Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Qupperneq 6
FRÉTTIR - Fimmtudaginn 26. maí 1988
Stýrimannaskólanum slitið:
10 skipstj óraefni útskrifast
— 41 nemandi við skólann í vetur.
Fjölmenni var viö skólaslit
Stýrimannaskólans í Vest-
mannaeyjum á laugardaginn.
Auk nemenda og aöstandenda
þeirra voru margir gamlir nem-
endur og velunnarar skólans
mættir.
Friðrik Asmundsson skóla-
stjóri sagði í skólaslitaræðu
sinni að alls hefðu 41 nemandi
stundað nám við skólann í
vetur. 16 voru í fyrsta stigi og
10 í öðru stigi. Þess utan luku 5
nemendur síðari hluta undan-
þágudeildar með 200 rúmlesta
réttindum og 10 luku prófi með
30 rúmlesta réttindi.
Óli H. Gestsson frá Nes-
kaupsstað náði bestum árangri
nemenda í 1. stigi með ágætis
einkunina 9,7. Annar varð Sig-
urður I. Ólafsson með 9 í
einkunn og Gunnar Þ. Friðriks-
son Keflavík varð 3. með 8,9 í
einkunn..
í öðru stigi dúxaði Húsvík-
ingurinn Stefán Guðmundsson
með ágætiseinkunina 9,2.
Næstir og jafnir voru Gylfi Sig-
urjónsson Vestmannaeyjum og
Sigurður R. Kristinsson Þórs-
höfn með einkunina 9,0.
Að vanda fengu nemendur
verðlaun fyrir góðan náms-
árangur. Stefán Guðmundsson
fékk Verðandaúrið og barómet
frá Sigurði Einarssyni útgerðar-
manni, fyrir hæstu meðaleink-
unn í 2. stigi. Haraldur Sverris-
son Vestmannaeyjum fékk
sjónauka frá Útvegsbændafé-
lagi Vm. fyrir hæstu einkunn í
siglingafræði. Einnig fékk Har-
aidur bokavcðlaun frá Rótary-
klúbbi Vesimannaeyja fyrir
hæstu einkunn í íslensku.
Óðinn Þór Hallgrímsson
fékk bókaverðlaun úr sjóði
hjónanna Ástu og Friðfinns á
Oddgeirshólum fyrir bestu
ástundun. Sigurgeir Jónsson
kennari við skólann hefurtekið
upp þann sið að veita bóka-
verðlaun fyrir bestu lokarit-
gerðina, í ár hlaut þau Gylfi
Sigurjónsson Vm.
Sigurður Ingi Ólafsson fékk
bókaverðlaun frá sendiráði
Dana, fyrir bestan árangur í
dönsku.
Steingrímssjóðnum, sem
stofnaður var til minningar um
Steingrím Arnar fyrrverandi
kennara við skólann, bárust
35.000 kr. frá 20 ára nemend-
um. 15 ára nemendur gáfu
skólanum málverk Gylfa Ægis-
sonar af Breiðabliki, þar sem
skólinn var áður til húsa.
Magnús Guðmundsson tal-
aði fyrir hönd nemenda, þakk-
aði ánægjulegt samstarf nem-
enda við kennara og aðra að-
standendur skólans. Að lokum
var boðið upp á veitingar sem
Eykyndilskonur reiddu fram af
miklum myndarskap.
9 15 ára nemendur gáfu
skólanum málverk Gylfa Ægis-
sonar af Breiðabliki.
9 16 luku prófi frá Stýrimannaskólanum á I. stigi.
9 10 luku prófi frá Stýrimannaskólanum á II. stigi.
Knattspyrnu-
skóli Þórs
sumarið 1988
íþróttafélagið Þór mun standa fyrir knatt-
spyrnuskóla fyrir stráka og stelpur 10 ára
og yngri, í júní og ágúst.
Fyrra námskeiðið hefst 20. júní n.k. og
mun standa til 1. júlí. Kennt verður alla
virka daga frá kl. 9:30-12:30 á hinum nýja
grasvelli félagsins við Hamarsveg.
Tímasetningin verður þessi:
Kl. 09:30-10:30 Strákar 6-8 ára.
Kl. 10:30-11:30 Strákar 9-10 ára.
Kl. 11:30-12:30 Stelpur 8-10 ára.
í lok námskeiðsins verða veitt verðlaun.
Þátttökugjald á einstakling er kr. 1.000.
Kennari verður Hörzt Lutz. Innritun fer
fram í Þórsheimilinu í síma 2060.
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR
Bílstjóri
Vantar meiraprófsbílstjóra til afleysinga
í sumar.
Upplýsingar gefur Atli í Steypustöðinni.
ú
T
S
A
L
A
ÚTSALAN
í vefnaðarvöru-
deildinni
STENDUR ENN
Allt á að
seljast upp!
Ótrúlegur
afsláttur!
kaupfélag
VESTMANNAEYJA