Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Page 9
FRÉTTIR - Fimmtudaginn 26. maí 1988
E
tUROCARD
• Páll Grímsson, sóknarmaður ÍBV í upplögðu marktækifæri, en missti knöttinn of langt frá sér og
markvörður Þróttar náði að góma boltann.
2, deild, ÍBV-Fylkir 3-2:
Föstudag og laugardag
leikur Jóhannes Ágúst Stefánsson
fyrir matargesti.
Bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil
undir Ijúfri tónlist.
FORRÉTTUR: Sjávarréttagratin.
Agúrkufrauð.
AÐALRÉTTUR: Lamhapiparste\k
DESERT: Eftirlœti meistarans.
SUNNUDAGUR:
K AFFIHL AÐB ORÐ
milli kl. 15:00-18:00
SJÓMENN!
Nú nálgast dagurinn ykkar.
ATH! Pantið borð tímanlega.
„Betra liðið vann“
— sagði Ralph Rockemer þjálfari ÍBV.
— Sigurmark ÍBV kom á síðustu mín.
__Restaurant_
ffiumm
Hlynur Elísson sem lék sinn
fyrsta leik með ÍBV, var hetja
liðsins í fyrsta leik sumarsins í
2. deildinni. Hann skoraði
sigurmark leiksins gegn Þrótti
á síðustu mín. leiksins. Annars
einkenndist leikurinn af miklu
roki, leikmenn áttu erfitt með
að hemja knöttinn í 9 vindstig-
um.
„Það er ekki hægt að leika
knattspyrnu af viti í svona roki.
En allir leikmenn ÍBV börðust
af krafti, höfðu viljann til að
sigra. Það var betra liðið sem
vann þennan leik,“ sagði Ralph
Rockemer þjálfari ÍBV eftir
leikinn. „Við gerðum okkur
seka um slæm mistök í vörn-
inni, gáfum þeim tvö mörk á
silfurfati. Einnig fengum við
nokkur mjög góð marktækifæri
til að gera út um leikinn en þau
voru ekki nýtt. Það var heppni
að skora sigurmarkið í lokin,
en sigurinn var okkar og við
fengum þrjú stig, og það var
fyrir mestu,“ sagði Ralph
Rockemer.
Leikurinn var rétt byrjaður
þegar einn leikmanna Þróttar
fékk að líta rauða spjaldið.
Eyjamenn léku gegn rokinu í
fyrri hálfleik og áttu í fullu tré
við Þróttara. Varnarmenn ÍBV
gerðu sig seka um ein mistök
sem kostuðu mark. Það gerði
Valgeir Baldursson. Nýi fram-
herjinn hjá ÍBV, Páll
Grímsson, fékk tvö kjörin tæki-
færi til að koma ÍBV inn í
leikinn, en mistókst í bæði
skiptin. Sigurður Hallvarðsson
bætti öðru marki við fyrir Þrótt
í byrjun seinni hálfleiks, en
eftir það var einstefna að marki
Þróttar. Tómas I. Tómasson
minnkaði muninn í 2-1 með
skallamarki, og Hlynur Jó-
hannsson jafnaði metin. Hlyn-
ur Elísson skoraði sigurmark
ÍBV á síðustu mínútu leiksins
eins og áður segir.
Flestir leikmenn ÍBV áttu
góðan dag og nýju leik-
mennirnir, Hlynarnir og Páll
styrkja liðið mikið.
Lið ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur
Árnason, Jón Bragi Amarsson, Friðrik Sæbjömsson (Jón
Ólafur Daníelsson); Elías Friðriksson, Ingi Sigurðsson,
Jón Atli Gunnarsson, Hlynur Elísson, Hlynur Jóhansson;
Tómas I. Tómasson og Páll Grímsson.
Á laugardaginn leikur ÍBV
við Fylki í Árbænum í 2.
umferð. Leikið verður á malar-
velli Fylkismanna þar sem gras-
völlurinn er enn ekki kominn í
gagnið. „Ég sá Fylki í æfinga-
leik í vor og þarna er mjög agað
og vel spilandi lið á ferðinni.
Þetta verður því erfiður leikur
og viðbrigði að leika aftur á
mölinni. En við erum hvergi
bangnir og leikum til sigurs
Árgangur1928
Það var fyrir 5 árum sem þessi efnilegi árgangur kom
saman hér í Eyjum og skemmti sér konunglega. Nú ætlar
hópurinn að endurtaka fjörið, og verður það trúlega áfram
á 5 ára fresti meðan heilsan er í sæmilegu horfi. Þau mæta
öll hress og kát í Akóges kl 18 laugardaginn 28. maí.
gegn Fylki,“ segir Ralph Rock-
emer þjálfari ÍBV.
Faxakeppnin í Golfi:
Gylfi sigraði í bráðabana
— "Veðriö setti strik í reikninginn.
Gylfi Garðarsson er mættur
í slaginn að nýju, og ekki að
sökum að spyrja. Hann sigraði
Faxakeppnina í golfi eftir
bráðabana við Birgir Ágústs-
son. Hjá konunum sigraði
Sjöfn Guðjónsdóttir eftir
skemmtilegt einvígi við Jakób-
ínu Guðlaugsdóttur, en þær
hafa marga hildi háð í gegnum
tíðina.
62 kylfingar mættu leiks á
laugardaginn og þ.á.m. nokkrir
kylfingar af fastalandinu. Þá
má geta þess að það vantaði þá
Þorstein Hallgrímsson og
Hjalta Pálmason sem voru á
landsliðsæfingu í Reykjavík
yfir Hvítasunnuna. Veðrið setti
nokkuð strik í reikninginn.
M.a. varð að fresta seinni
keppnisdeginum um einn dag.
Úrslit í karlaflokki án for-
gjafar urðu þessi:
1. Gylfi Garðarsson ...157 högg
2. Birgir Ágústsson ...157 högg
3. Sigbjörn Óskarsson .... 158högg
• Fjórar myndarlegar stúlkur tóku þátt í kvenflokknum: F.v.
Jakóbína Guðlaugsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Ágústa Guð-
mundsdóttir GR og Sjöfn Guðjónsdóttir.
Gylfi sigraði Birgi í bráða-
bana og hreppti efsta sætið.
Með forgjöf urðu úrslit þessi:
1. Einar Ólafsson.......145 högg
2. Gylfi Garðarsson ....145 högg
3. Sigurjón Adólfsson .... 145 högg
Þessir þrír urðu efstir og
jafnir en skorið á þrem síðustu
holunum réð úrslitum.
Hjá konunum urðu úrslit
þessi án forgjafar:
1. Sjöfn Guðjónsd.........183 högg
2. Jakóbína Guðlaugsd. ,.187högg
3. Kristín Einarsd........215 högg
Úrslit með forgjöf:
1. Kristín Einarsd..........157högg
2. Sjöfn Guðjónsd.........157 högg
3. Jakóbína Guðlaugsd. . . 161 högg
Þá voru veitt aukaverðlaun fyrir að
vera næstur holu á 2. og 7. braut, sem
voru ferðavinningar innanlands.
Magnús Kristleifsson sló næst á 2.
braut eða 2,7 m. frá holu. Marteinn
Guðjónsson var næstur á 7. braut eða
aðeins 38 sm. frá holu.
Golf um
helgina
Urn helgina verða tvær
keppnir hjá Golfklúbbi
Vestmannaeyja.
Á laugardag verður
svokölluð ÍBV-keppni og
hefst hún kl. 13:00. Leikn-
ar verða 18 holur með
forgjöf.
Á sunnudag kl. 10:00
verður drengja- og
stúlknamót. Leiknarverða
18 holur með forgjöf.
Týr sigraði
Slökkviliðs-
bikarinn
5. flokkur Týs og Þórs
léku um Slökkviliðsbikar-
inn svokallaða á laugar-
daginn, sem gefinn var til
minningar um Kristinn
heitinn Sigurðsson.
Leikið var í A og B. Týr
sigraði báða leikina, 4-3 í
Aog 9-2 ÍB.