Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 4
Fréttir
Fimmtudagur 9. maí 1996
ORÐSPOR - ORÐSPOR
Nýffœddir Vgstmannqcyingar
9
Stúlka
Þann 5. maí sl. eignuðust
Svandís Geirsdóttir og
Ingi Grétarsson stúiku
seni hefur verið nefnd
Sigríður Þóra. Hún vó
13,5 merkur og var 52
sm. Ljósmóðir:
Guðný Bjarnadóttir.
9
Stúlka
Þann 26. apríl sl.
eignuðust Sigurður
Friðrik Karlsson og
Sólrún Helgadóttir
stúlku. Hún vó 15
merkur og var 53 sm.
Stóra systir heitir
Sylvía Dögg
Hvað er að gerast í
Nóg um
Skrapp til Portúgal Stopp Sá sjúklega
ferð auglýsta í Ferðablaði Frétta Stopp
Er þreyttur eftir helgina á Lundanum
Stopp Þar var svaka fjör, sérstaklega
hjá handboltastrákunum Stopp Rakst
á tvífara Einars Ottó Högnasonar
Stopp Einar er bara stór Stopp Allir
spenntir fyrir bikarúrslitaleikinn á
laugardag Stopp Fullt af tilboðum
skemmtanalífinu?
að vera
Stopp Skilst að helgin í Eyjum eigi að
verða góð Stopp Eg hugsa til ykkar
þegar ég svala þorstanum í 30 stiga
hita Stopp Kennarar ætla í óvissuferð
um helgina Stopp Omar félagi minn
trúbador á HB pöbb og leikurinn í
beinni á laugardag Stopp Má ekki
vera lengur að þessu Stopp Bið að
heilsa heim...
Góð helgi í Landakirkju
Nú um helgina verður sitthvað spennandi á döfinni í Landakirkju.
A laugardagskvöldið kl. 20 mun Guðni í Landlyst halda tónleika með bjöllu-
sveit og unglingahljómsveit Bústaðakirkju en þar á bæ er hann organisti. Á
dagskrá verða létt kirkjuleg lög og sumarlög. Hér er um að ræða klukkutíma
skemmtun fyrir alla fjölskyIduna og aðgangur er ókeypis.
Við messu sunnudagsins kl. 11 munu Guðni og bjöllusveitin annast tóniist-
arflutning í samvinnu við kantor og kór Landakirkju. En sú messa verður einnig
sérstök að því leyti að til hennar er boðað undir nokkuð óvenjulegum for-
merkjum. Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hf. er sérstaklega hvatt til kirkjugöngu
þennan sunnudag og munu fulltrúar frá fyrirtækinu flytja ritningarlestra dagsins
frá altari. Ef vel tekst til með þetta munum við taka upp þráðinn næsta vetur og
halda fleiri „vinnustaðamessur” í þeim einfalda tilgangi að gefa fólki ástæðu til
að koma til kirkju. Prestar Landakirkju.
Viljum gera verk
okkar sýnileg
Nú um helgina, laugardag
og sunnudag, efna fyrirtæki
í byggingariðnaði til
svonefndra byggingadaga. í
hópi Vestmannaeyinga, sem
kynna starfsemi sína, er Þórður
Svansson sem ætlar að kynna
hin nýju raðhús sín við Áshamar.
Þórður er Eyjamaður vikunnar
að þessu sinni.
Fullt nafn? Þórður Svansson.
Fæðingardagur og ár?
19.11.56
Fæðingarstaður?
Vestmannaeyjar
Fjölskylduhagir? í sambúð
með Anítu Vignisdóttur, fullt af
börnum.
Menntun og starf?
Húsasmíðameistari, nám frá
Iðnskólanum í
Vestmannaeyjum
Laun? Já.
Helsti galli? Spurðu
Þórð Karlsson.
Helsti kostur? Spurðu Anítu að
því.
Uppáhaldsmatur? Allur matur
sem Aníta eldar.
Versti matur? Enginn.
Uppáhaldstónlist? Rokk.
Hvar myndir þú vera ef þú
yrðir fluga á vegg í einn dag?
I vinnuskúrnum hjá Sæla Sveins.
Uppáhalds stjórnmálamaður?
No komment!
Hvaða forsetaframbjóðanda
líst þér best á? Hefekki
myndað mér skoðun enn.
Uppáhalds íþróttamaður?
Patrekur Jóhannesson.
Hvert er eftirlætissjón-
varpsefnið þitt? íþróttir.
Hvaða sjónvarpsrás horfir þú
mest á? Ríkissjónvarpið.
Uppáhaldsleikari? Tom
Hanks.
Uppáhaidskvikmynd? Myndin
með Tom Hanks, sem gerist í
Víetnam, ég er búinn að gleyma
hvað hún heitir.
Uppáhaldsbók? Bankabókin,
verst hvað það er lítið
inni á henni.
Hver eru
Reyna að selja íbúðir og raðhús
út á það.
Hvað dettur þér í hug þegar þú
heyrir þessi orð?
- Byggingadagar? Uppskera
erfiðisins.
- Steypa? Atli!
- Uppsláttur? Við erum hættir
slfku, við notum kubba!
: ÍBV sumarið ‘96?
íslandsmeistaratitill.
Eitthvað að lokum? Vonast
eftir mörgum til að skoða
raðhúsin hjá mér.
helstu
áhugamál þín?
Að vera með fjölskyldunni,
lundaveiði og útivera.
Hvað metur þú mest í fari
annarra? Heiðarleika og traust.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari annarra? Baknag og
svartsýni.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Höfnin í Brandinum.
Hvernig eru horfir í byg-
gingabransanum í Eyjum?
Allavega sæmilegar í sumar.
Veturinn er alltaf erfiðari. Er ekki
rétt að vera bara bjartsýnn?
Hvers vegna haldið þið byg-
gingadaga? Til að gera verk
okkar sýnileg, sýna okkar vinnu.
- Undirtektir fram l
Handknattleiksdeild ÍB1
samvinnu við atvinnumála
bæjarins er þessa dagana að
lokahönd á undirbúning
atvinnu- og þjónustukynni
VjOR í EYJUM sem haldin i
í Iþróttamiðstöðinni aðra helL
19. maí. Að sögn Kára Jfiigfússonar
og Björns Þorgrímssonar hafa
viðtökur sýningaraðila farið fram
úr björtustu vonum. Töluvert er af
nýjum fyrirtækjum sem verða á
sýningunni með ýmsar nýjungar
sem eykur enn á fjölbreytnina.
Þetta er í þriðja skiptið sem
sýninginVORÍ EYJUM er haldin og
hefur hún skapað sér fastan sess í
bæjarlífinu. Að þessu sinni verða 30
sýningaraðilar í 42 básum og eru
Sælkeri víkunnar - Anný Hafþórsdóttir
Kjúklingur Non Stop
básamir að verða uppseldir. „Hér er
kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki að
kynna og selja vöru sína og þjónustu
en verð á sýningaraðstöðu er óbreytt,"
sagði Kára.
Meðal nýjunga að þessu sinni má
nefna að Eðalvagnar verða með Rolls
Royce bílinn hans Hasso og aðra
limosínu. FM 957 verður með til-
raunaútsendingar frá Eyjum auk
ýmislegs annars. Ymis skemmtiatriði
og uppákomur verða á sviðinu og
fyrirtækið Sprell sér um að hafa ofan
fyrir krökkunum en ýmis leiktæki
verða á svæðinu.
„Það er fullur metnaður hjá okkur
að gera þetta enn ntyndarlegra en
áður. Alla vega sýna undiitektir að
þetta hefur mælst vel fyrir og ég vona
að bæjarbúar taki virkan þátt í þessu,“
sagði Bjöm.
Opið verður föstudaginn 17. maí kl.
20-22, laugardaginn 18. maíkl. 13-18
og sunnudaginn 19. maíkl. 13-18.
Sælkeri síðustu viku,
Helena Pálsdóttir,
skoraði á vinkonu
sína, Anný Hafþórs-
dóttur, sem næsta
sælkera og brást hún
vel við.
„Sko, Helena mín,
ertu ekki enn búin að
ná þér eftir að ég missti „ptnulítið” karrý
út í hrísgrjónaréttinn minn um daginn?
En jæja, svo við komum okkur að
namminu:
Kiúklingur Non Stop
1 kjúklingur
1 ds. Hunt’s original garlic tomato sauce
2 grænar paprikur
10 stk. ferskir sveppir
1 peli kaffirjómi
Kryddið kjúklinginn með uppáhalds-
kryddinu ykkar og steikið í ofni í einn
og hálfan tíma. Skerið paprikuna í litla
teninga og sneiðið sveppina. Ristið
síðan grænmetið á þurri djúpri pönnu.
Fláið kjúklingakjötið af beinunum og
setjið út á pönnuna. Hellið Hunt's
sósunni yfir réttinn og blandið vel
saman. Látið þetta krauma í 5 mínútur,
hellið þá rjómanum yfir og hitið upp að
suðu.
Með þessum rétti er ómissandi að hafa
hvítlauksbrauð, hrísgrjón, franskar og
pastaslaufur með ostasósu.
Fyrir þá sem aldrei hafa búið til
ostasósu get ég látið aðferðina fylgja
með. I hana þarf einn piparost, einn
paprikuost og einn pela af rjóma. Þú
einfaldlega bræðir ostana í rjómanum í
potti og hellir síðan í skál. Verði ykkur
svo að góðu.
Eg ætla að lokum, vegna fjölda áskor-
ana, að skora á besta kokkinn í flot-
anum, nefnilega Víglund Þór
Víglundsson, kokk á Ófeigi VE. hann
er víst alveg klassakokkur, að eigin
sögn.
Eyjar, nafli alheimsins
Fyrir ekki löngu birtist á forsíðu Frétta gullfalleg Ijósmynd,
tekin af Grétari Sævaldssyni vestur á Selvogsbanka, og sýndi
sólarupprás í austri. Með myndinni fylgdi textinn „Sólampp-
rás á Selvogsbanka.“ Einn af kunningjum okkar á Fréttum,
sem oft lítur við hjá okkur, var mjög ósáttur við textann.
„Sólin kemurekki upp á Selvogsbanka," sagði hann. „Hún kernur upp fyrir
austan Eyjar og sest fyrir vestan Selvogsbanka.“
Þetta er náttúrlega sjónarmið út af fyrir sig og lyftir mjög undir þá kenn-
ingu, sem margir hafa haldið fram, að Vestmannaeyjar séu nafli alheimsins.
VoríE
17.- 19