Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Síða 14
Landakirkja
SunnudaguM7.júlí:
11:00 Helgistund i kirkjunni. Molasopí
í Safnaðarheimílinu á eftir.
Fimmtudagur kl. 20:30
Biblíulestur
Föstudagur kl. 20:30
Unglingasamkoma
Laugardagur kl. 20:30
Brotning brauðsins
Sunnudagur Kl. 16:30
Vakningasamkoma.
Aðventkirkjan
Laugardagurkl. 10:00
Biblíurannsókn. Gestur helgari-
nar: Lilja Ármannsdóttir.
Bahá'í samfélagið
Opið hús að Kirkjuvegi 72B,
fyrsta fimmtudag hvers
mánaðar kl. 20:30. Almennt
umræðuefní. Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Minningarkort:
Eftirtaldar sjá um sölu á
minningarkortum Krabbavarnar:
Kristfn s: 11872, Hólmfrfður s:
11647, Guðnýsími 13084
og Anna s: 11678.
HVERJIR VERÐfl
HEIMSMEISTARAR?
Stefnum upp í 1. deild
Sendum vinum okkar fjær og nær, innilegar þakkir fyrir
þann vinahug, sem okkur var sýndur viö andlát
og jarðarför
INGVELDARJÓNSDÓTTUR
Hraunbúðum Vestmannaeyjum
Þökkum sérstaklega starfsfólki Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja
fyrir hlýju og umhyggju í hennar garð.
Ágústa Bjömsdóttir Jón Runólfsson
Alda Bjömsdóttir Hilmir Högnason
og aörir vandamenn.
Á sunnudaginn fer fram úrslita-
leikurinn í heimsmeistarakeppn-
inni í knattspymu. I nótt skýrðist
hvaða lið leika til úrslita um
heimsmeistaratignina en þá fóru
fram undanúrslitaleikimir milli
Brasilíu og Svíþjóðar annars vegar
og Ítalíu og Búlgaríu hins vegar.
FRÉTTIR fengu nokkra
valinkunna knattspyrnuspekinga
til að spá því hverjir verða heims-
meistarar en spumingamar voru
lagðar fyrir þá áóur en úrslitin í
undanúrslitaleikjunum lágu fyrir.
Brasilía
Ólafur Pétur
Sveinsson,
Ijósmyndari:
Ég held að
Brasilía og Ítalía
leiki til úrslita.
Brasilía vinnur
Svía 4-0 í undan-
úrslitunum og
Italir vinna
Búlgari 3-2. Urslitaleikurinn fer
3-2 fyrir Brasilíu og þeir verða
heimsmeistarar.
Ítalía
Kári Þorleifs-
son, járnsmiður
& málari:
Þaó er mín sann-
færing að það
verði Ítalía og
Brasilía sem leiki
til úrslita og Ítalía
verði heims-
meistari. Leikur-
inn fer 2-1. Þeir era seigir spagetti-
karlamir.
Brasilía
Björn Elíasson,
kennari:
Mitt lið, Brasilía,
verður heims-
meistari. Ég er
búinn aó segja
það allan tímann.
Ég á von á því að
Italirnir mæti
þeim í úrslita-
leiknum. Þeir em alveg ótrúlegir,
hafa unnið tvo leiki einum leik-
manni færri. Ef Brasilía tagar mun
ég lýsa yfir þjóðarsorg að Ashamri
3d. Ef mínir menn vinna verður
dansaður sambadans í götunni.
Brasilía
Margrét
Elsabet
Kristjánsdóttir,
fóstra:
Besti leikurinn
yrði auðvitað '
Brasilía og Ítalía. |
Brassamir em
mínir menn og
ég tippa á að
sambaboltinn hafi betur og
Brasilía vinni 2-1.
Ítalía
Katrín
Harðardóttir,
afgreiðslumær:
Italía vinnur
þetta af því það
er mitt lió. Þeir
mæta Brasilíu í
úrslitaleiknum og
vinna 1-0 og
Roberto Baggio
skorar sigurmarkið.
„Ef það væri haldið betur utan um
hópinn ætti hann bjarta framtíð því
það eru mjög efnilegar stelpur í IBV.
Kvennafótboltinn vill oft gleymast á
vetuma sem er mikilvægasti tíminn
til undirbúnings, bæði hjá stelpunum
og hjá forráðamönnum."
- Fær kvennaknattspyma nægilega
mikla athygli almennings?
„Nei, alls ekki, og ekki heldur í
fjölmiðlum, sérstaklega 2. deildin."
- Hvemig finnst þér 2. deildin miðað
við undanfarin ár?
„Við emm í mjög sterkum riðli og
mér finnst fleiri góð lið miðað við
það sem áður var. í okkar riðli eru
átta lið en í riðlinum fyrir norðan em
aóeins tvö lið og fjögur lið fyrir
austan. Það komast tvö lið úr okkar
riðli í úrslit en eitt úr hinurn."
- Að lokum?
„Ef stelpur vilja æfa og hafa á-
hugann eiga þær ekki að vera
hræddar við að mæta á æfingar.
Drífið ykkur á næstu æfingu."
Þess má geta að næsti leikur
stelpnanna í 2. deild verður í Eyjum á
laugardaginn gegn FH.
3. flokkur kvenna Týs vann stór-
sigur á Fylki í Islandsmótinu fyrir
skömmu. Týsstúlkur unnu með
hvorki meira né minna en 10-0.
Mörk Týs skoruðu þær Bryndís 4,
Hjördís 2, Agústa 2, Lára Dögg 2.
Týsstelpurnar eiga góða mögu-
leika á því að komast í
úrslitakeppnina.
5. flokkur drengja keppti við
Skallagrím í Borgamesi og vann
einnig stórsigur, 8-1.
Sanngjarnt jafntefli
Efstu liðin í A-riðli 2. deildar, ÍBV
og Fjölnir, skildu jöfn í Eyjum á
sunnudaginn. Úrslitin voru mjög
sanngjörn og bæði liðin eru nú mcð
11 stig á toppnum eins og Reynir
Sandgerði.
ÍBV byrjaði leikinn með látum og
fékk vítaspymu þegar markvörður
Fjölnis felldi Eddu Eggertsdóttur. íris
Sæmundsdóttir brenndi hins vegar af
vítaspymunni. IBV var mun sterkari
aóilinn í fyrri hálfleik en staðan í
hálfleik var 0-0.
I seinni hálfleik snerist gangur
leiksins. Fjölnisstúlkur sóttu stíft en
gegn gangi leiksins skoraði Sigþóra
Guðmundsdóttir glæsilegt mark fyrir
IBV, beint úr aukaspymu. Fjölni
tókst hins vegar aó jafna áður en yfir
lauk og úrslitin urðu því 1-1.
Leikur IBV var mjög kaflaskiptur
en þegar stelpurnar em í essinu sínu
eru þær til alls líklegar. Lið IBV var
þannig skipað að Petra var í markinu,
Þórunn, Eva, Kristín Inga og Dísa í
vöminni, Fanný (Sigga Lára) og
Edda á köntunum, Ema og Sigþóra
(Ágústa Dröfn) á miðjunni og Iris og
Ragna frammi.
Næsti leikur IBV er heima gegn
FH á laugardaginn.
Meistaraflokkur ÍBV 1994 ásamt þjálfara sínum.
Meistaraflokkur kvenna ÍBV leik-
ur í 2. deild og er í toppbaráttu í
sínum riðli. Að loknum fimm
leikjum eru stelpurnar með 11 stig.
ÍBV lék í 1. deild í fyrra en hætti
kcppni. Héldu margir að þar með
væri kvennafótboltinn búinn að
vera en því er ekki að heilsa. Mjög
cfnilcgar stelpur eru í liðinu ásamt
eldri stelpum sem urðu Islands-
mcistarar með 2. flokki Týs árið
1991. Fyrirliði ÍBV er Sigþóra
Guðmundsdóttir. Hún leikur á á
miöjunni, þykir hörð í horn að
taka og hefur skcrað glæsilcg mörk
úr aukaspyrnum sem Stoikchov
hcfði orðið stoltur af.
„Við stefnum að sjálfsögðu upp í
1. deild. En þá þarf allt að smella
saman hjá okkur en við tökum fyrir
einn leik í einu og stefnum ávallt aó
sigri,“ sagði Sigþóra í samtali við
FRÉTTIR.
ST0RSI6RAR
HJÁTÝ
Hvemig gekk undirbúningurinn
fyrir sumarið?
„Hvaða undirbúningur? Það var
mjög lítill undirbúningur fyrir mótið.
Það mættu fjórar til átta stelpur á
innanhússæfingar sl. vetur og úti-
æfingar hófust ekki fyrr en í maí éða
rétt fyrir Islandsmótið. Hópurinn var
frekar þunnskipaður en þegar Iris og
Eva komu inn í þetta varð hópurinn
mun sterkari. Iris kom seint inn vegna
handboltans og Eva vegna fegurðar-
samkeppni. Núna em um 15 til 20
stelpur sem era að æfa en æfingasókn
er misjöfn því margar eru í vakta-
vinnu. En það eru aukaæfingar í
hádegi fyrir þær sem komast ekki á
kvöldin.
- Hvemig reynist pólski þjálfarinn?
„Hann reynist ágætlega. Við æfum
mjög stíft en það em æfingar alla
virka daga og leikir um helgar."
- Eigið þið erindi í 1. deild?
„Ég stórefast um að við eigum
erindi í 1. deild. Stelpurnar verða þá
að leggja meira á sig ef við ætlum að
standa okkur þar.“
- Hver er framtíð kvennaknatt-
spymunnar í Eyjum?
SMÁAUGLYSINGAR
Atvinna óskast
29 ára tölvufræðingur óskar eftir
vinnu. Allt kemur til greina. Hef
einnig próf úr ritaraskóla. Upplýs-
ingar i síma 91-675769 (Guðný).
íbúð óskast
Óskum eftir að taka 4ra herbergja
íbúð á leigu. Til greina koma einnig
leiguskipti á 3ja herbergja íbúð í
Reykjavík.
Upplýsingar í síma 91-675769.
Til sölu
Til sölu Pioneer geislaspilari með
2x20 vatta magnara. Á sama stað
er til sölu 15 tommu vetrardekk
(Mitchelin). Upplýsingar í síma
13172 á kvöldin.
Til sölu
Þjóðhátíðartjald til sölu.
Upplýsingar í síma 91-655353.
Til sölu
Silver Cross barnavagn til sölu.
Upplýsingar í síma 13098.
Barnagæsla á Þjóðhátíð
Tökum að okkur að gæta barna á
Þjóðhátíðinni. Erum í Áshamri. Áa
og Bára, sfmi 11456 (á kvöldin).
Til leigu
43. ferm. sumarbústaður til leigu í
nágrenni Reykjavíkur (5 mín.
keyrsla). Upplýsingar í síma 91-
642203 (Biggi Ola).
Þjóðhátíðartjald
Óskum eftir aó kaupa
Þjóðhátíóargjald. Sími 11900.
Tapað
Tapast hefur grænn og gulur
hjólahjálmur. Finnandi hringi í síma
12759.
FRÉTTIR KYNNA MEISTARAFLOKK KVENNA ÍBV:
2. deild kvenna - ÍBVrFjölnir 1-1
ETT
Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn
Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf.
Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 98-13310. Myndriti: 98-
11293. FRETTIRkoma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu íTurninum,
Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni,
Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanum. FRÉTTIR eru prentaðar í 1850 eintökum. FRÉTTIR eru
aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
- Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.