu máli, verði ekki rekinn linnulaus áróður gegn ákvörðuninni. heldur sameinast um að hrinda henni í framkvæmd. Það er ljóst að slíkir starfshættir myndu ganga að sérhagsmunapólitík dauðri og flokkakerfið í nú- verandi mynd leggjast niður. Sú sundrung sem gamla kerfið ber með sér og nærir við hatursfullt brjóst sér hvrfi enda ekki luust við að þær mismimandi stefnur í bæjar og landsinálum sem flokkarnir i eina tíð leituðust við að móta. séu i raun runnar suman og eftir standi aðeins flokksmaskínan ein sem mal- ar af gömlum vanu. En hvernigværi þ;i hæ-gt að kjósa. efengir framboðslistar væri til? Vitanlega \;en hægt að kjósa einstaklinga sein hafa svnt og sannað einurð sína og hæfni. vilja og kunn- áttu. Reyndar hefur það sýnt sie að almenningur kys niiklu fremur eftir því hvaðá menn eru í frainboði, hæfileikum þeirra og getu, heldtir en eftir því hvaða flokkir þeir til- heyra. Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Vestmannaeyjum Almenn skoðun ökutækja í Vestmannaeyjum 1986 stendur nú yfir og lýkur 2. maí næstkomandi. 1. Skoðun fer fram við lögreglustöðina, Hilmisgötu, alla virka daga nema laugardaga frá kl. 09.00 -12.00 og frá kl. 13.00 - 17.00. Dagana 5. til 9. maí skal koma með til skoðunar bifhjól, létt bifhjól og tengivagna. 2. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Á leigubif- reiðum skal vera sérstakt merki með bókstafnum L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritum um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1985. Sérstök athygli er vakin á því, að vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðalögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeigendur eru eindregið hvattir til að færa bifreiðar sínar til skoðunar fyrir 3. maí n.k., svo ekki þurfti að koma til aðgerða yfirvalda, sem hafa í för með sér kostnað og óþægindi fyrir hlutaðeigendur. Sérstaklega skal áréttað að einkabifreiðar sem skráðar hafa verið nýjar á árinu 1984 og síðar, eru ekki skoðunarskyldar að þessu sinni. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Vestmannaeyjum 18. apríl 1986 LÖGREGLUSTJÓRINN í VESTMANNAEYJUM Jón Ragnar Þorsteinsson settur N auðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem var auglýst íLögbirtingablaðinu: 129. tbl. 1985, 135. tbl. 1985 og 141. tbl. 1985, á eigninni Tangagata 1, þinglesinn eigandi Trésmiðja Þórðar h.f., fer fram á skrifstofu minni að Heimagötu 35-37, þriðjudaginn 29. apríl 1986, kl. 14.00 og verður síðan framhaldið á eigninni sjálfri eftir nánari ákvörðun upp- boðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Iðnlánasjóður ofl. Vestmannaeyjum 18/04/86 Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum Slysavarnardeildin - EYKYNDILL - minnir félagskonur á fund, sem haldinn verður í Básum mánudaginn 28. apríl n.k. og hefst kl. 20.30. Mætum allar hressar. . Stjornin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.