Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Síða 15
Fimmtudagurinn I4.júlí 1994 IÞROTTIR Hræðslufótbolti varð IB V að falli ÍBV tapaði fyrir Skagamönnum í Trópídcildinni á mánudaginn með tveimur mörkum gegn engu. Skagamenn áttu sigurinn fyllilega skilið þrátt fyrir að leika ekki vel en mótspyrna IBV var ekki upp á marga fiska. Eyjamenn pökkuðu í vörn í fyrri hálfleik sem er hreint með ólíkindum á heimavelli. Heppnisstimpill var á fyrra marki Skagú- manna. Skot Haraldar Ingólfssonar fór af varnarmanni IBV og í netið og staðan í hálfleik var 1-0.1 seinni hálflcik hresstust Eyjamenn en rothöggið var annað markið. Bjarnólfur lct hirða knöttinn af sér í teignum og cftirlcikurinn var auðveldur fyrir Sigurstein Gislason. Eftir að Steingrímur Jóhannesson og Friðrik Sæbjörns- son komu inn á hjá ÍBV urðu sóknir ÍBV mun skarpari. Friðrik átti hörku skot sem mark- vörður Skagamanna varði vel, Steingrímur fylgdi á eftir en aftur varði Skagamark- vörðurinn. Skagamenn voru siðan nálægt því að bæta við þriðja markinu en úrslit lciksins urðu 2-0. Lcikur IBV og IA var afspyrnuslakur og ekki mjög skemmtilegur á að horfa. Baráttugleðin hjá IBV var ekki eins og hún getur verið best. Það getur reyndar ekki verið mjög uppörvandi að leika stífan varnarfótbolta á heimavelli. Einnig fannst mörgum það orka tvímælis að taka hættulegasta framherja liðsins og traust- asta varnarmanninn út úr liðinu. Þótt Stcingrímur hafi enn ekki skorað skapar hann sér marktækifæri upp á eigin spýtur með hraða sínum og skýtur andstæðingunum skclk í bringu. Bæði í þcssum leik og gegn Fram kom þetta berlega í Ijós. Heimir Hallgrimsson var langbestur hjá IBV í leiknum og hefur sennilega aldrci leikið betur. Steingrímur var mjög sprækur og Þórir var einnig sterkur og athygli vakti að hann var tckinn útaf! Nú er fyrri umfcrðinni lokið. IBV er með 8 stig ásamt þremur öðrum liðum í neðstu sætunum. I fyrra var IBV með 12 stig eftir fyrri umferðina. Fylkismenn voru þá næstneðstir með 9 stig og Víkingar neðstir með 1. Skaga- menn voru efstir í fyrra eins og nú. I fyrra voru þeir með 24 stig en 20 stig nú. 1. dcildin er því mun jafnari í ár en það er áhyggjuefni að ÍBV skuli vera með fjórum stigum færra en í fyrra. í seinni umferðinni fékk IBV aðcins 7 stig og slapp við fall á ævintýralegan hátt. ÍBV var spáð langncðsta sæti í ár og liðið kom nokkuð á óvart til að byrja með, eins og í fyrra. Við skulum bara vona að IBV takist að tryggja sér öruggt 1. deildarsæti án þcss að setja hcilsu hæjarbúa í hættu eins og sl. tvö ár. Myndina að ofan tók Ingi Tómas Björnsson úr leiknum á mánudaginn. „Ekkitímitilaðkíkja á sænsku stelpurnar“ IÞROTTA- FRÉTTIR Þróttur og ÍBV í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld: Ætlum að fara alla leið - segir Magnús Sigurðsson, varnarmaður IBV. Þrír Eyjapeyjar tóku þátt í æfinga- móti mcð landsliði Islands skipuðu leikmönnum yngri cn 21 árs í Svíþjóð í síðustu viku. Það voru þeir Hlynur Jóhannesson, Daði Pálsson og Davíð Guðmundsson og var ekki um ncina skemmtiferð að ræða því það var spilaður hand- bolti alla dagana. ,,Það var ekki einu sinni tími til að kíkja á sænsku stelpurnar,“ sagði Daði í samtali við FRÉTTIR. Æfingaferðin til Svíþjóðar var tvískipt. Fyrst fór íslenska landsliðið í æfingabúðir undir stjóm Þorbergs Aðalsteinssonar ásamt sænska lands- liðinu sem var undir stjóm Bengt Johannson. Fjölbreytileikinn ein- kenndi æfingabúðimar og léku þeir m.a. strandarhandbolta. Síðan tóku bæði landsliðin þátt í Partille Cup handboltamótinu. Island tapaði öllum leikjum sínum í riðlakeppninni fyrir Suður-Kóreu, Þýskalandi, Svíþjóó og Danmörku. I leik um sæti vann Island síðan nágranna sína Færeyinga. Norömenn urðu sigur- vegarar á mótinu. Hlynur lék alla leikina á mótinu, Davíð lék þrjá leiki og Daði einn og stóðu þeir sig ágætlega. „Þetta var skemmtileg ferð en mjög erfið. Það var handbolti frá morgni til kvölds og lítið annað hægt að gera,“ sagði Daði en ferðin stóð í lOdaga. HflRSBREIDD FRÁ ÚRSLÍTUM 6. fiokkur Týs og Þórs kepptu í riölakeppninni í íslandsmótinu um síðustu helgi. Keppt var I A og B og voru Týrarar mjög óheppnir í B-liðinu en þeir voru aóeins einu marki frá því aó komast í úrslita- keppnina. Úrslitin urðu þessi: A-lið Týr-ÍBK 1-5 B-lióTýr-ÍBK 2-4 A-lið Týr-Fram 0-8 B-lið Týr-Fram 4-1 A-lióTýr-BÍ 4-3 B-liðTýr-Bí 5-0 A-liðTýr-Haukar 3-1 B-liðTýr-Haukar 4-2 A-lið Þór-Reynir S 3-0 B-lió Þór-Reynir S 0-3 A-liðÞór-UBK 1-1 B-lið Þór-UBK 0-3 A-lið Þór-ÍR 0-1 B-lið I>ór-ÍR 0-2 JAFNTEFLI Þórarar kepptu við Fjölni í 4. flokki um helgina. Leiknum lykt- aöi með jafntefií, 1-1. ÍBV leikur við 2. deildarlið I>róttar í 16 liða úrslitum Mjólkurbikar- keppninnar í kvöld í Reykjavík. IBV sem var þekkt bikarlið hér á árum áður, hefur ekki náð sér á strik í bikarkeppni síðan 1989. I>á lék ÍBV í 2. deild og tapaði fyrir KR í undanúrslitum. Síðan þá hefur ÍBV lengst komist í 8 liða úr- slit þannig að það er kominn tími til að fá bikarinn til Eyja. Hinn ungi og efnilegi Magnús Sigurðs- son, varnarmaðurinn sterki hjá IBV, vex með hverjum leik eftir að hafa verið tekinn út úr liðinu um tíma. Magnús er sterkur í loftinu og fastur fyrir og á að baki unglingalandsliðsleiki. „Þetta veróur erfiður leikur og ekki sjálfgefið að vinna Þrótt. Þeir hafa staðið sig mjög vel í 2. deildinni og komið nokkuð á óvart þar. Til þess að vinna Þróttara verðum við aó sækja á þá og baráttuviljinn að vera til staðar. Þeir munu berjast eins og ljón en það verðum við einnig að gera,“ sagði Magnús í samtali við FRETTIR. Magnús vildi lítið ræða um eigin frammistöðu það sem af væri sumri, vildi láta aðra dæma um þaó. Hann héldi að hann hefði staðið sig þokka- lega eftir að hafa komist aftur inn í Magnús Sigurðsson. liðið, en alltaf mætti gera betur. Aðspurður hvort ÍBV mætti nokkuð vera að því að eyða orku í bikarinn í Ijósi þess að liðið er komið í bullandi fallhættu, sagði Magnús að það væri í besta lagi. „Ef við komust langt í bikamum gæti það virkað sem vítamínsprauta á okkur í deildinni. Við erum staðráónir í að fara alla leið í bikamum þetta árið. Það er kominn tími til að ÍBV geri eitthvað af viti í bikamum." IÞROTTA- FRÉTTIR JAFNTEFLI ÍBV geröi jalhtefii viö Fram á Val- bjarnarvellinum sl. föstudag, 2-2, ÍBV náði forystunni meö marki Sumarliða Ámasonar en Framarar jöfnuðu úr umdcildri vítaspymu Þórir Ólafsson kom ÍBV yfir að nýju þegar hann gaf knöttinn fyrir markið en hann hafnaði öllum að óvörum í netinu en Frömurum tókst að jafna metin. Jalntefii voru sanngjöm úrslit lciksins en ÍBV fékk tvö dauöafæri í lokin til að stela sigrinum, sem því miður nýtt- ustekki. SIGGIGYLFA KOMINN! Siguróur Gylfason sem lék með ÍBV í fyrra, ergenginn í raðir ÍBV að nýju. Hann lék aðeins einn bikarleik með ÍBV í fyrra og átti við meióslí að stríöa. I vor gekk hann til liðs frani Stjömuna og sípan í Fram en er nú korninn aftur í ÍBV. Hann hel'ur staðiö sig með prýói á æfingum og gætí farið að banka á 16 manna hóp ÍBV á næst- ÞORUNN FARIN! Þórunn Jörgensdóttir, markvörður ÍBV í handboltanum, hefur á kveðió að ganga til liðs við Víking næsta betur. Þómnn, sem er 29 ára, sagði í samtalí við FRÉTTIR að hún hefði alltaf spilað mcð ÍBV og langaði að breyta til. „Ég skil eftir markmannsstööuna í mjög góöum höndum. Þaó var algjör óþarfi að hafa þrjá markverði. Vigdís (Sigurðardóttir) og Laufey liíla- systir em mjög efnilegar og klára þetta dæmi auðveldlega,“ sagði Þómnn. TOP 4. deildarliðin í Eyjum töpuðu bæði stórt á heimavelli um síðustu helgi. Framherjar fengu Armenninga í heimsókn og töpuðu 6-1. Staðan í hálfieik var 3-0 en Hjalti Jóhannesson minnkaði muninn fyrir Framherja meö fallegu marki beint úr aukaspyrnu. Við það færðist aukinn kraftur í Framherja en eftirað þeir fengu klaufamark á sig datt botninn úr leik þcirra og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Ármenninga. Smástund fékk Ægi í hcimsókn og tapaói 7-1. Staöan í hálfieik var 5-1. Sigmar Helgason skoraói mark Smástundar eftir glæsilcgan undirbúning Jóns Ólafs Daníels- sonar. Smástundarmenn voru kafsigldir af sprækum Ægís- mönnum sem stefna hraðbyri upp í 3. deild. VESTMANNAEYJAMOT I FRJÁLSUM Vestmannaeyjameistaramótið i frjálsum íþróttum verður haldið nk. mánudag og þriðjudag. Mótið hefst kl. 16:30 báða dagana. Keppt veróur í spretthlaupi, 400 m hlaupí, 100 m grindahlaupi, bolta- kasti, kúluvarpi, langstökkí, hástökki, kringlukasti og spjót- kasti. Skráning er hjá Amýju í síma 12082, í síðasta lagi laugar- daginn 16. júlí. Keppnisgjald erkr. 500. JAFNTEFLIOGTAP 3. flokkur tBV sem leikur t B-riðli lék tvo leiki á fastalandinu um hel- gina. ÍBV gerði markalaust jafntefii við Stjömuna í Garðabæ og tapaöi fyrir Kefiavík 4-1. ÍBV ernú með 10 stig eftir 8 leiki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.