Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Side 1
HÚSEY /r HUSEY BYGGINGAVÖRUVE RSLUN VESTMANNAEYJA Garöavegi 15 - sími 1115 1 þar sem fagmennirnir versla. 21. árgangur Vestmannaeyjum, 14. júlí 1994 26. tölublað - Verð kr. 100 - 5ími: 96-13310 - Myndriti: 96-11293 I lausu lofti Vegagerð á Heimaey að Ijúka: Heildarkostnaður 70 milljónir króna Uppbygging þjóðvega og lagning slitlags er á lokastigi. Aðeins er ól- okið framkvæmdum við veginn upp í Stórhöfða en uppbygging hans er hafin. Heildar- kostnaður Vegagerðarinnar vegna fram- kvæmdanna, sem eru orðnar mun meiri en upphaflega var áætlað, nálgast 70 milljónir. Siguröur Kr. Jóhannsson, tækni- fræðingur Vegagerðarinnar á Selfossi, sagði að Stórhöfðavegurinn væri það eina sem verktakinn ætti eftir að vinna fyrir Vegagerðina. „Að ööru leyti eru þeir búnir að vinna fyrir Vegagerðina en eitthvað eiga þeir eftir að vinna fyrir Vestmanna- eyjabæ, Flugmálastjóm og ef til vill fleiri aðila,“ sagði Sigurður. Vegaframkvæmdir á Heimaey eru orðnar mun meiri en upphaflega stóð til og sagði Sigurður að sennilega hefði verkið vaxið um 80%. „Það var alltaf verið að bæta við og endanlegur kostnaóur við framkvæmdimar verður á bilinu 68 til 70 milljónir." Upphafleg áætlun Vega- gerðarinnar var 35 milljónir en verktakinn, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hf. bauð 21,6 milljón. Sigurður sagði að þá ætti eftir að taka inn í efni í ræsi, mulning og tjöru sem Vegagerðin útvegar þannig að hlutur verktakans segir ekki alla söguna um heildarkostnað. Að lokum sagði Sigurður að sáð yrði í vegkantana á næstu dögum og á hann von á að þeir verði orðnir grænir fyrir haustið. Mikill þorskur en kvótann vantar Mjög alvarlegt ástand er að skap- ast hjá humarbátunum vegna of mikils þorsks á miðunum. Flestir þeirra áttu einhvern þorskkvóta í upphafi vertíðarinnar og tóku mið af þorskgengd á humarmiðunum undanfarin ár en í sumar hefur hún verið miklu meiri og er svo komið að þeir geta hvergi dýft trollinu án þess að eiga á hættu að fá þorsk. Einar Sigþórsson, stýrimaður á Agústu Haraldsdóttur VE, sagði að þeir ættu lítinn sem engan þorsk- kvóta. „Þorskkvótinn sem eftir er er það lítill að við megum helst ekkert fá en það er sama hvar reynt er, alls staðar er þorskur. Við reynum aö sneiða fram hjá honum eins og hægt er en það getur verið erfitt því miklu meiri þorskur er á humarslóð núna en verið hefur.“ Agústa Haraldsdóttir er löngu búin með eigin humarkvóta en núna veiðir hún kvóta fyrir Vinnslustöðina. „Mér skilst að Vinnslustöðin eigi nógan humarkvóta en þorskkvótinn liggur ekki á lausu og ef hann fæst kostar hann hátt í 80 krónur þannig að alls ekki borgar sig að kaupa hann. Svona held ég að ástandið sé orðið hjá flest- um humarbátunum,“ sagði Einar. Björgvin Sigurjónsson, skipstjóri á Sleipni VE, tók í sama streng og Einar. „Þetta er orðið hryllilegt á- stand í einu orði sagt. Menn hafa reynt að treina þorskinn eins og kostur er en það er alveg sama hvar kastað er á humarslóð, alls staðar er þorskur. Eg veit ekki hvað gera skal en það er óþolandi að reyna að vinna við þessi skilyrði," sagði Björgvin og var hann sammála Einar um að þetta ætti við flesta ef ekki Eyjabátana. Vestmannaeyjahöfn: Sjómenn hlusta lítið á rás 12 Hafnarstjóri hefur áminnt skip- stjórnarmenn vegna slæmrar hlustunar á Rás 12, vinnurás Vest- mannaeyjahafnar. Að sögn Björgvins Magnússonar, hafnsögumanns, hefur hlustunin farið sífellt minnkandi síðan far- síminn kom til sögunnar. „Þetta er mjög slæmt því það er ekki mögu- leiki að ná sambandi við bátana til að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri. Þetta getur skapað mikla á- rekstrarhættu, sérstaklega í óhagstæðum veðurskilyrðum og í myrkri. Einnig þegar þarf að stjóma umferðinni um höfnina vegna graf- skipsins eða stærri skipa.“ Eru það tilmæli hafnarstjóra til skipstjóra að hlusta betur á Rás 12 í framtíðinni, á leið úr og í höfn. Ekki útilokað að Siggi þjálfi ÍBV næsta vetur: Vantar handknattleiksráði hefði ekki tekist að uppfylla þær ennþá. Siguðrur útilokar ekki aó hann komí en allir hljóti að sjá að hann komi ekki með fjölskylduna frá Noregi án þess aó hafa tryggt húsnæði. Grímur Gíslason, formaður hand- knattleiksráðs segir að samningur hafi legið á borðinu fyrir þremur Allt er í óvissu hvort Sigurður mánuóum en ekki hafi enn fundist Gunnarsspn þjálfar meis- húsnæöi sem Siguröur gæti sætt sig taraflokk ÍBV í bandbolta í vetur. við eða vinna og þar standi hnífu- Sigurður, sem nú er staddur í rinníkúnni. bænum, sagði vió FRÉTTIR að Stjóm IBV mun ræða við Sigurð hann hefði sett fram ákveðnar og œttí að skýrast í dag eða á kröfur um húsnæði og vinnu en morgun hvort hann kemur eðaekki. húsnæði Lundadrottning Eitt lundaafbrigði hefur veiðst í Ystakletti. Það var ungur lundaveiði- maður, Gylfi Einarsson, sem veiddi Iundadrottningu í síðustu viku. Lundadrottningin er brúnleit að lit og hvergi svart að finna í henni. Sjald- gæft er að fá lundadrottningu en að fá alhvítan lundakóng er enn sjaldgæfara og veiðist hann ekki nema á margra ára fresti. í fyrra veiddi Þórður Hallgríms- son lundakóng og segist faðir hans, Hallgrímur Þórðarson, ekki hafa séð hvítari lunda á ævinni. Ystaklettsmenn veiddu tvö afbrigði í fyrrasumar en komu auga á a.m.k. fjögur. Nánar er sagt frá lundaveiði á bls. 11. FJÖLSKYLDU-Í Bílaverkstæðið BRAGGINNs/f. IiTm 1 TRYGGING RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 11535 TRYGGINGA FASTEIGNA. j VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 13235 MIÐSTÖÐIN HF. TRYGGING r i BRÚAR BILIÐ 1_ „SjMn 2800^ Fax_ 12991, Sumaráætlun Herjólfs Alla virka daga Frá Vestmannaeyjum: KL 08:15 Frá Þorlákshöjh: Kl. 12:00 Aukjiess fóstudaga ogsunnudaga: Frá Vestmannaeyjum: KL 15:30 Frá Þorlákshöfr: KL 19:00. Aukfimmtdaga ijúní ogjúlí: Frá Eyjum kL 15:30 - Þrá Þhöfn kl. 19:00 "1 I I I I I I I I 1 I I I J

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.