Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Qupperneq 6
SPURT&SVARAÐ: Er íþróHaálfín- m að takast að bæta heilsu Eyjamanna? SlGMAR GEORGSSON, KAUP- maður í Vöruval: „Já, ég er bara ekki frá því. Ég heyri það vel í krökkunum sem koma inn í búðina að boðskapurinn í Latabæ hefur náð til þeirra því þau stjórna hluta af innkaupunum og nú er það hollustan sem er í öndvegi. Þetta er jákvæð hugafarsbreyting og ætli maður verði ekki einnig að fara að ráði íþróttaálfsins og taka upp hollari lífshætti. Alla vega segir Edda að mér veiti ekki af því.“ ÍÞróttaálfurínn í Latabæ sem L V setur upp vill að fólk borði hollari mat og hreyfi sig meira. FRETTIR Eldhressþakkir Klúbburinn Eldhress þakkar fyrir sig og öllum þeim sem lögðu þeim lið, sérstaklega skemmtilegu kvöld- stundina síðasta vetrardag. A myndinni er Eldhressklúbburinn. F.v. Júlía Haraldsdóttir, Finnbogi Gunnarsson formaður, Ylla Óla- dóttir, Þóra Magnúsdóttir, Guðríður (Dæia) Haraldsdótlir og Sóley Ólafsdóttir. SUMARKVEÐJUR FRÁ KVENFE- LAGINU LÍKN Um leið og við viljum þakka fyrirtækjum í bænum fyrir góðar viðtökur í aprílsöfnun okkar, viljum við óska bæjarbúum gleðilegs sumar og þakka fyrir veturinn. Á morgun föstudaginn lO.maí, verðum við með okkar árlegu merkjasölu og er það von okkar að viðtökur bæjarbúa verði jafngóðar og á undanförnum árum. Allur ágóði rennur til líknarmála hér í Vestmannaeyjum. Með heslu kveðjum Kyenfélagið Líkn Fréttir Fimmtudagur 9. maí 1996 Eva í afleysing lögreglunni f si í meirihluta umsækjenda um flmm afleysingastöður hjá lögreglunni í sumar voru konur. Af 17 umsækj- endum voru 9 konur. Búið er að ráða í fjórar stöðurnar sem eru í þrjá til fjóra mánuði en eftir er að ráða í þá síðustu sem er í einn mánuð. Ein kona hefur verið ráðin, Eva Sveinsdóttir, 21 árs Eyjastúlka. Hún er þriðja konan sem kemur til með að starfa við lögregluna í Eyjum. Sóley Stefánsdóttir var sú fyrsta, árið 1987, Sigrún Sigurðardóttir starf'aði í fyrrá og svo Eva í ár. Georg Kr. Lárusson sýslumaður segir það eðilegt og nánast nauðsynlegt að konur starfi við löggæslu eins og karlar. Eva sagði í samtali við Fréttir að hún hefði Iíka sótt um í fyrra en ekki komist að. Hún stefnir ótrauð að því að komast í lögregluskólann og að verða lögregluþjónn í framtíðinni. „Þetta hefur lengi bfundað í mér og mig langar að komast í skólann. Eg kvíði því ekki að takast á við starfið heldur er ég full tilhlökkunar,“ sagði Eva. Lögreglumenn hafa ekki verið sáttir við að fá konur inn en það hefur þó ekki fengist staðfest. Eva vildi gera sem minnst úr því heldur vonaðist eftir sem bestu samstarfi í sumar. Þess má geta að Eva hefur tekið og staðist með glans inntökupróf lögreglumanna. Lóa Skarphéðinsdóttir hjúkrunarfræðingur: Ef blóðþrýsting* urerofhúrer heilsan í hættu Tvær verslanir færa sig um set I síðustu viku fluttu tvær verslanir sig um set. Do Re Mí flutti sig bara um nokkra metra á Kirkjuveginum því verslunin fór í stærra húsnæði í santa hús- næði, að Kirkjuvegi 19, þar sem 69 var áður. Þá flutti Undir nálina sig af Bárustíg og þar sem Do Re Mí var áður. Á efri myndinni er Anna Sigmarsdóttir í Do Re Mí og á neðri myndinni er Þuríður Jónsdóttir í Undir nálinni. Ráðstefiw um félagslega þýðingu kvótakerfa Um hvítasunnuna verður ráðstefna haldin í Rannsóknasetrinu í Vestmannaeyjum um félagsleg áhrif kvótakerfa. Ráðstefnan er haldin af Sjávarútvegsstofnun Háskóla Islands en að mestu fjár- mögnuð af Norrænu ráðherra- nefndinni og undirbúningurinn í höndum Vestmannaeyingsins dr. Gísla Pálssonar. Ráðstefnan snýst um félagslega þýðingu kvótakerfa í sjávarútvegi. Gísli segir í Morgunblaðinu í síðustu viku að hugmyndin sé þannig til komin að hann hafi á undanfömum tveimur ámm tekið þátt í tveimur fjölþjóðlegum verkefnum um um- hverfismál. Kvótakerfi hafi oft borist í tal manna í millum í þessum sam- starfsverkefnum og var svo komið að Gísla fannst kominn tími til að líta nánar á hin ólíku kvótakerfi, vega og meta reynsluna af þeim og hvemig þau „starfa”. Gísli segir að markmið ráðstefnunnar sé að kanna kvótakerfið í víðara samhengi en hag- og vist- fræðilegum, að geta borið saman ólík kerfi og að huga að reynslunni af ólíkum kerfum, einskorða sig ekki við kenningar um hvernig þau eigi að starfa. Margir sérfræðingar verða með fyrirlestra. Má þar nefna Parzival Copes, kanadískan hagfræðing, Bonny McCay, sem er bandarískur mannfræðingur við Rutgersháskóla og James Wilson, sem er bandarískur hagfræðingur. Þann 12. maí er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Að því tilefni hafa hjúkrunarfræðingar í Vest- mannaeyjunt stundum gert sér dagamun, t.d. haft fræðsluhelgi til að bæta við kunnáttu sína. Fyrir nokkrum árum buðu hjúkrunar- fræðingar bæjarbúum upp á blóð- þrýstingsmælingu og voru í tveimur stórum verslunum í bænuin. Þessu framtaki þeirra var mjög vel tekið og margir hafa spurt hvenær þeir ætli að gera þetta aftur. Að sögn Lóu Skarphéðinsdóttur, hjúkrunarfræðings, var að þessu sinni ákveðið að höfða sérstaklega til unga fólksins og mældum við blóðþrýsting og og kolestrol, blóðfitu, í tveimur ár- göngum í Framhaldsskólanum. „Við áttum ekki von á að finna marga með of háan blóðþrýsting eða hækkað kólestrol en við vildum höfða til unga fólksins og fá það til að hugsa um þessa þætti í tíma. Margir vissu ekki hvað kólestrol (blóðfita) var og héldu jafnvel að það væri eitt af næringar- efnunum en svo er nú ekki. Lifrin framleiðir það kolestrol sem við þurfum. Magnið er ntjög einstaklings- bundið og því ráða bæði erfðir og fæðuval. Með þessari einföldu mælingu sem við bjóðum upp á sést hvort kolestrolið er hátt eða lágt en ekki hlutfall „góða“ kolestrolsins sem kallast HDL og er æskilegt að hafa sem hæst hlutfall af því í blóðinu. „Vonda” kólestrolið er nefnt LDL og það sest innan á æðamar. Þarf það því að vera sem lægst. Mælum við ein- stakling með of hátt kolestrol ráðleggjum við fólki að breyta matai- æðinu og láta rannsaka sig betur á heilsugæslustöð. Fitan hefur mest áhrif á kolestrolið og er mettaða fitan verst. Hún harðnar mest og er í t.d. smjöri, smjörlíki, tólg, feitum mjólkurvörum og feitu kjöti. Omettuð fita er mjúk og er t.d. í olíum, lýsi og feitum fiski. I fiskifitu eru fjölómett- aðar fitusýrur, Omega 3, sem hafa æskileg áhrif á kólestrol í blóði og minnka líkur á blóðtappa," sagði Lóa. En hvers vegna að láta mæla blóð- þrýsting? „Vegna þess að ef blóðþrýstingur er of hár er heilsan í hættu. Of hár blóð- þrýstingur veldur alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum og augnkvillum. Það sést ekki á fólki að það sé með of háan blóðþrýsting og oft er fólk ein- kennalaust. Höfuðverkur, svimi, slen og óeðlileg þreyta geta gefið vís- bendingu um of háan blóðþrýsting. Hækkun á blóðþiýstingi getur verið arfgeng en Iifnaðarhættir hafa einnig mikil áhrif, t.d. hreyfingarleysi, stress, offita, reykingar, mataræði s.s. of mikil fitu- og saltneysla auk fleiri þátta. Það er einfalt forvamarstarf að mæla blóðþrýsting. Ef blóðþrýstingur mælist of hárer fylgst með honum um tíma því ein mæling er ekki til að byggja á. Oft nægir að breyta um lifnaðarhætti til að lækka blóðþrýsting en ef um mjög háan blóðþrýsting er að ræða þarf einnig lyfjameðferð. Sá sem er með of háan blóðþrýsting þarf að láta fylgjast með sér og og aldrei skal breyta lyfjameðferð nema í sam- ráði við lækni. Finnist hækkaður blóðþrýstingur í tíma má koma í veg fyrir skemmdir á hjarta, heila, nýrum og augum," sagði Lóa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.