Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Page 11
Fimmtudagurinn Í4. júlí 1994 SSMft"'$fv ,:: •Kí*g:: : '•’ ‘ • ; II Lundaveiðiinenn ómyrkir í máli vej>na nýrra ákvæða uin veiðikort: „Þurfum enga miðstýr- ingu úr Reykjavík“ Ystaklettsmenn tróna sem fyrr á toppi lundaveiðilistans. Á myndinni eru bræðurnir IWður og Halldór Hallgrímssynir að hamflctta. Lundaveiðimenn eru ómyrkir í máli yfír nýjum ákvæðum um að þeir þurfí að kaupa sér veiðikort í framtíðinni til að geta stundað tómstundaiðju sín. Þeir segjast ekki þurfa miðstýringu úr Reykja- vik og kalla veiðikortin skatt- heimtu til þess að verða einhverj- um kerfísköllum í Reykjavík úti um vinnu. Lundaveiði hefur verið í meðallagi góð það sem af er sumri en hún hófst 1. júlí sl. Ystakletts- menn tróna sem fyrr á toppnum en annars hafa úteyingar verið latir við að fara út í eyjurnar. Áls- eyingar mega ekki vera að því að veiða lunda vegna bygginga- framkvæmda úti í eyju og Elliðaeyingar slátra annars konar kippum en lundakippum að því er heimildir herma. Eins og sagt frá í síðustu FRÉTTUM tóku í gildi ný lög 1. júlí sl. um vemd, friðun og veiðar á villt- um fuglum og spendýrum. Samkvæmt ákvæðum laganna skulu allir þeir sem stunda veiðar, þar á meðal þeir sem stunda lundaveiðar, hafa aflað sér veiðikorts. Útgáfa þeirra hefur hins vegar verið frestað fram í ársbyrjun 1995 og ekki verður gerð krafa um veiðiskýrslur fyrr en í ársbyrjun 1986. Veiðileyfi á Össur Hallgrímur Þórðarson, blaða- fulltrúi Ystaklettsveiðimanna, sagði að lundaveiði hefði verið með miklum ágætum í Ystakletti eða um 50 kippur sem gerir 5000 lunda. „Það er varla að maður eigi að vera að gefa fjöldann upp og við eigum að fara að biðja um eitthvert helvítis veiðileyfi. Það væri frekar að gefa út veiðileyfi á hann Ossur. Lundaveiðimenn em ekkert illir yfír þessu en okkur finnst þetta tóm vitleysa og endaleysa. Lundi hefur verið veiddur hér í margar aldir og stofninn er hvergi nærri í hættu,“ sagði Hallgrímur. Ystaklettsmenn halda nákvæmt bókhald yfir lundaveiðina hjá sér og um þetta leyti árs í fyrra hafði varla veiðst fugl. Veiðin í ár er hins vegar mjög góð það sem af er. Þórður Hall- grímsson hefur eins og oft áður veitt mest af Ystaklettsmönnum. Mest veiddi hann yfir einn dag tæpar 8 kippur eða um 800 lunda. I veiðikofanum í Ystakletti em kojur fyrir 7 veiðimenn og einn svefnsófi. Hallgrímur sagði að sjald- an væm svo margir að veiða í einu enda koma flestir veiðimennimir úr Veiðarfæragerð Vestmannaéyja og halda þyrfti verkstæðinu gangandi. Því gætu ekki allir farið að veiða í einu. Eitt lundaafbrigði hefur veiðst í Ystakletti. Það var Gylfi Einarsson sem veiddi lundadrottningu. Hún er brúnleit að lit og hvergi svart að finna í henni. Sjaldgæft er að fá lunda- drottningu en að fá alhvítan lundakóng er enn sjaldgæfara og veiðist ekki nema á margra ára fresti. í fyrra veiddi Þórður Hallgrímsson lundakóng og segist faðir hans, Hall- grímur, ekki hafa séð hvítari lunda á ævinni. Ystaklettsmenn veidd tvö af- brigði í fyrrasumar en komu auga á a.m.k. fjögur. Eftir að hafa lýst yfir ánægju sinni með gengi Svía í heimsmeistara- keppninni sagðist Hallgrímur vilja gera athugasemd við myndatexta í síðustu Dagskrá. Þar stendur að veiðimenn í Ystakletti hafi þann hátt- inn á þegar þeir koma veiðinni heim, að þeir kasti fuglinum í litlum kippum í sjóinn þar sem hann er tekinn upp í tuðru. Hallgrímur sagði að hvað varðaði þá í Ystakletti væri þetta ekki alls kostar rétt. „Við fleygjum aldrei okkar fugli í sjóinn. Fuglinn fer beint niður í bát, 100 stykki í poka.“ ✓ Alseyjarhöllin vígð 23. júlí Halldór Sveinsson, Álseyingur, sagði að þar á bæ mættu menn ekkert vera að því að veiða lunda þessa dagana því öll orka færi í það að klára nýju veiðihöllina í Álsey. „Bygg- ingaframkvæmdimar ganga mjög vel og stefnt er að því að vígja nýju höl- lina 23. júlí nk. Ég held að það sé alveg Ijóst að þetta verður glæsi- legasta veiðihúsið á norðlægum slóðum. Þama verður gistipláss fyrir 15 veiðimenn og öll aðstaða til fyrir- myndar. I Alseyjarfélaginu eru um 15 karlar en margir þeirra eru ýmist snúnir eða skakkir og ekki veiðifærir vegna meiósla sem þeir hlutu í öðmm íþróttagreinum." Álseyingar eru frekar óhressir með nýju lögin frá umhverfisráðuneytinu, að lundaveiðimenn þurfi að afía sér veiðikorts. „Mér finnst þetta óttalega vitlaust, þetta eru lög sem aldrei verður hægt að framfylgja. Ég sé ekki í hendi mér hvemig lögreglan á að standa í því að clta menn urn fjöll og fimindi til að athuga hvort þeir séu með veiðileyfi upp á vasann. Þetta verður til þess að fólk tekur ekki mark á neinum lögum og veiðimenn hætta að gefa upp veiðitölur," sagði Halldór, sem sjálfur starfar sem lög- reglumaður. Á heimalandinu em margir drjúgir lundaveiðimenn sem eru mjög dug- legir við veióina. Auk þess em mjög margir sem taka í háf um helgar en að sögn Magnúsar Bragasonar em um 20 lundakarlar sem veiða á heima- landinu að staðaldri. „Veiðin hefur verið ágæt það sem af er. Hún byrjar alla vega mun betur en í fyrra en ég myndi segja að þetta væri eins og í meðalári. Veðrið hefur ekki verið of hagstætt en heldur ekki óhagstætt. Ég myndi áætla að veiðin hér á heima- landinu, að Stórhöfða undanskildum, sé um 50 kippur," sagði Magnús. Óþarfa skattlagning Ekki vildi Magnús tjá sig um nýju ákvæðin um veiðikortin heldur vísaði alfarið á föður sinn því hann hefði mjög ákveðnar skoðanir um þessi mál. Þar var ekki komið a<J tómum kofunum. Bragi Steingrímsson sagðist ekkert botna í þessari nýju reglugerð. „Þetta er í ágætis standi hjá okkur. Lundaveiði hefur tíðkast hér í margar aldir og aldrei veriö gengiö á stofninn heldur þvert á móti hefur lundanum fjölgað. Við þurfum enga miðstýringu úr Reykjavík, ég sé enga ástæðu til þess. Bærinn á allar út- eyjamar og eins og við í Hellisey borgum okkar veiðileyfi til bæjarins, 24.000 kr, skilvíslega á hverju ári. Mér finnst þetta lykta langar leiðir af óþarfa skattlagningu sem er til þess gerð að skaffa einhverjum kerfis- körlum í Reykjavík vinnu,“ sagði Braji. Úti í Elliðaey hefur veiði verið þokkalqg. Jóhann Ragnarsson, fjöl- miðlakíkir Ellióaeyinga sagði að veiðin í Elliðaey hefði verið orðum aukin í síðasta blaði. Búið væri að veiða um 20 kippur en veðurfar hefði verið óhagstætt. Um helgina voru 6 veiðigarpar í Elliðaey en vciði var dræm. „I Elliðaey er lundaveiðin ckki aðalatriðið heldur félagsskapurinn og útivcran. Allir þeir sem vciða citth- vað að ráði la sína hundrað lunda en allt umfram það fer í veiðilclagið scm sér um að borga tryggingar, mat og ýmislegt annað sem gerir tilveruna skemmtilegri," sagði Jóhann. Um nýju veiðikortin sagði Jóhann að þau væru algjör brandari. „I’etta er einn eitt dæmið um skriffinnskuæði. Það þarf allt að komast inn í tölvu, þá líðurþeim vel áReykjavíkursvæðinu. I>etta vcróur eitthvað skrýtið þegar þeir scm veiða á heimalandinu til að selja, þurfa að fara að skila inn skýrslum um veiðina. Það læðist að manni sá grunur að í framtíðinni verði hver einasti veiðistaður í Vest- mannaeyjum bcintengdur í gegnum tölvunet við tölvugúrúana í Reykja- vík og um leið og einn lundi vciðist verður það slegið strax inn í tölvuna,“ sagðiJóhann. Alvöru veiðimaður er friðarsinni í leiðinni Hlöðver Johnsen, Bjarnareyjar- jarl, sagði að í Bjamarey hefði vcrið ágætis veiði enda nóg af fugli. „Lundinn er farinn að bera hcilmikið af síli þannig að þetta lítur vel út. En þetta er spurning um að menn hafi Gunnólfur Lárusson, sem rekur Pinnann, hefur fært út kvíarnar og opnaði fyrir skömmu ísbúð að Brimhólabraut 1. Auk íss af öllum tegundum, stærðum og gerðum, býður hann upp á salatbar, kaffí og kakó. Þegar fram líða stundir mun Gunnólfur cinnig bjóða upp á alls kyns ísrétti og jafnvel bjóða fólki upp á að fylla ílát sem það kemur með, af ís. „Ég keypti allt húsnæðið, verslunarhúsnæðið og íbúðina en ég flyt með fjölskylduna í íbúðina þegar hún verður tilbúin. ísbúðin er tilraun af minni hálfu. Ég sló til eftir að hafa rætt við ýmsa aðila sem sögðu að þetta væri spennandi möguleiki. Allir ísinn kemur frá Kjörís og þykir sá besti í dag,“ sagði Gunnólfur. En gengur að selja ís í Eyjum yfir tíma og áhuga til að nýta sér þetta. Sjálfur er ég dæmdur úr leik í bili vegna smá vcikinda cn það er allt á réttri lcið.“ Aðspurður um þurfa að kaupa sér veiðileyfi til að veiða lunda, sagði Hlöðvcr að þcssi nýju lög væru hvorki fugl né fiskur. „Það er mikil- vægt í þessu samanbandi að minnast þess að bærinn leigir veiðiréttinn til veiðifélaga í útcyjunum þannig að þar á sér stað tvísköttun. En ég held að það sé af hinu góða að gefa út vciði- leyfi á heimalandið því það er verðugt vcrkefni að vernda það. Mér finnst vciðin þar stundum full mikil. Manni uppi í Klifi var t.d. eyðilagður á sínum tíma cn það var fomfrægur veióistaður í suðaustan átt. Þar sést nú ekki fugl. Illa var farið með Miðklctt á sínum tíma en hann er allur að koma til. Alvöru veiðimaður cr friðarsinni í lciðinni. Við verðum að umgangast náttúruna með virðingu. Þegar ég byrjaði að valda háfi á sínum tíma var búið aö friða heima: landið í 10 ár vegna ofvciöi. I úteyjunum gildar strangar reglur um veiðimennskuna og þær cru virtar og þannig á það cinnig að vcra á hcima- landinu. Ég lcnti í því í gamla daga að vcra kallaður til scm dómari cf lunda- vciðimaöur fór af stað fyrir tímann cn það var hægt aö sjatla þau mál,“ sagði Hlöðvcr sem sá ekki allt svart yfir vciðikortunum. háveturinn þcgar frost er á fróni? „I Reykjavík gengur það mjög vel að selja ís yfir háveturinn. Ég hef trú á því að það gangi einnig héma.“ Að sögn Gunnólfs hafa viðbrögðin verið mjög góð og seldist hvorki meira né minna en hálft tonn af ís fyrsta daginn sem búðin var opin. „Mér sýnist þetta aóallega vera fjölskyldufólk sem kemur við héma á rúntinum og fær sér ís og borðar hann hér inni í stað þess að gera það í bílnum. Það hcfur verið nóg að gera síðan við opnuðum sem segir mér að ísinn sé góður sem við erum að selja. Á hæðinni fyrir ofan ísbúóina er stór salur sem ég er ekkert farinn að nýta og þar væri hægt að gera ýmislegt sniðugt. Hvað það verður kemur í ljós.“ VORUM AÐ TAKA UPPÚRVALAF n&tCiMs KARLMANNA- SKÓM Skóverslun Sími 11826 IK)GU Gunnólfur ásamt afgrciðslustúlku og tvcimur tryggum viöskiptavinum. Hálft tonn af ís á einum degi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.