Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Qupperneq 7
FRÉTTIR - Fimmtudaginn 26. maí 1988
Skólaslit Framhaldsskólans:
210 nemendur við skólann í vetur
— Þar af yfir 30 í öldungadeild.
0 Stúdentarnir 7 sem útskrifuðust frá Framhaldsskólanum.
• 10 luku vélvarðanámi við Framhaldsskólann.
• 3 luku grunndeild rafiðna og 2 netagerðarmenn luku námi.
Framhaldskólanum í Vest-
mannaeyjum var slitið á föstu-
daginn í Félagsheimilinu að
viðstöddu fjölmenni. Lauk þar
með 9. starfsári skólans og er
þetta 5. árið sem stúdentar
útskrifast, en þeir voru 7 í ár.
í ræðu Ólafs Hreins Sigur-
jónssonar skólameistara kom
fram að skölastarfið í vetur
hefði gengið vel og árangur
nemenda var vel viðunandi.
Lýsti hann þó áhyggjum sínum
af minnkandi aðsókn í vél-
stjórnarnám og af aukinni
vinnu nemenda með námi.
Boðaði hann aðgerðir til að
kippa þessum atriðum í lag,
m.a. er nú verið að undirbúa
stofnun sérstakrar undirbún-
ingsnefndar við vélskólanámið.
180 nemendur stunduðu nám
við skólann í dagsskóla í vetur
og rúmlega 30 í öldungadeild.
Viðskiptafræðin er vinsælust
með um 60 nemendur, síðan
kemur iðnbraut með rúmlega
40.
Fastir kennarar eru 12 auk
skólameistara og munu flestir
starfa áfram. Stundakennarar
hafa verið 10 talsins. Þá sagði
skólameistari að í sumar hæfust
framkvæmdir við viðbyggingu
við skólahúsið.
Samtals útskrifaðist 31 nem-
andi frá skólanum, þar af 7
stúdentar. Það vekur athygli að
6 þeirra útskrifast á náttúru-
fræðibraut og einn af viðskipta-
fræðibraut. 6 luku verslunar-
prófi, einn lauk prófi á heilsu-
gæslubraut, 3 luku grunndeild
rafiðna, 2 netagerðarmenn, 2
luku öðru stigi vélstjórnar-
brautar og 10 vélavarðanámi.
Nemendur fengu viðurkenn-
ingar fyrir góðan námsárangur
m.a. fékk Vignir Sigurðsson
vélstjóraúrið fyrir besta saman-
iagðan árangur í vélfræðigrein-
um á öðru stigi. Endurskoðun
Sigurðar Stefánssonar gaf veg-
leg verðlaun fyrir besta árangur
í viðskipta- og hagfræðigrein-
um á verslunar- og stúdents-
prófi. Þau hlutu Sigurjón Aðal-
steinsson stúdent og Ingibjörg
Jónsdóttir á verslunarprófi.
# 6 luku verslunarprófí.
RÚMFATASETT
Með milliverki...................kr. 1.795,-
Borás ...........................kr. 1.760.-
Flónel........................... kr. 995.-
Polyster og bómull............... kr. 890,-
Með barnamynd ................... kr. 890, -
TEYGJULÖK
úr FROTTÉ í öllum stærðum á mjög góðu
verði. Verð frá kr. 495.
Einstakt tækifæri
tíl að gera svefnherbergið fallegt,
því nú ætlum við að gefa 20% afslátt af
rúmteppum og gardínum í stíl, nœstu daga.
Hreinsun í kring-
um Helgafell
verður laugardaginn 28. maí n.k. kl. 13:00, ef
veður leyfir, annars á sunnudag.
Byrjað verður norðan í Helgafelli til móts
við Helgafellsbraut.
Að lokinni hreinsun verða grillaðar pylsur við
Hrafnakletta. Allir bæjarbúar hvattir til að mæta.
— HREIN EYJA - FÖGUR EYJA. —
LIONSKLÚBBUR VESTMANNAEYJA