Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Blaðsíða 10
TL O FRÉTTIR - Fimmtudaginn 26. maí 1988 Eyjakaup byggir nýtt verslunarhúsnæði — „Alfariö okkar framtak/4 segir Helgi Hj á 1 marsson annar eigenda Eyjakaups. • Eyjakaup hefur hafíð byggingaframkvæmdir á nýju versiunarhúsnæði við Faxastíg. Verslunin Eyjakaup er að færa út kvíarnar og hefur nú hafíð framkvæmdir á byggingu nýs verslunarhúsnæðis að Faxastíg 34. Um er að ræða byggingaframkvæmdir á 340 fermetrum af 650 fermetra verslunarhúsnæði sem búið er að teikna á umrædda lóð. Eig- endur Eyjakaups eru Helgi Hjálmarsson og Björn Ás- björnsson. Helgi sagði í samtali við FRÉTTIR að stefnt væri að því að opna verslunina í nýju húsnæði á þessu ári. „Við ætl- um að reyna að klára þennan áfanga á sem skemmstum tíma, og opna allavega fyrir næstu jól. Að því loknu er hægt að spá í framhaldið, hvort við vindum okkur strax í seinni áfangann á næsta ári. Það verð- ur bara að koma í ljós.“ Eyjakaup hefur sem kunnugt er hingað til aðeins verslað með fatnað frá Hagkaupum í Reykjavík, og sagði Helgi það alveg óráðið hvort þeir færu út í að selja einnig matvöru. En líklega myndu þeir bæta henni í reksturinn þegar allt húsnæðið væri komið í notkun. Aðspurður hvort Hagkaup í Reykjavík stæði á bak við þess- ar framkvæmdir sagði Helgi að svo væri ekki. „Þetta er aifarið okkar framtak og Hagkaup stendur ekki á nokkurn hátt á bak við framkvæmdirnar. Hins- vegar verðum við áfram með Hagkaupsvörur á boðstólum, og á sama verði í Reykjavík eins og ávallt áður. Fólk virðist eiga mjög bágt með að trúa því að við bjóðum vörur á sama verði í Reykjavík þrátt fyrir fjarlægðina. Én verðið er ná- kvæmlega það sama, og verður svoleiðis áfram,“ sagði Helgi að lokum. Félagsheimili Þórs auglýsir: Nú er að hefjast kennsla í veggtennis og mun hún verða í allt sumar. Kennt verður þrjá daga í viku sem hér segir: Mánudagar kl. 13:00-14:30 og 21:30-23:00 Þriðjudagar kl. 13:00-14:30 og 21:30-23:00 Fimmtudagar kl. 13:00-14:30 og 21:30-23:00 Hver tími er 45 mínútur í senn. Kennslugjald er kr. 400 fyrir hvern tíma. Kennari er Hörst Lutz, en hann er með háskólapróf í veggtennis frá íþróttaháskólanum í Munchen. Notið ykkur þetta einstaka tækifæri hjá menntuðum kennara. Tímapantanir í síma 2060. FÉLAGSHEIMILI ÞÓRS PS! Lausir tímar í sólarlampa Knattspyrnu- félagið Týr auglýsir Knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur 10 ára og yngri. Um er að ræða hálfsmánaðarnámskeið í senn, í júní og júlí, samtals 4 námskeið. Námskeiðið stendur yfir alla virka daga frá kl. 13-15. Veitt verða verðlaun í lok hvers námskeiðs. Námskeiðsgjald er kr. 1750 pr. einstakling. Fyrsta námskeiðið byrjar mánudaginn 6. júní. Námskeiðin fara fram á hinum nýja gras- velli félagsins við Hástein. Aðalkennari verður Heimir Hallgrímsson. Innritun fer fram í Týsheimilinu, sími 2861. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ TÝR Aðalfundur Aðalfundur Kaupfélags Vestmannaeyja verður haldinn, að Bárustíg 6 (uppi), laug- ardaginn 28. maí n.k. kl. 15:00. Dagskrá skv. félagslögum. STJÓRN KAUPFÉLAGS VESTMANNAEYJA Atvinnuhús- næði til sölu Húseign okkar að Bárustíg 1 er til sölu. Hentar vel til hverskonar léttrar atvinnu- starfssemi s.s. iðnaðar- eða verslunarrekst- urs. Laust til afhendingar strax. Upplýsingar gefur Jón Hjaltason hrl. og kaupfélagsstjóri. #kaupfélag VESTMANNAEYJA Þórarar! Tökum fram skóna! Nú hefur verið ákveðið að hefja æfingar hjá Þór hjá þeim sem finnast árin vera farin að segja til sín og öðrum sem vilja vera með. Æfingar verða á mánudögum og miðviku- dögum kl. 21:00 á grasvelli félagsins við Hamarsveg. Menn eru skyldugir til að nota flatbotna skó á æfingunum og verður æf- ingagjald 100 kr. fyrir hverja æfingu á mann. Þórarar! Tökum nú fram skóna og fjöl- mennum vel. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.