Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Side 12
Hcwia^ Látið Hörpu W gefa tóninn • Sigrún Þorsteinsdóttir ásamt manni sínum, Sigurði Elíassyni og dóttur þeirra. Forsetaframbjóðandi á ferð — Verður með fund í kvöld í Akóges kl. 20:30. í kvöld, fimmtudags- kvöld, ætlar Sigrún Þor- steinsdóttir, forsetafram- bjóðandi að hefja kosninga- baráttu sina á heimaslóðum með fundi í Akógeshúsinu kl. 20:30. Aðspurð kvaðst Sigrún ætla að reifa þau atriði, sem hún vill breyta í starfi forseta íslands. Sagðist hún vonast eftir sem flestum Vest- mannaeyingum á fundinn, hvort sem þeir ætluðu að styðja sig í kosningunum eða ekki. Herjólfsnefndin lýkur störfum: Kannaðir möguleik- ar á notuðu skipi - Athuguðu með kaup á 12 ára skipi. - Vestmannaeyingar óánægðir „Niðurstaða nefndarinnar er sú að fjármálaráðuneyti, sam- gönguráðuneyti og fjárveitinga- nefnd samþykki ekki lánsfjár- heimild til síjórnar Herjólfs, til smíði nýs skips, fyrr en fleiri möguleikar hafa verið kannað- ir,“ sagði Sveinbjörn Óskars- son frá Fjármálaráðuneytinu á aðalfundi Herjólfs hf. í gær. Sveinbjörn er formaður 3ja manna vinnunefndar sem skip- uð var af fjármálaráðuneyti, samgönguráðuneyti og fjárveit- inganefnd Alþingis í vetur til að fara ofan í saumana á skýrslu stjórnar fyrirtækisins vegna smíði nýs skips. Hann hélt áfram og sagði að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að kaup á notuðu skipi hefðu ekki verið könnuð sem skildi. Væri það gagnrýnisvert, að skýrsla sú sem stjórn Herjólfs lét vinna fyrir sig, útilokaði þennan mögu- leika. Þeir hefðu kannað hvort notað skip, sem uppfyllti þær kröfur sem stjórnin gerði, væri fáanlegt og þeir hefðu fengið viðbrögð. Sagði Sveinbjörn að þeir hefðu haft augastað á dönsku skipi, 12 ára gömlu, sem gæti hentað, en það hefði verið selt Stjórn verka- mannabústaða: 5? 66 Mótmæli að barnlaust fólk sé tekið fram fyrir barnafólk Á síðasta fundi stjórnar verkamannabústaða Iét Kristj- ana Þorfinnsdóttir aðalfulltrúi í stjórninni bóka eftirfarandi: „Ég mótmæli þeirri nýju vinnureglu, sem var viðhöfð á fundi hjá stjórn verkamanna- bústaða þann 6. mars s.l. að barnlausu fólki var úthlutað íbúðum, meðan barnafólk beið úthlutunar, bæði einstæðar mæður og aðrir. Ég mótmæli því einnig að formaður stjórnar hafði vald til þess að þvinga fólk til þess að sitja fund, sem það óskar ekki eftir að sitja vegna tengsla við málefni fundarins. Að lokum vil ég minna á, að formanni stjórnar ber að gæta þess, að öll gögn varðandi úthlutun eiga að liggja fyrir t.d. tekjuvottorð beggja eða allra fjölskyldumeð- lima umsækjenda sbr. 44. gr. laga um Byggingarsjóð verkamanna." Stjórnin samþykkti að óska eftir því að bæjarritari aflaði þeirra upplýsinga sem á kynnu að vanta frá nokkrum umsæk- endum. Þess skal getið að Sólveig Adólfsdóttir sat umræddan fund í fjarveru Kristjönu. Eins og komið hefur fram í FRÉTTUM sögðu þau Vilborg Þorsteinsdóttir og Elías Björnsson af sér vegna þessa máls. Væntanlega verður fundur í stjórninni á morgun, þar sem tilnefndir verða nýir fulltrúar og samkvæmt heimild- um blaðsins verður farið yfir allar umsóknirnar á ný. Strásykur 2 kg......kr. '68$) Strásykur 10 kg.....kr.'24fl$) -------------★---------- FRYST 0RA GRÆNMETI: Rósakál ............kr. Rósakálog gulrófnaskífur......kr. '99#0 Blómkál..............kr.!04#0* Amerísk grænmetisblanda .... kr. 110#0 Mexíkönsk blanda.... kr. 116766" Smáargulrætur.......kr. Sumarblanda....... • kr. 112700* -------------i---------- kr. 51,60 IVES Shampoo og hárnæring. 500 ml. glös kr. 258,00 JoJoba...............krr366$ð kr. 196,00 — Aloe Vera............te.-266,-60 kr. 196,00 Henna ...............kr.206700 kr. 196,00 kr. 65,00 Chanomile............kr?(56#0 kr. 196,00 Silk protein ........hr256ffl) kr. 196,00 kr. 71,00 Snyrtivörur frá IVES eru hágæðavörur. kr. 75,00 -------------*---------------- PAPCO salemispappír 12 rl. í pk. kr. 79,00 .....................krr269fl0 kr. 196,00 kr. 82,00 -------------★---------------- kr. 59,00 PAPCO eldhúsrúllur 4 rl. í pk. kr. 79,00 .....................kE47^00 kr. 132,00 ATH! Lokað laugardag! TANGI 1052 3 1 i í síðustu viku. Skipið er af svipaðri stærð og stjórnin var með á teikniborðinu, hingað komið hefði þetta skip kostað helmingi miiina, en það var gert upp árið 1986. Þá kom hann inn á breytingar sem þyrfti að gera á höfnum. Nú lægi fyrir að gera þyrfti verulegar breytingar á báðum höfnum, sem hann sagði kostn- aðarsamar og tímafrekar. Ætti eftir að taka ákvörðun um þær, sem væri pólitísk. Að lokum sagði hann, að eftir að stjórn Herjólfs hefði tekið málið upp á ný og lokið endurskoðun hvort sem það yrði í sumar eða haust væri ekkert því til fyrir- stöðu að ákvörðun yrði tekin í ráðuneytinu um framgang málsins. Þeir Vestmannaeyingar sem tóku til máls lýstu megnri óánægju með þessa niðurstöðu, m.a. sagði Guðmundur Þ. B. Ólafsson formaður bæjarráðs að það væri greinilegt að þeir sætu ekki við sama borð og aðrir í samgöngumálum. Vitnaði til jarðgangna í Ólafsfjarðamúla og Breiða- fjarðarferju. Humarveiðar byr juðu24. maí: Mjög lítil • X • X veioi a öllum miöum „Eg hef aldrei verið með í því áður, að fá ekki nema 10 kíló af humri í 1. halinu,“ sagði Guðmann Magnússon skip- stjóri á Ófeigi VE sem er á humarveiðum, þegar talað var við hann á miðunum í gær- kvöldi. Humarvertíðin hófst á mið- nætti í fyrri nótt og fyrstu dagar vertíðarinnar eru venjulega þeir bestu. „Venjan er sú að það hafa verið 100 - 200 kíló og stundum mikið meira fyrstu dagana. Það þykir gott að fá 10 kíló, þeir hafa verið að fá niður í 10 humra. Þetta er svona um allan sjó, frá Reykjanesi og austur um. Maður verður bara að vona að þetta lagist,“ sagði Guðmann. C/2: Oh A-PLUS VÖRUMERKIÐ TRYGGIR VERÐ OG GÆÐI Oh

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.