Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Síða 5
FRÉTTIR - Fimmtudaginn 26. maí 1988
RUSLIÐ BURT:
Hreinsunarvika
30. maí - 4. júní
Ruslið burt! FRÉTTIR og
heilbrígðisnefnd bæjarins hafa
sem kunnugt er blásið í her-
lúðra og hafa hrundið af stað
fegrunar- og hreinsunarherferð
á eyjunni.
í beinu framhaldi af þessu
átaki, verður árleg hreinsunar-
vika á vegum Vestman.'iaeyja-
bæjar í næstu viku, eða dagana
30. maí til 4. júní. Hingað til
hefur hreinsunarvikan verið í
fjóra daga, en verður núna
lengd í fimm, og ekki vanþörf
á.
Fyrirkomulag hreinsunarvik-
unnar verður að þessi sinni
svona:
Mánudaginn 30. maí: Svæðið
frá hraunjaðri til og með Skóla-
vegar neðan Kirkjuvegar.
Þriðjudaginn 31. maí: Svæðið
frá Skólavegi til og með Illuga-
götu.
Miðvikudaginn 1. júní: Svæðið
ofan Kirkjuvegar.
Fimmtudagur 2. júní og föstu-
dagur3. júní: Vesturbærinn.
Því fólki sem vill losna við
drasl á einfaldan og þægilegan
hátt, er vinsamlegast bent á að
hafa samband við Áhaldahúsið
í símum 1093 eða 1533 til að
láta vita af ruslahrúgunum.
Bæjarbúar eru hvattir til að
notfæra sér ókeypis þjónustu,
og leggja sig í framakróka að
gera eyjuna okkar sem hrein-
legasta. Tökum höndum saman
í sameiginlegu Grettistaki í
umhverfismálum eyjunnar.
Sameinumst nú: Ruslið burt!
# Þessi mynd er tekin í Norðursundi, og þar þarf ekki mikið að
gera til að hreinsa götuna. Aðeins að hirða eða henda þessu
netadrasli.
0 Þetta útsýni blasir við þeim fjölmörgu ferðamönnum sem leggja
leið sína í sprönguna. Þama þarf ekki mikið til að gera umhverfið
snyrtilegt.
Hávarður B. Sigurðsson, yfirverkstjóri Áhaldahússins
Má alltaf gera betur
„Við verðum með bfl á fart-
inni í hreinsunarvikunni eins
og undanfarin ár. Almenningur
þarf að hafa samband við okkur
í Áhaldahúsinu I sima 1093 eða
1533 til að láta vita af ruslahrúg-
um. Ég vil benda fólki á að
koma ruslahrúgunum þannig út
fyrír lóðina að hægt sé að kom-
ast að þeim á kranabfl. Einnig
að ganga þannig frá þeim að ef
það er eitthvað drasl sem getur
fokið, að binda það niður,“
sagði Hávarður B. Sigurðsson
yfirverkstjóri í Áhaldahúsinu i
samtali við FRÉTTIR.
Hávarður hefur yfirumsjón
með árlegri hreinsunarviku
bæjarins sem verður í næstu
viku, en þar gefst almenningi
kostur á að losna við drasl á
þægilegan hátt.
„Það er kannski að bera í
bakkafullan lækinn að minnast
á það við fólk sem vill losna
sjálft við drasl, að allt brennan-
Tómstundahús
Strandvegi 63-65 © 2953
Opnað alla daga kl. 14
Laugardagskvöld kl. 23:00
Dansleikur. Tískusýningarhópur OZ meö
sýningu frá Tipp Topp.
ATH! Aldurstakmark 16 ára.
# Hávarður B. Sigurðsson,
yfirverkstjóri.
legt sorp ber að losa í sorp-
brennslunna austur í nýja-
hrauni, en óbrennanlegt sorp
s.s. bílhræ og járnadrasl, í
Helgafellsgryfju. Það eru
nokkur brögð að því að fólk
leggi það ekki á sig að aka alla
leið austur í sorpbrennslu og
hendi í staðinn, brennanlegu
sorpi í Helgafelisgryfju, sem
leiðir af sér mikinn sóðaskap
sem ella væri hægt að koma í
veg fyrir,“ sagði Hávarður.
Hann vildi að lokum hvetja
bæjarbúa til að nota tækifærið í
hreinsunarvikunni til að gera
gangskör í því að hreinsa til í
garðinum hjá sér og í nánasta
umhverfi. Það mætti alltaf gera
betur.
Fasteignaviðskipti
Til sölu m.a. þessar eignir:
Fjólugata 11: Brekastígur 32.
Vandað einbýlishús í mjög Einbýlihús á góðum stað.
góðu standi. Fallegur garður.
Ennfremur 2ja herbergja íbúð við
Áshamar og falleg 3ja herbergja
íbúð við Foldahraun.
JÓNHAUKSSON
Kirkjuvegi 23, III. hæð Sími 2000
■ . ,
II
íbúð til sölu
í þessari blokk við Áshamar er til sölu 3ja
herbergja íbúð í góðu ásigkomulagi. Ný-
standsettur stigagangur og sameign. Bíl-
skúr fylgir.
Upplýsingar © 2014 og 2715.
TIL SOLU
Einarshöfn, Kirkjuvegur 15 er til sölu, ef
viðunandi tilboð berst.
Um er að ræða hæð, ris og útihús. íbúðin
telst 5 herbergi, eldhús og bað.
Upplýsingar gefa Jón Hjaltason hrl. sími
1847 og Kolbeinn Ólafsson, heimasími 1622
og vinnusími 1820.
FÉLAG KAUPSÝSLUMANNA
VESTMANNAEYJUM
ATVINNA
Óska eftir að ráða konu til afgreiðslu-
starfa hálfan daginn.
Upplýsingar © 1964.
MAGNÚSARBAKARÍ