Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Page 4
Bermir Ágústsson, sjávarútvcgsfræöingur í Norejíi, um Svalbarðadciluna:
NYFÆDDIR VESTMANNAEYINGAR
Deilan hefur einkennst af
stríðsyfirlýsingum beggja aðila
Eyjamaðurinn
Bergur E. Agústs-
son, sjávarút-
vegsfræðingur hjá
hagfræðideild
sjávarútvegs-
stofnunarinnar í
Tromsö í Noregi,
hefur ekki verið
öfundsverður af
hlutskipti sínu undanfarnar vikur
vegna fiskveiðideilu Islendinga og
Norðmanna. Sem Islendingur í
innsta hring norsks sjávarútvegs
þekkir hann vel báðar hliðar á
deilunni.
Bergur segir að sjaldan eða aldrei
hafi Island eða Islendingar verið jafn
áberandi í norskum fjölmiðlum og að
undanfömu. Veiðar Islendinga á
Svalbarðasvæðinu hafi fengió mikla
umfjöllum og mikið veriö ræddar
meðal almennings í Norður-Noregi.
„Því miður verður að segjast að um-
ræðan hefur einna helst einkennst af
stríðsyfirlýsingum forystumanna í
íslenskum og norskum sjávarútvegi.
Slíkar yfirlýsingar munu varla leiða
til þess aó deilan leysist.
Það má segja að þessi deila milli
frændþjóðanna hafi komið upp á
góðum tíma fyrir norsk stjómvöld.
Þannig er mál með vexti að eftir aó
samningum lauk við ESB hafa menn
rifist um niðurstöðu samningsins
fram og til baka. Ekki em margir
sammála um hvað þessi samningur
muni leiða af sér, sérstaklega hvað
varðar norskan sjávarútveg. Á meðan
samningum við ESB stóð var helsta
slagorð Norðmanna „Vi har ikke en
ftsk á gi“, en eins og flestir vita varð
niðurstaðan önnur. Norsk stjómvöld
hafa hlotið mikla gagnrýni fyrir að
hafa gefið eftir hvað þetta varðar,“
sagði Bergur.
Eftir að Svalbarðadeilan kom upp á
borðið fengu norsk stjómvöld kjörið
tækifæri til að sýna fram á að hags-
munir sjávarútvegsins væm hafðir að
leiðarljósi og gripu þar af leiðandi til
harðra aðgeróa. Bergur segir að
þessar aðgerðir hafi leitt til þess að í
fyrsta skipti í langantíma styðji flest-
ir Norðmenn aðgerðir stjómvalda af
heilum hug og norski sjávarútvegs-
ráðherrann, Jan Henry T. Olsen hafi
vaxið mjög í áliti í deilunni.
„Eg hef ekki hugsað mér að taka
afstöðu í þessu máli hér og nú, þar
sem ég er eini starfandi Islend-
ingurinn hjá sjávarútvegsstofnuninni
í Tromsö. En ég vona innilega að
stríðsyfirlýsingunum muni fækka og
menn setjist niður og fihni lausn sem
báðir aðilar geti sætt sig við þó það sé
auðveldara sagt en gert,“ sagði
Bergur.
Svalbarðadeilan hefur síðustu tvær
vikumar fallió í skuggann af fréttum
um aðgerðir Grænfriðunga vegna
hvalveiða Norðmanna. „Norska
landhelgisgæslan hefur tckið einn bát
grænfriðunga til hafnar og munu
höfða mál gegn þeim. Einnig kom til
átaka milli landhelgisgæslunnar og
Paul Watson sem er vel þekktur á Is-
landi en því miður tókst honum að
koma sér á opið haf út áður en hægt
var að ná honum. Þaó hefur því verið
í nógu að snúast hjá Norðmönnum að
undanfömu. En hvað sem öðm líður
er það augljóst mál að deilur milli
Norðmanna og annarra, hvað sem
þær nú snúast um, þjappa fólki með
ólíkar skoðanir á hinum ýmsu
málum, saman.“
Bergur bað aö lokum að heilsa
heim og vonaðist einnig til að IBV
tækist að halda sér í 1. deild.
í Tölvuskólanum
Upplýsingar í síma 11122 og 13220
Tölvuskóli Vestmannaeyja
IFríða Dóra Jóhannsdóttir:
Dóra Jóhannsdóttir:
Fleiri stelpur í golf
í Meistaramótinu í golfí um
síöustu helgi hafnaði Fríða Dóra
Jóhannsdóttir í 2, sæti í meistara-
flokki. í raun og veru átti hún að
keppa í 1. flokki en svo Jakobína
Guðlaugsdóttir þyrfti ekki að
vera ein í mcistaraflokki voru
Fríða Dóra og Katrín Harðar-
dóttir hækkaðar um einn flokk.
Fríða Dóra byrjaði seint í golfí en
hefur mikið yndi af því að taka
einn hring í góöum félagsskap. Því
miður er kvcnmannsskortur í
Golfklúbbi Vestmannaeyja og er
það sérstakt áhugaefni klúbbsins
að fá fíeiri stúlkur á öllum aldri til
að iðka golf. Fríða Dóra er Ijós-
lifandi dæmi um að það er aidrei
of seiut að byrja í golfi og hún
sýnir Eyjamönnum sér hina
hliöina.
Fullt nafn? Fríða Dóra Jóhanns-
dóttir.
Fæðingardagur og ár? 18. mars
1939.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Gift Gunnlaugi
Axelssyni og við eigum þrjú böm,
Axel Valdemar, Jóhönnu Krístínu
og Halldór, og sex bamaböm, Önnu
Dóm, Andra Frey,.. Anítu, Dóru
Kristínu, Gunnlaug Öm og einn ó-
skíröan.
Farartœki? Toyota Corolla ‘88
sem ég á.
Menntun og starf? Gagnfræóingur
og ég vinn vió afgreiðslustörf.
Helstigalli? Eyðslusemi.
Hclsti kostur? Það get ég ekki sagt
um sjálf, læt aðra dæma um þaó.
Uppáhaldsmatur? Nýtt svínakjöt.
Versti matur? Enginn sérstakur.
Eg elda aldrei mat sem mér þykir
vondur.
Uppáhaidstóniist? Það eru hinir
einu og sönnu Bítlar og jassinn er
voóa góður.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Þorsteinn Hallgrimsson.
Hvaða stjórnmálamanni hefur þú
mestar mætur á? Engum.
Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið
þitt? Siguróur Hall og matreióslu-
þættimirhans.
Hvaða sjónvarpsefni finnst þér
leiðinlegast? Væmnar bíómyndir.
Uppáhaldsleikari? Enginn sér-
stakur.
Uppáhalds bíómynd? Söngleikir
eru mjög skemmtilegir,
Hvað gcrir þú í frístundum
þínum? Spila golf.
Hvað metur þú mest S fari
annarra? Heiðarleika.
Hvað fer mest í taugarnar á þér t
fari annarra? Leti.
Hvernig finnst þér best að slappa
al? Heima hjá mér með fjölskyld- •
unni.
Fallegasti staður sem þú hcfur
komiö á? Auðvitað Vestmanna-
eyjar og svo er Borgartjörðurinn
mjög fallegur.
Hvaða námsefni iíkaði þér verst í
skóla? Félagsfræði.
Hvað myndir þú gera ef þú yrðir
bæjarstjóri í einn dag? Setja
hraöahindrun á Kirkjuveginn.
Uppáhalds félag sem þú hefur
starfað með? Golfklúbbur Vest-
mannaeyja.
Hvernig gekk Meistaramótið í
golfi? Mér gekk sæmilega en mótið
I
v 3
í heild gekk mjög vei. Nýi völlurinn
er virkilega skemmtilegur en hann
er mjög erfiður yfuferóar í þessari
vindátt sem var. Völlurinn hefur
tekið vel við sér síðan í vor.
Hvað ertu hræddust við? Ó-
kunnuga hunda,
Ef þú værir fluga á vegg, hvar
vildir þú helst vera? Helst hvergi,
þær eru drepnar alls staðar.
Hvað dettur þér í hug þegar þú
heyrir orðin:
- Golf? Leíkur.
- Þjóðhátíð? Skemmtun.
- Heimsmeistarakeppnin? Mark-
vörðurinn hjá Svíunum um daginn.
Að iokum? Ég vil hvetja allar
stúlkur til að prófa golfið, fara á
námskeið og sjá hvemig þcim líkar.
Ég get iofað ykkur stelpur að golfið
er góð og holl hreyfing og skemmti-
leg iþrótt. Verið ekkí feimnar heldur
látió sjá ykkur.
Stelpa
Þann 9. júlí sl. eignuðust Jóhanna Sigmarsdóttir og Magnús Björgvin
Jóhannsson stúlku. Hún vó 16 merkur og var 53 sm. Ljósmóðir:
Valgerður B. Ólafsdóttir.
Strákur
Þann 20. júní sl. cignuðust Iris Þórðardóttir og Valur Örn Gíslason
dreng og er hann fjórða barn þeirra. Hann vó 20 merkur og var 58
sm. A myndinni eru einnjg systkinin Eydís Inga og Eysteinn Orri.
Ljósmóðir: Valgerður B. Ólafsdóttir.
Strákur
Þann 5. júlí
sl. eignuðust
Hclcna
Sigurðar-
dóttir og
Karl
Karlsson
dreng. Hann
vó 15
merkur og
var 52 sm.
Ljósmóðir:
Valgerður B.
Ólafsdóttir.
Strakur
Þann 1. júní sl. eignuðust Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir og
Guðjón Örn Guðjónsson dreng. Hann vó 14 merkur og var 51 sm. A
myndinni eru einnig tvíburarnir Gunnlaugur Örn og Dóra Kristín.
i íAcmóöir: Björg Ingimundardóttir.
Strákur
Þann 28. júní sl. eignuðust Nazunin Naimi og Wolfgang Zeller dreng,
sem fæddist í Reykjavík og hefur verið nefndur Cyrus Werner. Hann
vó 12 merkur og var 49 sm. Á myndinni er einnig amman Tahera
Naimi Ljósmóðir: Emma Þorsteinsdóttir.