Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1988, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1988, Side 8
ÞJÓÐVILJINN - BLAÐIÐ SEM BERST — HARPA gefur lífinu lit! BRIMNES STRANDVEGI. SÍMI 11220. Útsala úr þrotabúum: Kaupmenn segja þetta óeðlilegt í jólaösinni - Löglegt og verið að vernda hag kröfuhala. Ónægju gætir meðal kaup- ,manna í bænum vegna útsölu- nnar sem bæjarfógetaembættið var með fyrir helgina. Seldar voru vörur úr þrotabúum tveggja verslana Tómstundar og Vitans. Um var að ræða leikföng, fatnað o.fl. sem selt var með umtalsverðum afslætti. Mikið var að gera í gömlu Magnabúð- inni við Skildingaveg, þar sem útsalan var. Pótti kaupmönn- um súrt í broti að keyra þar framhjá með nýjar vörur úr Herjólfi, meðan fógetaembætt- ið seldi gamlar vörur með af- slætti. Blaðið snéri sér til Kolbeins Ólafssonar formanns Kaup- sýslumannafélags Vestmanna- eyja og fékk hans álit á þessu. „Okkur finnst þetta mjög óvið- eigandi nú í jólatraffíkinni. Við höfum ekki rætt þetta formlega á fúndi í félaginu, en þeir sem ég hef haft samband við eru mjög óánægðir með þetta. Ég hafði samband við lögfræðing Kaupmannasamtakanna, sem sagði að þetta væri fullkomlega löglegt. Venjan er sú að bjóða kaupmönnum vörur úr þrota- búum verslana og ég veit að það var gert í þessu tilfelli. Tilgangurinn er að vernda hag kröfuhafa með þessu,“ sagði Kolbeinn að lokum. Jóhann Pétursson dómara- fulltrúi hjá Bæjarfógetaem- bættinu sem hafði veg og vanda af útsölunni sagði í samtali við blaðið að þessi leið sem farin var væri fyllilega lögleg. „Þegar einstaklingar sem hafa stundað verslun, verða gjaldþrota, þá fer skiptaráðandinn í Eyjum með forræði fyrir búi þeirra meðan á gjaldþrotaskiptum stendur og þá fer skiptaráðandi einnig með þau réttindi sem þessir einstaklingar eiga, þ.á.m. verslunarleyfi. Þessi sala og þegar selt var úr Mat- vöruval og Eyjabæ á sínum tíma er því lögleg og það er verslunarleyfi þessara manna sem er grundvöllurinn fyrir þeim rekstri sem þarna átti sér stað. Skiptaráðanda ber skylda til að selja eignir sem í þrotabúinu eru á eins háu verði og hægt er. í þessu tilviki var um tvær verslanir að ræða. Varðandi Tómstund og varning þess, þá var kaupmanni gefinn kostur á að kaupa lagerinn, en það er sú leið sem við viljum helst fara, en tilboðið var ekki nægilega hagstætt fyrir búið. Þá varð að selja vörurnar með öðrum hætti, og kom lítið annað til greina en að selja þær í smá- sölu. Varðandi Vitann, þá fannst mér þetta ekki það mikið af vörum, og sumar vörurnar þess eðlis að þær hefur enginn annar á boðstólum eins og hjól o.fl., að ég hafði ekki samband við aðra kaupmenn til að gera til- boð í lagerinn. Því slógum við tvær flugur í einu höggi og seldum lagerana úr báðum búð- unum í einu,“ sagði Jóhann. Gagnvart Kaupmannasam- tökunum sagði Jóhann að það væri einnig önnur hlið á þessu máli. „Þarna var um að ræða tvo kaupmenn sem ekki gekk nógu vel hjá og endaði í gjald- þroti. Kaupmannasamtökin ættu ekki að vera því mótfallin að skiptaráðandi skyldi reyna að selja vörurnar á hagstæðasta tíma svo tap kaupmannanna yrði sem minnst. Utkoman úr útsölunni var töluvert hagstæð- ari þrátt fyrir mikinn afslátt, en að taka því tilboði sem gert var í lagerinn,“ sagði Jóhann, en vildi ítreka það að lokum helst væri reynt að fara þá leið að selja í búðir lagerinn ef það er talið forsvaranlegt fyrir þrota- búið. Bárugötu 1 auglýsir ► 2 gerðir Matin Bleu gallar, með 25% afslætti. ► Fis og Adidas regnfatnaður á niðursettu verði. ► Adidas stakar buxur með röndum. Stærðir 116-176 og 5-9. Verð kr. 1869. ► Glæsilegt úrval af íþróttatöskum. ► Ferðatöskur, flugtaska, snyrtitaska og íþróttataska, allt í setti. ► Take off fatnaður frá Adidas er toppurinn í dag. Lítið inn Bárugötu 1 • Þráinn Óskarsson, Hrund Sigurðardóttir og Lára Skæringsdótt- ir í hlutverkum sínum. Leikfélag Vestmannaeyja: Frumsýnir barna- leikritið Jólasveinn- inn sem villtist - 18. desember. 35-40 krakkar taka þátt í sýningunni. Það var ys og þys í Bæjar- leikhúsinu þegar FRÉTTIR litu þar við á laugardagskvöld- ið. Stóð yfir æfing á jólaleikriti Leikfélagsins Jólasveinninn sem villtist, eftir Jan Vörs, í þýðingu Signýjar Pálsdóttur. Sigurgeir Scheving leikstýrir af miklum myndugleik, enda veit- ir ekki af, því milli 35-40 börn taka þátt í sýningunni. Lára Skæringsdóttir og Þrá- inn Óskarsson eru einu leik- endurnir, sem komnir eru af barnsaldri. Aðrir leikarar eru flestir 10-12 ára, einn þeirra, Hrund Sigurðardóttir, leikur eitt aðalhutverkið. Jólasveinn- inn sem villtist er bráðskemmti- legt og fjörugt leikrit fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Þar kemur við sögu jólasveinafjöl- skylda, sem hefur tekið tækn- ina í sína þjónustu. Lagt sleð- anum og ætlar sér að ferðast um á þyrlu. Ekki gengur það sem skyldi, því hún villist og lendir í hinum ýmsu ævintýr- um. Sigurgeir lætur vel af sam- starfinu við börnin, sem öll tóku þátt í leiklistarnámskeiði Leikfélagsins í haust og hefur það nýst vel á æfingunum. Frumsýning verður sunnu- daginn 18. þ.m. og er ekki að efa að börn, sama á hvaða aldri þau eru, muni fjölmenna í Bæjarleikhúsið. Efstemmning- in á æfingunni skilar sér í leikritinu, verður það sannar- lega þess virði. Gæðavara á góðu verði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.