Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Page 13
Fimmtudagur 9. maí 1996 jnina Haukur Þór á ekki að þurfa að fara í fleiri aðgerðir því gervibótin á að vaxa með honum. Eins hjartagalli Valur og Heiðbjört eignuðust tvíburana sína, Guðlaug Agnar og Val Pálma, 29. maí 1995. Ekki kom það á óvart að tvíburar skyldu fæðast í fjöl- skyldunni því þeir eru þó nokkrir. Gleðin var mikil, þetta reyndust tví- eggja tvíburar. Við sólarhringsskoðun á tvíbumnum kom í ljós að opið var á milli hjartahólfa hjá tvíbura B, sem síðar fékk nafnið Valur Pálmi. „Heiðbjört hringdi í mig af sjúkrahús- inu og sagði að eitthvað væri að. I ljós kom að þetta var hjartagalli. Hann var sams konar og Haukur Þór var með. Líkumar á því að eins hjartagalli komi í ljós í sömu ætt er einn á móti tveimur milljónum og 250 þúsund. Hróðmar sagði okkur að Valur Pálmi þyrfti ekki að fara í aðgerð fyrr en hann yrði 18 mánaða. Ég hitti svo Öm bróður niðri í bæ, settist í aftursætið og hann áttaði sig strax á því hvað hafði gerst. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem grípur mann við að fá að heyra að bamið þitt er með hjartagalla og þarf að fara í aðgerð. I raun og vem ferðu allan tilfinningaskalann á stuttum tíma. Og þótt ég hafi farið út til London einu og hálfu ári áður og kynnst þessu í gegnum bróður minn fannst mér þetta alveg jafn erfitt,” segir Valur. Öm og Dóra segjast hafa upplifað allar þessar tilfmningar og ferlið upp á nýtt þegar hjartagalli Vals Pálma uppgötvaðist. En eins og í tilfelli Hauks Þórs þurfti Valur Pálmi að fara í hjarta- aðgerð til London miklu fyrr en áætlað hafði verið. í ljós kom að lungnaslagæðin hafði lokast. Lítill sem enginn tími var til undirbúnings. Valur segir að það hafi auðveldað þeim undirbúninginn mikið að þeim var bent á að á Landspítalanum væri myndbandsspóla með upptöku frá ferð Vestmannaeyinganna Bylgju Daggar Guðjónsdóttur og Óskars Þórs Kristjánssonar með son sinn, Kristján Val, í hjartaaðgerð til London í árs- byrjun 1995. „Sérstaklega hjálpaði spólan konunni minni, Heiðbjörtu. Ókkur leið betur eftir að hafa horft á spóluna og fómm betur undirbúin út þrátt fyrir skamman fyrirvara,” segir Valur. Þann 29. júlí var flogið með Val Pálma til London. A leiðinni út fékk hann slæmt kast í flugvélinni og þurfti að sprauta hann niður með morfíni. Tveimur dögum seinna var Valur Pálmi skorinn. Þetta var bráðabirgða- aðgerð því tengt var framhjá lungna- slagæðinni þar sem hún hafði lokast. Aðgerðin þótti heppnast vel og 10 dögum seinna flugu þau heim til íslands, þann 7. ágúst. Þeim var sagt að koma út að ári liðnu í stærri aðgerðina. „Þetta hefur verið stanslaust basl síðan. Æðin reyndist of stór og blóðflæðið var því of mikið. Hann hefúr verið með stanslausa hjartabilun og átta sinnum verið lagður inn. Síðast var Valur Pálmi Iagður inn fyrir 6 vikum síðan þar sem hann er enn og verður þar líklega þangað til við fömm út 30. maí í stóm aðgerðina. Þá á að loka gatinu á milli hjartahólfana og taka gerviæðina til að freista þess að nota lungnaæðina. Hann fær alla næringu í gegnum sondu þessa dagana. Það verður mun erfiðara að fara með Val Pálma í aðgerðina núna Fréttir en fyrir ári síðan því nú er hann farinn að þekkja vel umhverfið. Bömin em miklu auðveldari viðfangs þegar þau em svona lítil. Við emm hjá honum á Landspítalanum frá morgni til kvölds alla daga. Þetta hefur verið mjög slít- andi og erfitt tímabil á kostnað íjölskyldulífsins. Við höfum þurft að kasta Guðlaugi Agnari í ömmumar í pössun og ég veit ekki hvemig við hefðum farið að án þeirra. Vonandi emm við að sjá fyrir endann á þessu. Ég er bjartsýnn fyrir aðgerðina í lok maí. Ég gleymi aldrei því sem prest- urinn sagði við okkur Heiðbjörtu þegar við giftum okkur, að halda í vonina sama hvað gengi á. Það höfum við gert allan tímann sama hvað gengið hefur á,” segir Valur. Mikill og góður stuðningur Samband tvíburanna, Vals Pálma og Guðlaugs Agnars, hefúr ekki þróast með eðlilegum hætti þar sem Valur Pálmi hefur þurft að dvelja á sjúkrahúsi svo vikum skiptir. Laðirinn segir að strengurinn á milli tvíburanna sé mjög sterkur þrátt fyrir aðskil- naðinn. Lyrstu sólarhringana eftir að Valur Pálmi hefur verið heima og er farinn á sjúkrahúsið, sé Guðlaugur Agnar órólegur. Hann sakni greinilega bróður síns og byrji alltaf á því að athuga rúmið hans. Þá sé erfitt að láta þeim lynda saman á sjúkrahúsinu því Valur Pálmi æsist svo upp sjái hann bróður sinn. Hann má alls ekki við því þar sem súrefnið fellur hratt við minnsta áreiti. En hvemig áhrif hefur svona þrautaganga og erfiðleikar á samband hjónanna? Þau em öll samamála um svarið: Annað hvort þjappar svonar lífs- reynsla hjónum saman eða þá að sambandið liðast í sundur því álagið sé svo mikið. I báðum tilfellum hafi erfiðleikamir styrkt samböndin. Tvíburabræðumir segjast hafa feng- ið mikinn og góðan stuðning. Heimili foreldra og tengdaforeldra hafi verið eins og upplýsingamiðstöðvar á með- an bömin vom í aðgerðunum í Lond- on og símalínumar frá Eyjum vom róðglóandi. Dóra vitnar í móður sína sem sagði að þegar fólk lendi í svona lífsreynslu kæmi í ljós hverjir væm sannir vinir manns og hveijir ekki. Verkalýðsfélög Vals og Amar, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Dagsbrún, studdu vel við bakið á bræðmnum. Þá stóð starfsmannafélag Eimskipa fyrir söfnun í bæði skiptin sem Öm og Dóra fóm með Hauk Þór til London og það fleytti þeim yfir erfiða hjalla enda kostnaðurinn og vinnutapið mikið. Þá kom Kvenfél- agið Heimaey sem starfar í Reykjavík færandi hendi til þeirra bræðra. „Þú kemst að því hvað þú átt góða að við svona aðstæður og við fáum seint fullþakkað öllum þeim sem studdu okkur á einn eða annan hátt. Allt fjölskyldulíf og fjárhagsáætlanir fara úr skorðum, andlegt og líkamlegt ástand er í molum og því er öll aðstoð og stuðningur eins og himnasending,” segir Valur. Öm segist hafa gengið ansi nærri sér í London og léttist t.d. um sjö kíló. Hann mátti varla við því þar sem hann var tággrannur fyrir. Og Valur segir það efst á blaði í sumar, að lokinni aðgerðinni og Valur Pálmi verður farinn að jafna sig, að fara út í Haukur Þór á sjúkrahúsinu eftir eina aðgerðina í London. Eyjar til að skipta um umhverfi og slaka á. Og jafnvel taka eins og einn hring á golfvellinum en bræðumir em forfallnir golffíklar. Þeir hafa lítið getað iðkað golfíþróttina undanfarin misseri og fráhvarfseinkenni verið þó nokkur! Þeir segja það lífsnauðsynlegt að geta kúplað sér út úr spítalaum- hverfinu til að dreifa huganum. Nauðsyn á íslenskum barnaspítala I fjölmiðlum að undanfömum hefur átt sér stað umræða um nauðsyn þess að hafa bamaspítala á Islandi þar sem hægt væri að framkvæma hjartaað- gerðir. Bræðumir em sammála því að forgangsatriði í heilbrigðiskerfinu sé að fá bamaspítala. Aðstaðan á Land- spítalanum sé ekki góð og þrengslin mikil. Foreldrar reyna að verja sem mestum tíma með bömum sínum en t.d. sé ekki hægt að sofa hjá þeim vegna þrengsla. Þá hafa hjartveik böm verið send heim af spítalanum þegar hætta hefur verið á ferðum vegna smitsjúkdóma eins og vírusa. Tryggingakerfinu líkja þau við frumskóg þar sem hver og einn verður að bjarga sér eins og kostur er. Þau vissu ekkert um rétt sinn til bóta og urðu að leita sjálf eftir upplýsingum, hlaupa á milli stofnana og fylla út eyðublöð. Aldrei var þeim bent á hvaða rétt þau höfðu á styrkjum af hálfu Tryggingastofnunar ríkisins. Valur segir að þegar þau töldu sig ekki fá nógu háar umönnunarbætur, og höfðu bætur Amar og Dóm til viðmið- unar, hafi þau kært málið til Trygg- ingaráðs og fengið leiðréttingu. En þetta kostaði leiðindi og stapp við kerfið. Þá gerir tryggingakerfið aðeins ráð fyrir því að hjartveik böm eigi eitt foreldri! Þegar farið er með hjartveikt bam í aðgerð borgar keifið fyrir bamið og aðeins annað foreldrið. Éinnig em aðeins borgaðir dagpeningar fyrir annað foreldrið. Flugleiðum til hróss koma þeir hins vegar til móts við fólk í þessum aðstæðum og veita helmings afslátt af flugferðunum. Hins vegar borgar tryggingakerfið alla reikninga eftir á samkvæmt kvittunum þannig að foreldrið verður að borga allan brúsann fram að því. Bræðumir segja að aldrei hafi annað komið til greina en að báðir foreldramir fæm út. Þeir hefðu t.d. ekki getað hugsað sér að verða eftir á íslandi og vinna þrátt fýrir að það hefði sparað þeim mikið fé. Slíkt hefði einfaldlega verið óhugsandi Nýleg mynd af Val Pálma. og væri engu foreldri hollt. Þau benda reyndar á að tryggingakerfið sé ekki alslæmt en það sé ekki að gefa neitt eins og þar stendur. Sem dæmi búa foreldrar á landsbyggðinni við mikið misrétti gagnvart kerfinu. Foreldramir fá enga dagpeninga ef leggja þarf bamið inn í Reykjavík. En um leið og bamið er komið út fyrir landsteinana fær annað foreldrið dagpeninga. 40 hjartagallar á ári Um 40 böm fæðast á hverju ári á Islandi með einhvers konar hjarta- galla, að meðaltali, og fara 25 þcirra utan í aðgerðir. Sum þeirra þurfa að fara tvisvar, eins og Haukur Þór og Valur Pálmi. Kostnaður trygginga- kerfisins við þessar ferðir, fyrir utan vinnutap og ýmsan kostnað foreldra og aðstandenda, er 33 milljónir króna á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Neistanum, aðstandendafélagi hjart- veikra bama sem er tiltölulega ný- stofnað, er kostnaðurinn við að opna hjartadeild með tilheyrandi tækjum og tólum hér á landi um 30 milljónir. Slík deild myndi því borga sig upp á tveimur ámm. Hins vegar hefur heil- brigðisráðuneytið enn ekki séð ástæðu til þess að opna slíka deild. Valur, Heiðbjört, Öm og Dóra em öll virk í Neistanum. Félagið hefur útbúið sérstakar möppur fyrir foreldra og aðstandendur hjartveikra bama. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsing- ar, eins og t.d. um tryggingakerfið. En hvaða ráð eiga þeir íyrir foreldra og aðstandendur sem gætu átt eftir að lenda í svipaðri aðstöðu? „Að bíða ekki á spítalanum í London á meðan aðgerðin fer fram. Hver klukkutími er eins og eilífð. Miklu betra er að fara út og reyna að dreifa huganum,” segir Öm. „Að reyna að vera bjartsýn, hafa samband við fólk sem hefur eignast hjartveik börn og við Neistann, félag aðstandenda hjartveikra bama. En um- fram allt að halda í vonina,” segir Valur. Síminn hringir, það er Heiðbjört, kona Vals sem hringir frá sjúkrahús- inu. Valur Pálmi hefur pantað leikföng að heiman. Kallinu er að sjálfsögðu hlýtt enda allt gert til að gera vistina á sjúkrahúsinu sem auðveldasta þangað til Valur Pálmi fer í stóru aðgerðina eftir rúman hálfan mánuð. Þorsteinn Gunnarsson Örn og Dóra með Hauk Þór. Tvíburarnir Valur Pálmi og Guðlaugur Arnar. Heiðbjört og Valur með tvíburana við skírnina ásamt syni Heiðbjartar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.