Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1988, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1988, Síða 6
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 13. desember 1988 SÓL SUNDLAUG SÓL SUndlaugin er opin virka daga fyrir al- menning. ► Á MORGNANA KL. 07.00-08.00 ► ÍHÁDEGIKL. 12.15-13.15 ► SÍÐDEGIS KL. 17.00-20.30 ► LAUGARDAGA KL. 09.00-15.30 ► SUNNUDAGA KL. 09.00-12.00 Vestmannaeyingar og aðrir, notið þessa frábæru aðstöðu: ► SUNDLAUG ►SAUNA ► LÍKAMSRÆKTARSALUR ► 7 SÓLARLAMPAR (nýjar perur) ► VATNSRENNIBRAUT ► FRÁBÆRIR VATNSNUDDPOTTAR ATH! Sólarlamparnir og vatnsnuddpott- arnir eru opnir fyrir almenning allan daginn frá kl. 07.00-20.30 og þegar jólafrí byrjar hjá skólum 19. des. n.k. verður sundlaugin og líkamsræktarsalur opinn alla daga frá 12.00-20.30 og um helgar eins og opnunar- tími Sundlaugar. ATH! Vorum að setja nýjar frábærar perur í sólarlampana. Pantið tíma í lampana með góðum fyrirvara eins og hentar ykkur best, á tímabilinu 07.00-20.30 og um helgar. ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN VESTMANNAEYJUM , [ Unnur Stefánsdóttir skrifar: Frá fHðkhvupin íidiijdiMiyggju I > Unnur Stefánsdóttir. f síðasta mánuði komu nokkur hundruð manns saman á flokksþingi Fram- sóknarflokksins og mótuðu stefnú hans til næstu ára. Rætt var m.a. um þá erfiðleika sem efnahagslíf þjóðarinnar stendur nú frammi fyrir. í því sambandi var bent á mikilvæga þætti, sem óhjákvæmilega verður að leggja áherslu á næstu mánuði. Þar má nefna bætta afkomu atvinnuveganna og fyrirbyggjandi keðjuverk- andi samdrátt í hagkerfinu, auka jafnvægi í þjóðarbú- skapnum, halda verðbólgu niðri, endurskipuleggja bankakerfið og treysta jafn- vægi í byggð landsins. Byggðarjafnvægi - Nýr Herjólfur Traust staða útflutnings- atvinnugreinanna er undir- staða þess að byggðajafn- vægi ríki hér á landi. Mikil- vægt er að skipulega verði unnið að meiri fjölbreytni í atvinnulífi landsbyggðarinn- ar s.s. með því að flytja þjónustustarfsemi út á land og auka sjálfstæði lands- hluta. Byggðastofnun þarf að efla til þess að hún geti unnið sem best að þjóðhags- lega hagkvæmri þróun byggðar í landinu. Hún þyrfti að hafa frumkvæði að gerð landshlutaáætlana sem nái til opinberra fram- kvæmda og skipulagningar opinberra þjónustu. Bættar samgöngur auð- velda staðsetningu ýmissa ríkisfyrirtækja úti á lands- byggðinni. Því er mjög brýnt samgöngulega séð að endur- nýja Herjólf þannig að öruggari og tíðari samgöng- ur séu á milli lands og Eyja. Samgönguráðherra segir þrjú til fjögur ár þar til nýr Herjólfur komi, það er of langur tími að mínu mati og erfitt að tala um byggðar- jafnvægi á meðan ástand í samgöngumálum eyjamanna er eins og það er nú. Fullvinnsla sjávarafurða Á flokksþinginu var mikið rætt um þá erfiðu aðstöðu sem sjávarútvegur okkar stendur nú í. Þar sem takmarka verður nýtingu fiskistofnanna við ísland þarf að leggja áherslu á að sækja á ný mið s.s. eldi vatna- og sjávar-fiska og hugsanlegar veiðar íslend- inga í lögsögu annarra ríkja. Leggja þarf áherslu á full- vinnslu afla hér heima í Bættar sam- göngur auð- velda staðsetn- ingu ýmissa ríkisfy rirtækj a úti á lands- byggðinni. Því er mjög brýnt samgöngulega séð að endur- nýja Herjólf þannig að ör- uggari og tíðari samgöngur séu á milli lands og Eyja. Sam- gönguráðherra segir þrjú til fjögur ár þar til nýr Herjólfur komi, það er of langur tími að mínu mati og erfítt að tala um byggðar- jafnvægi á meðan ástand í samgöngumál- um eyjamanna er eins og það er nú. bestu neytendaumbúðir, þannig að innlendur virðis- auki verði sem mestur. Lögð var rík áhersla á að útflutningur á ísfiski og fjölgun frystitogara þyrfti að skipuleggja með einhverju móti. Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins ætti að efla og gera hann virkari sem hagstjórnartæki t.d. með stofnun sérreiknings hvers framleiðanda í sjóðnum, þar sem innistæða viðkomandi verði vistuð. Námsbrautir í ferðaþjónustu Staða ferðamála í landinu var rædd á 20. flokksþingi framsóknarmanna á dögun- um. Þar þótti brýnast að auka ferðalög íslendinga innan- lands, bjóða upp á náms- brautir í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi og að stutt verði við ferðamála- samtök landshlutanna til þess að þau geti gengt hlut- verki sínu. Hægt gengur að móta op- inbera ferðamálstefnp hér á landi. Við mótun hennar er brýnt að gætt sé ítrustu var- kárni í umgengni allri við landið og e.t.v. þarf að tak- marka komu ferðamanna á viðkvæm landssvæði. Einnig þarf að lengja ferðamannatímann til þess að nýta betur þá aðstöðu til ferðamannamóttöku sem búið er að koma upp á einstökum stöðum s.s. hér í Eyjum. Hin einstæða og fjölbreytta náttúrufegurð sem hér er, á að gefa góða möguleika til þess. Vonandi er að nýskipaður samgönguráðherra taki þessi mál föstum tökum og að opinber ferðamálastefna líti dagsins ljós innan tíðar. Ungt fólk að stofna heimili f hraða nútímans hefur fjölskyldan átt í erfiðleik- um. Langur vinnudagur og hraði í daglegu lífi fólks hefur m.a. gert það að verk- um að heimilislífið og rækt- un þess hefur fengið minni tíma en flestir telja æskilegt. Nú er jafnvel svo komið að þegar ungt fólk ætlar að stofna heimili kann það lítið til húsverka. Foreldrar, skólar og fjölmiðlar hafa e.t.v. brugðist skyldu sinni. Því er talið nauðsynlegt að sem flestir aðilar í þjóðfélag- inu leggist á eitt um úrbætur svo tryggja megi vellíðan í samskiptum og kunnáttu í heimilishaldi. Grunneining þjóðfélagsins hefur verið og verður áfram fjölskyldan og því ber okkur að hlúa að henni svo sem kostur er, að því skal stefnt. Unnur Stefánsdóttir Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördœmi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.