Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Side 13
ií:i5:B::S$:$ií5ffiSíf'!-SSS:ÍSS5®:5: .:5555:;:;55:;55:;:|:!:!:|:?:|:|:|:|:?:|:|:!:!:!:!:!:^
Fimmtudagurinn I4.júlí 1994 ; tlJJIIS ! ! ! !•? :':V S?: !! !!$:$? 1 13
Verðlaunahafar í meistaraflokki kvenna. F.v. Fríða Dóra, Jakobína og
Katrín. Mynd: Sigfús Gunnar.
Jakobína missteig sig illa
Jakobína Guðlaugsdóttir vann að
venju Vestmannacyjameistaratitilinn
í golfi sl. laugardag. Segja má að hún
hafi fyrst og fremst verið í kcppni við
sjáifa sig því hún hafði mikla yfir-
burði en átti í mestu erflðleikum með
að Ijúka mótinu vegna meiðsla.
„Eg missteig mig illa strax á fyrstu
holu. Eg var búin að slá upphafshöggið
og var á labbinu út á völl jregar ég sneri
löppina illa. Það var ekki um annað að
velja en að halda áfram þrátt fyrir að ég
væri mjög bólgin. Karlinn minn slasaði
sig fyrir skömmu og til að geta haldið
áfram að spila klæddi ég hann úr gifs-
spelkunum og skellti þeim á núg,“
sagði Jakobína.
Aðspurð hvers vegna svo fáar konur
hefðu tekið þátt í meistaramótinu sagði
hún að það væru margar konur sem
væru að spila golf. Hins vegargengi iha
að fá þær til að taka þátt í móturn. „Eg
held að ástæðan sé sú að nýi völlurinn
er mjög erfiður yfirferðar. Sent dæmi
fór Islandsmeistarinn okkareina holuna
á 10 höggum sem er alveg einstakt. En
vonandi koma fieiri konur í golfið. Eg
get lofað þeim að þetta er mjög
skemmtileg afþreying og heilsusamleg
þar að auki,“ sagði Jakobína.
Þorsteinn
hefur kennt
mér allt
Karl Haraidsson bar sigur úr býtum
á Meistaramóti GV í flokki 14 ára og
yngri. Karl er mjög efnilegur golf-
íeikari en hann á reyndar ekki langt
að sækja hæfileikana. Karl er ekki
nema 10 ára en samt vann hann jafn-
aldra sína og eldri stráka með
gifurlegum yfirburðum. Að sögn Is-
landsmeistarans, Þorsteins Hall-
grímssonar, er mjög efnileg kynslóð
kylfínga á aldrinum 10 til 11 ára að
koma upp í golfklúbbnum og ekki sé
óraunhæft að tala um að eftir 2 til 3
ár eigi Vestmannaeyingar eina
sterkustu drengjasveit landsins.
Þorsteinn hefur haldið vel utan um
þcnnan hóp sem þjálfari og eru
strákarnir mjög áhugasamir. Hins
vcgar vantar alveg stúlkur á þessum
aldri.
Elleftu piltar á aldrinum 9-14 ára
tóku þátt í drengjakeppninni. Karl vann
nteð miklum yfirburðum og lék hring-
ina tvo á 129 höggum. Eyþór Þórðarson
varð í 2. sæti á 158 höggum og Örlygur
Helgi Grímsson í 3. sæti á 164 höggum.
Karl sagði í samtali við FRETTIR
að hann hefði byrjað að fikta við golf í
fyrra. „Eg aðstoðaði Þorstein og var að
tína upp kúlur fyrir hann. í sumar byrj-
aði ég fyrir alvöru í golfi," sagði Karl.
Aðspurður hvers vegna hann hefði
burstað mótið sagði Karl að hinir
strákarnir væru nýbyrjaðir að æfa golf
en hann hefði byrjað á síðasta ári.
Uppáhaldsgolfleikarinn hans er
Ballesteros og fyrirmyndin er íslands-
Tveir meistarar. íslands- og Vest-
mannaeyjameistarinn I>orsteinn
Hallgrímssonásamt hinum efni-
lega Karli Haraldssyni Vest-
mannaeyjameistara í flokki 14 ára
Ogyngri. Mynd:Sigfús.
meistarinn Þorsteinn, sent hefur kennt
Karli allt sem hann kann í golfi. Hann
ætlar sér að verða góður golfleikari í
framtíðinni en sterkasta hlið hans eru
80 til 90 metra högg, að því hann segir
sjálfur. Karl ntun eignast sitt fyrst golf-
sett á næstu vikum sem hann fær að
gjöf frá foreldrum sínum en hingað til
hefur hann fengið að láni golfsettið sem
Óskar bróðir hans á.
Karl æfir golf fimrn daga vikunnar
og er einnig í fótbolta fjóra daga vik-
unnar þannig að hann hefur nóg að gera
yfir sumartímann. Einnig ber hann úr
Morgunblaðið. En hvers vegna er golf
svona skemmtileg íþrótt?
„Það er útiveran og svo er þetta gott
labb."
Verðlauna-
hafar í 1.
flokki
kvenna:
Nanna,
Elsa og
Magnúsína.
Mynd: Sigfús
Verðlauna-
hafar í 1.
flokki
karla:
Asbjörn,
Guðjón og
Jónas Þór.
Mynd: Sigfús
Blaðamannafundur Þjóðhátíðarnefndar Þórs 1994:
Þjóðhátíðarnefnd Þórs efndi til
blaðamannafundar í tilefni Þjóð-
hátíðar sl. miðvikudag. Fjölmiðla-
flóran mætti í öllu sínu veldi með
Flugleiðum til Eyja þar sem for-
maður Þjóðhátíðarnefndar, Bjarni
Samúelsson og Arni Johnsen
kynnir, voru í hlutverki gest-
gjafanna. Ohætt er að segja að
blaðamannafundurinn hafi í alla
staði tekist mjög vel, þrátt fyrir að
hersveitin hafí þurfti að dvelja í
Eyjum hálfum sólarhring lengur
en ráð var fyrir gert vegna veðurs.
Bjarni sagði í samtali við
FRÉTTIR að margir blaðamenn
hefðu haft samband til Eyja eftir
fundinn og lýst yfir ánægju sinni
með hvernig til tókst. Tilgangurinn
með blaðamannafundinum er að
kynna Þjóðhátíðina fyrir hlaða-
mönnum í þeirri von að
Þjóðhátíðin fái myndarlega um-
fjöllun í fjölmiðlum þeirra.
Alls mættu um 30 manns á blaða-
mannafundinn sem hófst með
siglingu út í Klettshelli. Þar kynnti
Ami Johnsen dagskrá Þjóðhátíðar og
kom m.a. fram að þetta er 120. Þjóð-
hátíðin sem Eyjamenn halda.
Þjóðhátíðarlagið var kynnt og leikið
af segulbandi en það heitir Út við
sund og Eyjar og er eftir þá Gísla
Helgason og Guðjón Weihe. Lagið
var síðan tekið upp í hljóðveri sl.
mánudag með hljómsveitinni Upp-
lyftingu og upptaka send til allra
útvarpsstöðva. Að siglingunni
lokinni var farið í Herjólfsdal. Stærsti
hluti blaðamannahópsins hafði aldrei
verið á Þjóðhátíð og því tók Ami
Johnsen góðan tíma í að kynna fyrir
þeim hVemig þessi einstaka hátíð
gengur fyrir sig. Einnig tók Ami létta
brekkusöngsæfingu og þurfti engan
gítar til heldur tóku blaðamennimir
lagió undir stjóm Ama. Að kynningu
lokinni biðu veisluhöld í Þórsheimili.
Þegar blaðamennimir áttu að fara
heim á leið grúfði þoka yfir Heimaey
og var orðið ófært með flugi. Komust
blaðamennimir því ekki til síns
heima fyrr en morguninn eftir en þeir
sáu til þess sjálfir að þeim leiddist
ekki og skemmtu sér konunglega í
Eyjum.
Mikið gert fyrir börnin
Eins og greint hefur verið frá í
FRÉTTUM er búið að ganga frá
ráðningu allra skemmtikrafta á Þjóð-
hátíð og verður miðaverð óbreytt eins
sl. fjögur ár eða kr. 6.500 og 6.000 í
forsölu. Forsala hefst mánudaginn
18. júlí og stendur til föstudagsins 22.
júlí. Bjami benti á að forsalan Væri
einmitt þegar nýtt kortatímabil
hæfist.
Stórhljómsveitimar SSSól og Vinir
vors og blóma leika á stóra dans-
pallinum og Upplyfting verður
aðalhljómsveit á Tjarnarsviði. Tón-
leikar verða tvisvar á dag með
hljómsveitunum Finn Fein, Turbo,
Lipstick Lovers og Quicksand Jesus.
A kvöldvökunum verða einnig Radd-
bandið, Magnús Ólafsson, Eyþór og
Móeiður, Örvar Kristjánsson o.fl.
Mikið er lagt í dagskrána fyrir
bömin. Elva Ósk og Hinrik Bjama-
son verða með atriði úr Dýrunum í
Hálsaskógi, Einari Askeli og Karíus
og Baktusi, Magnús Ólafsson verður
með ýmis gervi, Raddbandið verður
með glens og verða bömin með og
Upplyfting verður með söngkeppni,
danskeppni, látbragðsleik og upp-
lestur fyrir bömin að ógleymdum
bamaböllunum.
Að sjálfsögðu verða hinir ó-
missandi og föstu liðir eins og brenna
á Fjósakletti á föstudagskvöldinu,
flugeldasýningin á laugardags-
kvöldinu sem Þórarar lofa að verði sú
stærsta sem sögur fara af og á sunnu-
dagskvöldinu verður varðeldur og
brekkusöngur sem Ami Johnsen
stjómar. Einnig verður fimleika-
sýning á sunnudeginum og Haraldur
Geir og fleiri Bjamareyingar sýna
bjargsig af Fiskhellanefi á föstu-
deginum.
Að venju verður Þjóðhátíðinni
þjófstartað á fimmtudagskvöldinu
með Húkkaraballinu svonefnda fyrir
unglingana.
Mjög öfiug 'öryggis- og sjúkra-
gæsla verður á hátíðarsvæðinu allan
sólarhringinn alia Þjóðhátíðardagana.
Gæsla verður í höndum Björgunar-
félags Vestmannaeyja sem hefur
margra ára reynslu í þessum málum
og fær auk þess aðstoð ofan af landi.
Kynnir verður að sjálfsögðu Ami
Johnsen og dagskrárstjóri Sigurgeir
Scheving.
Öflugar samgöngur
Vestmannaeyingar búa við úrvals
samgöngur og fyrir lesendur
FRETTA á fastalandinu er ekki úr
vegi að upplýsa um hvaða ferða-
möguleikar eru í boði.
Herjólfur mun bæta við ferðum
vegna Þjóðhátíðar. Verða famar tvær
ferðir á dag, miðvikudag, fimmtudag
og föstudag og síðan aftur mánudag,
þriðjudag og miðvikudag. I tengslum
við Þjóðhátíðina verður boðið upp á
pakkaferðir til Eyja. Hjá BSÍ kostar
pakkinn 9.400 kr. og er þá innifalið
rútuferð, Herjólfsferó og aðgangurað
hátíðarsvæðinu. Pakkar seldir í
Þorlákshöfn eru seldir á 8.600 kr. og
pakkar seldir hjá Sérleyfisbílum Sel-
foss á Selfossi kosta 9.100 kr.
Leigufiug Vals Andersen veróur
með loftbrú frá Bakka og einnig
verður fiogið frá Selfossi.
Flugleiðir verða einnig með loftbrú
og bjóða upp á pakkaferðir af öllu
landinu. Pakkinn frá Reykjavík
kostarkr. 10.990 og er innifalið fiug
og aðgöngumiði. Frá ísafirði kostar
pakkinn 15.990 en dýrast er frá Höfn
eða 17.990.
Islandsfiug verður í stöðugum
ferðum milli lands og Eyja og kostar
pakkinn 11.000 kr.
FuIItrúar Þjóðhátíðarnefndar, skcmmtikraftar, Árni Johnsen og höfundar Þjóðhátíðarlagsins í Herjólfsdal.
Vísir að slysvarnaskóla fyrir börn
I Eyjum eru margir staðir sem bjóða
hættunni heim, bæði fyrir börn og
fullorðna. Skemmst er að minnast
hörmulegs slyss þcgar Sigurður
Helgi Sveinsson drukknaði við S'taf-
nes þann 14. apríl sl. Til að minnast
hans gáfu krakkarnir í 7. bekk
Hamarsskólans ferðasjóð sinn sem
nú stendur i rúmlcga 113 þúsund
krónum. Var ósk krakkanna að
peningarnir yrðu notaðir m.a. til að
koma fyrir bjarghring í Stafnesi. Nú
er það orðið að veruleika því í
vikunni voru settir tveir bjarghringir
og Björgvinsbclti i Stafnes. Til stend-
ur að setja slíkan björgunarbúnað á
fleiri stöðum á eyjunni.
Auk minningarsjóðsins eru það Vest-
mannaeyjabær og Slysavamadeildin
Eykyndill sem niunu kosta búnaðinn og
kostnað við uppsetningu, sem verður í
höndum Björgunarfélags Vestmanna-
eyja sem gefur sína vinnu. Að sögn
Bjarna Sighvatssonar, fomianns
Björgunarfélagsins, var ákveðið að
koma upp bjarghring og Björgvinsbelti
á tveimur stöðum í Stafnesi því landið
þar sé erfitt yfirferðar. Einnig er búið að
koma upp björgunarbúnaði í Kapla-
gjótu. Ákveðið hefur verió að setja
björgunarbúnað á sitt hvom hafnar-
garðinn þar sem tugir krakka em ávallt
að veiða. Brimurð og Klaufin koma
einnig sterklega til greina.
Endanlegur kostnaður liggur ekki
fyrir en talið er að hann nemi um
nokkur hundruð þúsund krónum Bjarni
sagði að auðvitað væri engin spuming
um að löngu tímabært hefði verið að
setja björgunarbúnaðinn upp. Hann
sagðist hafa heyrt eftir hið hörmulqga
slys í Stafnesi í vor að menn hefðu áður
farið í sjóinn á svipuðum slóðum en
sloppið fyrir horn. Það hefði hins vegar
ekki farið hátt og sýndi nauðsyn þess að
björgunarbúnaður væri fyrir hendi.
Hugmyndin að baki minningar-
sjóðnum var fyrst og fremst að komið
yrði upp slysavarnaskóla fyrir böm.
Fyrsta verkefnið var að koma upp
bjarghring og neti við Stafnes og mikill
áhugi er fyrir því að búa til námsefni til
að efla slysavamir hjá bömum.