Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Qupperneq 11
FRÉTTIR - Miðvikudaginn 27. júlí 1988 Ólafur Jónsson í Hull: F r éttir frá Hull Hull 20.07. 1988. Héðan frá Hull er allt gott að frétta og frábært verð fyrir góð- an fisk. Meðalverðið þessa viku sem er að líða er kr. 98,15, sem er með því allra besta sem gerist. En það eru ýmsar blikur á lofti í fisksölumálum okkar hér í Englandi og margt sem bendir til þess að útflutningskvótar, þeir sem nýlega hafa verið settir á heima geti haft slæmar af- leiðingar fyrir útflutning á ferskfiski að heiman. í fyrsta lagi má benda á, að markaðurinn hérna þarf að fá ca. 1000 til 1200 tonn frá íslandi á viku til að geta annað venju- legri eftirspurn. Afleiðingar þessa geta hugsanlega orðið, að aðrar þjóðir komast inn á markaðinn til að fylla upp það gat sem óhjákvæmilega hlýtur að myndast ef þessar skerðing- ar halda áfram. Annað sem óhjákvæmilega hlýst af þessu er það, að fiskneysla dregst saman bæði vegna skorts á fiski og ekki síður vegna hins háa verðs, sem er ofviða kaupgetu fólks með venjuleg laun hér í Englandi. Ef þetta fer eftir er orðinn skaði, sem erfitt verður að bæta og kemur til með að kosta íslendinga óhemju fjár- muni. í öðru lagi má benda á, að þegar verðfall hefur orðið hérna er það vegna of mikils framboðs, þ.e. framboðið hef- ur farið yfir 2000 tonn, sem er allt of mikið sérstaklega vegna þess að þegar svona toppar hafa komið er oft um að ræða, að mokveiði hefur orðið á einni fisktegund, lang oftast smáþorski. Hverjir flytja svo þennan smáþorsk út? Jú, það eru fyrst og fnemst togarar frystihúsanna á íslandi. Frysti- húsamenn á íslandi hafa verið duglegir að auglýsa vanda sinn og sinna fyrirtækja það sem af er þessa árs og notast óspart við misviturt fjölmiðlafólk, sem margt hvert virðist ekki hafa gripsvit á fisk eða fiskvinnslu. Fjölmiðlafólk er því miður ekki eitt um fáfræðina hún virðist hafa heltekið stóran hluta ráðmanna þjóðarinnar, sem virðist halda það að peningar verði til í Reykjavík í skulda- garði Seðlabankans. Væri nú ekki eðlilegra fyrir frystihúsa- menn að líta aðeins í eigin barm og reyna að hafa hemil á sínum eigin skipum, sem voru flest a.m.k. eftir því sem menn sögðu grátklökkir þegar þau komu, keypt til að halda uppi atvinnu í frystihúsunum, sem þá bjuggu við hráefnisskort. Ástæðan fyrir hráefnisskorti frystihúsanna var fyrst og fremst, að útgerðin var komin á vonarvöl, vegna langvarandi skuldasöfnunar sem stafaði af alltof lágu fiskverði. Nú er aftur á móti svo komið að frystihúsin og fiskimjöls- verksmiðjurnar ráða yfir lang- stærstum hluta fiskveiðiflotans og þá um leið yfir útflutningi á ferskum fiski. Pað skýtur því skökku við þegar forsvarsmenn frystihúsanna stíga á stokk og hrópa „úlfur, úlfur“, og heimta takmörkun á útflutningi á ferskum fiski, því sá fiskur sem helst fer í vinnslu hérna í Englandi er smáfiskur af togur- unum. Bátarnir eru yfirleitt með stærri og ferskari fisk sem hefur beinst á neytendamarkað og í flestum tilfellum fyrir betra verð. Eins og ég sagði áðan, hafa verðin á markaðnum verið frá- bær upp á síðkastið og læt ég fylgja hérna meðalverð tveggja vikna hjá Gíslason and Marr Ltd. Vikan 11.7. -15.7. Þorskur.......... Ýsa............... Ufsi ............ Karfi............ Koli ............ Grálúða.......... kr. 94,94. kr. 83,34. kr. 36,14. kr. 40,18. kr. 91,56. kr. 77,75. Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 1988 SÖLUBÖRN ATHUGIÐ! Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 1988 kemur út á morgun, fimmtudaginn 28. júlí, og er stærra og veglegra en nokkru sinni fyrr. Sölubörn eru vinsamlegast beðin að mæta kl. 13:00 í Eyjaprent hf. (FRÉTTIR). Sölulaun fyrir hvert selt blað er kr. 75. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND ÞÓRS Vikan 18.7. - 22.7. Þorskur.......... Ýsa.............. Ufsi ............ Karfi............ Karfi............ Koli ............ kr. 97,27. kr. 96,24. kr. 50,40. kr. 50,40. kr. 69,77. kr. 105,07. Eins og þessar tölur bera með sér eru verðin mjög góð, ég man reyndar ekki eftir svona meðalverðum þann tíma sem ég hef dvalið hérna. Tíðarfarið hérna hefur verið svona frekar rysjótt upp á síð- kastið, en hefur lagast síðustu dag, allt upp í það að vera frábært Þjóðhátíðarveður. í næstu viku eru Katrín VE og Huginn VE væntanleg hingað til Hull og í Grimsby verður Særún ÁR, sem er í eigu Þórðar rakara og Sævars Sveinssonar( Svenna Matt). Útlitið fyrir þessa viku er nokkuð gott, en líklega lækka verðin eitthvað frá því sem var í síðustu viku. Nú þegar líður að Þjóðhátíð er óhjákvæmilegt annað en að hugurinn leiti heim, því það er sama hvað hver segir þá er Þjóðhátíðin okkar í sérflokki og hápuntur sumarsins. Ég ætla því að nota tækifærið um leið og ég óska öllum gleðilegrar Þjóðhátíðar að hvetja Eyjabúa til að fjölmenna í Dalinn og skemmta sér vel. Kveðjur frá öllum á Piason Avenue 17 Hull. Ólafur Jónsson. Viðskipta- vinirathugið! Hársnyrtistofan STRÍPAN verður lokuð dagana 2.-6. ágúst n.k. Hársnyrtistofan STRÍPAN S*12888 Barnagæsla á Þjóðhátíð Félagsmálaráð vill benda á að sækja þarf um leyfi til gæslu bama á einkaheimilum yfir Þjóðhátíð. Gæslutími er frá kl. 20 að kvöldi til kl. 12 á hádegi næsta dag. Hámarksgjald er kr. 1.500 á sólarhring. Hámarksfjöldi barna er 5 á hvern gæslu- mann. Sóli Foreldrar: Leikskólinn Sóli opnar 4. ágúst kl. 7:30 eftir sumarleyfi. Dagana 2. og 3. ágúst mun starfsfólk nota til undirbúnings vetrarstarfinu. Sjáumst glöð og hress! Heimilishjálp Starfskraftur óskast í heimilishjálp. Um er að ræða 75% starf f.o.m. 15. ágúst. Umsóknareyðublöð eru í afgreiðslu ráð- húss og skilist til félagsmálastjóra. FÉLAGSMÁLARÁÐ Náttúrugripasafnið Náttúrugripasafnið verður opið Þjóðhá- tíðardagana frá kl. 15:00-17:00. Sundlaug Sundlaugin verður opin um Þjóðhátíðina sem hér segir: Föstudag 29. júlí: Lokað. Laugardag 30. júlí: 12:00-15:00. Sunnudag 31. júlí: 12:00i15:00. - Mánudag 1. ágúst: 10:00-20:00. Sundlaug, pottar, vaðlaug, 7 sólarlampar, sauna og fleira.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.