Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Síða 6
 Fimmtudagurinn 14. Júlí Góð þátttaka í fjölskyldudegi Sparisjóðsins Sparisjóðurinn stóð fyrir fjölskyldudegi á laugar- daginn og var þátttaka mjög góð. Stærsti viðburður fjölskyldudagsins var spari- sjóðsskokkið þar sem fólk gat valið á milli tveggja vega- lengda og hlaupið eða labbað, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Samhliða skokkinu var boðið upp á gönguferð um söguslóðir undir leiðsögn Arnars Sigurmundssonar. Fjöldi fólks nýtti sér þetta tækifæri og fylgdi Arnari út á Skans og um miðbæinn þar sem rakin var saga gamalla húsa. Börnum stóð til boða að fara í ýmsa leiki og tónlist var bæði fyrir yngri og eldri og að endingu var boðið upp á grillaðar pylsur og gos- drykk til að renna þeim niður. Arnar Sigurmundsson upplýsti fólk um sögu gamalla húsa. Lagt upp í Sparisjóðsskokkið. Fólk á öllum aldri tók þátt í skokkinu og margir létu sig ekki muna um að taka börnin með þó þau væru enn í vagni eða kerru. Hitað upp áður en lagt var upp í skokkið. Sippið freistaði fleiri en yngstu krakkanna. Útvegsbændafélagið: -Veiðiheimildir komnar langt undir hungurmörk. Blaóinu hefur borist fundargerð stjórnar Útvegsbændafélags Vest- mannacyja frá því á föstudaginn þar scm erfió staða útgerðarinnar var til urnræóu. Á stjómarfundi í Útvcgsbænda- félagi Vestmannaeyja 8, júlí sl. ræddu stjónarmenn m.a. um ástand og horl'ur í útgerö hér í bæ og voru menn sammála um að nú væri svo komió aó rekstur á hinum heföbunda vertíöarbát næði ekki endum saman, þar sem aflavcrðmæti veiðiheimilda væri of lítið til þess aó standa undir óhjákvæmilegum kostnaói við rekst- urinn og því um taprekstur að ræóa hjá langflestum. En aliir víta að þess háttar útgerö gengurekki lengur. Staðrcyndimar blasa viö, þar sem scx bátar hafa á síuttum tíma misst einkennisstafina VE og auk þess hafa tveir verið seldir á nauöungar- sölu, en eru hér ennþá. Hvaó sem það verður lengi. Þá hefur einn til yiðbótar verið auglýstur á nauðungarsölu í vióbót og alvarlcgt ástand blasir vió hjá fleírum. Þessi hremming varöar hvem einasta íbúa þessa byggöarlags og ekki síður bæjaryfirvöld. Þaó ættu því allir að leggjast á eitt til þes aö bjarga því sem bjargað veröur. En hvað er ti) ráða? Því miöureru engar líkur á því að veiðiheimiidir f - . veröi auknar í nánustu framtíð og engin teikn eru á loft um hærra fisk- verö. Sú hugmynd að sameína veiðiheimildir með frekari fækkun báta er fyrirfram dauöadæm, enda hefði hún í för mcð sér verulega at- vinnuskerðingu, bæði til sjós og lands. Lækkun rckstrarkostnaðar virðist því vera eina bjargráðið. Stærstu rekstrarliöir í útgerð eru aflahlutir skipverja, olíur, veiðarfæri, trygg- ingarog vióhald skips og búnaöar. Olíuverö á íslandi hefur lengi veriö gagnrýnt svo og óheyrileg á- lagning á alla varahluti og tæki til skipa, en árangur hefur enginn oröió og verður að herða þann róóur. Þá veróur aó krefjast þess, þegar veiöi- heimildir eru orðnar undir hungurmörkum, að frekari skeróingu á þeim vegna útflutníngs á ferskum fiski verði hætt. Þeim sem lent hafa í vonlausri dráttarvaxtasúpu veróur aö hjálpa með skuldbreytingu eöa lána- iengingu og skiptaprósenta veröur að lækka, sér í lagi hjá þeim sem eru á togveiðum, enda eru aflahlutir hærra hlutfali af heildarverömæti á þeim veiðiskap en öðrum Þróun í útgerð frá Vestmanna- eyjum slðastliöin 10 ár er sú að árið 1985 var gerður út 51 bátur yfir 10 rúmlestir frá Eyjum 1986 50 bátar 1987 50 bátar 1988 53 bátar 1989 58 bátar 1990 60 bátar 1991 57bátar 1992 53bátar 1993 52bátar 1994 46 bátar 2000 ?? bátar Enginn þorir aö spá því hvaóa tölu mcgi sctja i stað spumingar- merkjanna en óhætt er að fullyrða að verði ekki brugðist við því ástandi sem nú er, og þaó strax, verður sú tala ekki há; eru lokaorð fundar- gerðarinnar. Norrænir sníkjudýrafræðingar funduðu í Eyjum: Fjölluðu um sníkudýr í fískum Margrét Lilja og Hafsteinn voru meðal þeirra sem sátu ráðstefnuna. Samtök norrænna sníkjudýra- fræðinga héldu ráðstefnu í Eyjum í síðustu viku. Ráðstefnan fjallaði um sníkjudýr í fiskum og voru hátt í 40 manns sem sóttu ráðstefnuna frá Norðurlöndunum, Rússlandi, Italíu, Færeyjum og Kanada. Þrír Vestmannaeyingar fylgdust með fyrirlestrum á ráðstefnunni, Haf- steinn Guðfinnsson hjá Hafrann- sóknastofnun í Eyjum, Margrét Lilja Magnúsdóttir líffræðingur og Gísli Gíslason heilbrigðisfulltrúi. Að sögn Hafsteins vom flutt erindi um ýmsar rannsóknir á sníkjudýrum í fiskum. Þau erindi sem honum fannst athyglisverðust fjölluðu um sníkju- dýr í úthafskarfa og var frá Hafrannsóknastofnun, fyrirlestur um sníkjudýr sem vágest í laxám í Noregi, sníkjudýr í hrognkelsum í norska hafinu og ýmislegt fleira. Ráðstefnan stóð frá sunnudegi til miðvikudags. Hafsteinn sagði að ástæóan fyrir því að sníkjudýrasér- fræðingamir hefðu fundað í Eyjum væri sú að samtök norrænna sníkja- dýrafræðinga ætti 30 ára afmæli. Af því tilefni hefði þótt kjörió tækifæri til að gera eitthvað öðruvísi en venju- lega og því hefði Island orðið fyrir valinu sem ráðstefnustaður. Vest- mannaeyjar hefðu þótt kjörinn staður staður fyrir slíkt því hér væri mjög athyglisverð náttúra. „Fólkið var afskaplega ánægt með dvölina í Eyjum. Hér var afbragðs veður og það nýtti tækifærið og fór í skoðunarferðir, skoðaði náttúmgripa- og fiskasafnið og var stprhrifið. Það kom fram í lok ráöstefnunnar að fólk var ánægt með staðsetninguna og umhverfið þar sem sem hún var haldin. Fólkiö kynntist mjög vel og fann fyrir mikilli samkennd á þessari eyju. Það tvístraðist ekki eins og stundum vill verða í stórborgum. Ekkert okkar þriggja frá Eyjum er í tengslum við rannsóknir á sníkju- dýrum en það var ekki hægt að sleppa tækifærinu til að hlusta á sér- fræðinga halda fyrirlestra í líffræði. Fyrirlestramir byggðust annars vegar á verkefnum sem fólk er að vinna og hinsvegar gestafyrirlestrum," sagði Hafsteinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.