Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Síða 12
- Vestmannaeyingarnir og tvíburarnir frá Gerði, Valurog
Örn Stefánssynir, eignuðust hjartveika syni með eins og
hálfs árs millibili sem reyndust með nákvæmlega eins
hjartagaiia. Eftir fjórar aðgerðir í London braggast sonur
Arnar vel en sonur Vals fer í aðra hjartaaðgerð til London
um mánaðamótin. Tvíburarnir segja frá lífsreynslu fjöl-
skyldna sinna f samtali við Þorstein Gunnarsson.
Að eignast hjartveikt bam er
lífsreynsla sem tvíburamir
Valur og Öm Stefánssynir frá
Gerði, synir Stefáns frá Gerði,
þekkja vel. A meðan flest
okkar keppast við að fá ekki
leiða á hversdagsleikanum, er
það heitasta þrá þeirra að geta
farið að upplifa hversdags-
leikann á ný og lifa venjulegu
íjölskyldulífi! Örn og kona
hans eignuðust fmmburð sinn,
son, fyrir þremur ámm. Hann
fór tvisvar í hjartaaðgerð til
London með skömmu millibili.
Einu og hálfu ári seinna
eignuðust Valur og kona hans
tvíbura. Annar tvíburinn
reyndist með nákvæmlega eins
hjartagalla og bróðursonur Vals
en möguleikamir á því að slíkt
geti gerst er einn á móti
tveimur milljónum og 250
þúsund samkvæmt mati lækn-
isfræðinnar. Sonur Vals er að
fara í sína aðra hjartaaðgerð
um mánaðamótin en hann
hefur legið inni á spítala meira
og minna síðasta árið. Þetta
hefur verið erfiður tími fyrir
fjölskyldumar, álagið hefur
verið mikið og þau hafa fengið
ótrúlega mikinn stuðning alls
staðar að sem hefur fleytt þeim
yfir erfiða hjalla. Mikið hefur
verið á þau lagt enda hafa
hjónin þörf fyrir að tjá sig um
lífsreynslu sína til að getað
miðlað öðmm foreldmm sem
vonandi eiga ekki eftir að lenda
í sömu erfiðleikum og þau.
Blaðamaður heimsótti þá
bræður í Reykjavík í síðustu
viku. Viðtalið fór fram í íbúð
Vals og íjölskyldu. Það fyrsta
sem blasir við í stofunni er
gömul en falleg mynd frá
Eyjum. Þeir em ekkert annað
en Vestmannaeyingar þrátt
fyrir að hafa búið í Reykjavík
stærri hlutann af ævinni. Og
samrýmdir eru þeir, varla líður
sá dagur að þeir hafi ekki sam-
band.
Þrátt fyrir að Valur og Öm hafi
aðeins verið 6 ára þegar eldsumbrotin
á Heimaey settu spor sín á íslandssög-
una, minnast þeir margs frá æsku-
árunum í Eyjum. Stefán í Gerði og
fjölskylda bjuggu á Gerðisbraut 3,
„mitt á milli Gísla Jónasar og Olla
Tryggva og á móti Tóta í Geisla. Við
þóttum frekar fjörugir peyjar. Æsku-
félagar okkur voru Ágnar Guðnason,
Viðar Einars málari, Siggi Olla,
Gummi Gísla, Siggi og Jóhanna
Alfreðsböm o.fl. Gosið var örlaga-
valdur í lífi okkar því við fluttum
aldrei aftur til Eyja eftir gos. Húsið
okkar fór undir ösku og eyðilagðist og
því fannst foreldrum okkar að þau
gætu alveg eins byrjað upp á nýtt í
Reykjavík. En við höfum verið dug-
legir að fara út í Eyjar í gegnum tíðina
enda býr þar mikið af ættingjum
okkar. Sem peyjar fómm við alltaf um
páskana, á sjó-
mannadaginn,
vomm eitthvað
yfir sumarið og
létum þjóðhátíð
aldrei framhjá
okkur fara,” segir
Valur, sem er
sölustjóri hjá kor-
taútgáfunni Lit-
brá. Eiginkona
hans heitir Heið-
björt Haðardóttir
og er heimavinn-
andi. Hún er ekki
viðstödd viðtalið
þar sem hún er
hjá Val Pálma á
sjúkrahúsinu. Öm
starfar hjá Eim-
skipum og sam-
býliskona hans,
Dóra Hauksdóttir, er heimavinnandi.
Öm og Dóra em þessa dagana að
undirbúa flutning til Akureyrar en
Dóra er úr Eyjafirði. Valur og Öm,
sem verða þrítugir á árinu, em kenndir
við Gerði eins og faðir þeirra, Stefán
Stefánsson og móðir, Vilborg Bryn-
jólfsdóttir. Stefán vinnur í dag við
Reykjavíkurhöfn. Eldri bræður tvíbu-
ranna era Stefán og Brynjólfur.
Dóra segir tvíburabræðuma mjög
samrýmda. „Þeir verða að talast við á
hverjum degi og hafa marga líka
takta.” Bræðumir bæta því við að
faðir þeirra hafi ekki þekkt þá í sundur
fyrstu árin. Þegar annar þeirra gerði
eitthvað af sér sluppu þeir við skamm-
ir því það átti jafnt yfir báða að ganga.
Síðustu árin eftir að þeir fóm í sambúð
með konum sínum hafa þeir vaxið
eilítið í sundur en samt sem áður em
þeir mjög nánir og erfiðleikar undan-
farinna ára hafa þjappað þeim saman
og báðum íjölskyldunum.
Hjartagallinn uppgötvaðist
í sónar
Mánuði áður en Haukur Þór, fmm-
burður Amar og Dóm fæddist, fór
Dóra í sónar. Þar kom í ljós óreglu-
legur hjartsláttur og var ákveðið að
leita til sérfræðings, Hróðmars Helga-
sonar. í ljós kom að kúlubúinn var
með hjartagalla, opið var á milli
hjartahólfa.
„Þetta var mikið áfall fyrir okkur en
við gerðum okkur ekki grein fyrir því
hversu alvarlegt þetta var fyrr en
strákurinn var fæddur og það þurfti að
laga gallann. Haukur Þór fæddist 2.
október 1993 og var vel fylgst með
honum af læknum. Okkur var sagt að
hann þyríti að fara í aðgerð þegar hann
yrði 14 til 18 mánaða gamall,” segir
Öm.
Ágætlega gekk með Hauk Þór
Hjartveiku bræðrasynirnir, Valur Smári og Haukur Þór.
fýrstu þrjá mánuðina og hann dafnaði
vel. Þann 12. janúar ‘94 fóm þau með
hann í skoðun til hjartalæknis og fékk
hann sitt fyrsta kast í þeirri heimsókn.
Haukur Þór var samstundis lagður inn
á sjúkrahús og aðeins fimm dögum
seinna var flogið með hann til London
í hjartaaðgerð, rúmu ári fyrr en ráð var
fyrir gert.
„Við vomm alls ekki undir þetta
búin. Allt bar að með svo skömmum
fyrirvara. Við vomm aðeins búin að
segja okkar nánustu frá hjartagalla
Hauks Þórs og því kom flatt upp á
marga þegar við tilkynntum að við
væmm að fara með hann til London í
aðgerð. Þessar fréttir komu sem kjafts-
högg á kunningja okkar því við
höfðum ekki látið þá vita. En það
hjálpaði okkur mikið að einn vin-
nufélagi minn hjá Eimskipum hafði
eignast hjartveikt bam ári áður og
hann gat gefið okkur góð ráð. Hann
sagði okkur m.a. að okkur ætti eftir að
bregða eftir hjartaaðgerðina því
strákurinn myndi líta illa út með
skurðinn og allar slöngumar,” segir
Öm.
Hróðmar hjartalæknir og hjúkmnar-
fræðingur fóm með þeim út þann 17.
janúar en Öm segist ekki muna eftir
fluginu út. Upphaflega var ráð fyrir
gert að þau yrðu úti í 10 daga en
dvölin varð 6 vikur.
Eftir hjartaþræðingu var bjartsýni
töluverð en í fyrstu aðgerðinni var sett
gervibót á milli hjartahólfa ásamt því
að æðin að hjartanu var löguð. Öm
segir að þrátt fyrir orð vinnufélagans
hafi verið algjört kjaftshögg að sjá
Hauk Þór eftir aðgerðina því hann hafi
verið eins og útblásin blaðra. Aðgerð-
in heppnaðist vel og var búið að panta
ferðina heim þegar sýking komst í
sárið. Haukur Þór var drifinn í aðra
aðgerð sem fólst aðallega í því að
hreinsa upp eftir
fyrri aðgerðina.
„Það var rosalegt
sjokk fyrir okkur að
fá þennan aftur-
kipp,” segir Öm.
Sýnilegt var að
gervibótin úr fyrstu
aðgerðinni dugði
ekki og því þurfti
Haukur Þór að fara í
þriðju aðgerðina.
Eitthvað lá á því
hann var skorinn á
sunnudegi, 13. febr-
úar, en yfirleitt em
aldrei aðgerðir á
sjúkrahúsinu í
London á þessum
degi.
Drifinn út öðru sinni í
aðgerð
Þegar þama var komið við sögu
þoldi Valur ekki lengur við á íslandi
eftir að hafa talað við bróðir sinn í
síma og ákvað að drífa sig til London.
Miklir fagnaðarfundir urðu þegar
Valur kom út. Öm segist hafa hlaupið
í fangið á honum því mikill stuðningur
hafi verið í honum. Valur segist aldrei
hafa getað ímyndað sér á þessari
stundu að hann ætti eftir að standa í
sömu spomm og bróðir sinn aðeins
einu og hálfu ári seinna.
Aðgerðin á Hauki Þór gekk mjög
vel að þessu sinni. Sett var lifandi bót
í stað gervibótar og strákurinn var
fljótur að jafna sig. Viku eftir
aðgerðina fengu þau að fljúga heim,
25. febrúar.
„Við reyndum að vera bjartsýn
allan tímann. Okkur fannst mjög erfitt
að hringja heim þegar við fengum
slæmu fréttimar, að Haukur Þór þyrfti
Tvíburarnir frá Gerði, Valur (t.v.) og Örn.
að fara í fleiri aðgerðir. Ættingjar
heima á Islandi vissu að okkur leið illa
þrátt fyrir að við reyndum að bera
okkur vel í símanum,” segir Dóra.
Haukur Þór lá í mánuð á Landspít-
alanum eftir heimkomuna en var svo
útskrifaður og átti að koma í skoðun
mánaðarlega. Hann braggaðist vel.
Um miðjan maí var farið með hann í
sónar til Hróðmars og þá kom í ljós að
bótin á milli hólfanna var orðin eins
og blaðra. Hún var að springa og
þrýsti á æðamar. Þetta var á fimmtu-
degi og á sunnudeginum var flogið í
annað sinn til London með Hauk Þór í
hjartaaðgerð.
„Þetta var ennþá meira áfall fyrir
okkur. Okkur fannst sérstaklega erfitt
að segja foreldrum okkar frá þessu.
Haukur Þór var skorinn tveimur
dögum eftir að við komum út og var
sett ný gervibót. Aðgerðin gekk að
óskum og við vomm komin heim
nokkram dögum síðar. Okkur leið
mun betur eftir þessa aðgerð og allt
gekk betur. Við gerðum okkur þama
grein fyrir því hvað hann var í raun og
vem veikur eftir fyrstu aðgerðina í
fyrri ferðinni. Eftir þessa aðgerð hefur
allt gengið vel. Við fömm með Hauk
Þór til Hróðmars í skoðun einu sinni á
ári og hann þroskast eins og önnur
böm,” segir Öm sem horfir á son sinn
leika á gólfinu. Ekki er að sjá á Hauki
Þór að hann hafi gengið í gegnum
fjórar erfiðar hjartaaðgerðir á skömm-
um tíma. Með ólíkindum er hversu
litlir skrokkar geta verið sterkir og
undur læknavísindanna eru mikil.