Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Qupperneq 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 9. maí 1996
Ævintýraleg sigling Ingólfs Grétarssonar tilAfríku:
Hitinn var eini óvinurínn
Þegar Ingólfur Grétarsson lagði
af stað frá Eyjum til Ghana í
Vestur-Afríku með vélbátinn
Sæfell þann 16 mars sl. átti
hann von á þægilegu ferðalagi.
Ætlunin var að koma við á
Kanaríeyjum sem þeir gerðu
og siglingin gekk á allan hátt
vel. Eitt kom honum þó í opna
skjöldu en það var hitinn sem
fór yfir 40 gráður þegar verst
var. Alls voru sex í áhöfn Sæ-
fells, fjórir Ghanabúar og einn
íslendingur, Valgeir Sveinsson
yfirvélstjóri auk Ingólfs.
Valgeir veiktist áður en komið
var til Kanaríeyja og ákvað
Ingólfur að halda áfram einn
með Ghanamönnunum. Sá
hluti leiðarinnar tók 11 sólar-
hringa og var báturinn eins og
bakaraofn allan tímann. Þessir
erfiðleikar gleymdust þó fljótt
þegar komið var til borgarinnar
Tema í Ghana. Þar var þeim
fagnað sem hetjum og Ingólfur
sagðist hafa lifað eins og
kóngur þá daga sem hann
dvaldi þar. Það var kannski
ekki síst vegna þess að hann
kom færandi hendi, með
veiðarfæri sem duga bátnum
næstu árin og um 180 poka og
kassa af fötum sem hann
safnaði í Vestmannaeyjum.
Lagt upp frá Eyjum
I viðtali við Fréttir segir Ingólfur að
þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hafi ferða-
lagið verið mikil lífsreynsla. I Ghana
hafi hann upplifað slíka fátækt að
aldrei hafi hvarflað að sér að slíkt væri
til. Hann segir þó Ghanabúa vera
mjög þægilegt fólk og um margt líka
Islendingum þó lífshættir þeirra séu
eðlilega ólíkir.
„Við tókum okkur góðan tíma í að
yfirfara allt vélardótið áður en við
lögðum af stað frá Eyjum. Gústaf
Guðmundsson, vélstjóri, hafði ráðlagt
mér að taka upp alla kæla og stjómaði
hann verkinu. Kom það sér ömgglega
vel því vélin sló aldrei feilpúst þó
sjórinn væri allt 30 stiga heitur.“
Bræla í níu sólarhringa
Þeir fóru frá Eyjum 16. mars í góðu
veðri og var stefnan tekin beint í
suður. Eftir tvo tíma var komin SA
bræla 5 til 7 vindstig. „Svona var
veðrið næstu níu sólarhringana og var
það orðið ansi þreytandi því vindurinn
stóð á hlið. Þegar verst lét vom
Ghanamennimir hræddir við veður og
sjógang en allt gekk vel. Við lentum
aldrei í neinu stórviðri en brælan var
ansi þreytandi. Sérstaklega út af
hliðarveltingnum."
Þegar þeir nálguðust Kanaríeyjar fór
veðrið að batna og þrjá síðustu sólar-
hringana sigldu þeir í góðu veðri. „En
þá fór hitinn að htjá okkur. Fyrir okkur
Islendinganna var orðið nánast ólíft
niðri í bátnum og fljótlega veiktist
Valgeir og var hitanum um að kenna.
Vélstjórinn
alvarlega veikur
Það var mikill léttir fyrir mig þegar við
sigldum inn í höfnina í Las Palmas á
Kanaríeyjum eftir tólf sólarhringa
siglingu enda vomm við orðnir
/ , ' '
í SÓLBAÐI. Ingólfur Grétarsson baðar sig í sólinni við Afríkustrendur en af henni fékk hann stundum
nóg enda fór hitinn yfir 40 gráður.
Áhöfnin á Sæfelli við brottför frá Eyjum. F.v. Ingólfur, Kófí kokkur,
Ernest stýrimaður, Tomas 2. vélstjóri, Valgeir, Fred 1. vélstjóri
Einn daginn fengu þeir úrhellisrigningu og þá fögnuðu
Ghanamennirnir innilega.
þreyttir. Það eina sem skyggði á vom
veikindi Valgeirs sem var orðinn það
veikur að hann var strax lagður inn á
spítala og fór heim með fyrstu flugvél
til Islands."
I Las Palmas fylltist báturinn af
mönnum sem buðu fram þjónustu sína
sem Ingólfur hafði engin not fyrir.
„Svo kom umboðsmaðurinn um borð
og hann vildi losna við okkur sem
allra fyrst. Sagði hann okkur að taka
olíu og vatn og halda svo áfram. Eg
var nú ekki alveg sáttur við það því
ætlunin var að mála bátinn í Las
Palmas. Eftir að ég hafði fengið að
hringja heim og spjalla við Bjögga
(Björgvin Ólafsson skipasala) kom í
ljós að um misskilning var að ræða.“
Þeir vom með alla þá málningu sem
þeir þurftu um borð þannig að um-
boðsmaðurinn þurfti lítið að aðstoða
þá. „Hann þurfti lítið sem ekkert að
gera enda eins gott því hann skrifaði
himinháa reikninga. Var Bjöggi fljótur
að biðja mig um að leita sem minnst
til hans.“
Ánægjuleg heimsókn
Dvölin í Las Palmas varð miklu
erfiðari en Ingólfur hafði reiknað. Var
ætlunin að láta Ghanamennina sjá um
að mála skipið en þeim varð lítið úr
verki nema staðið væri yfir þeim. En
þá birtist sólargeisli sem gladdi hjarta
hans. „Þegar við höfðum verið þama í
fjóra daga mætti ég andlitum sem ég
kannaðist við á leið minni um borð.
Þarna voru komnir Gulli á Gandí
(Gunnlaugur Ólafsson) og Sigurjón á
Þórunni Sveins (Óskarsson). Mér
fannst eins og ég væri að mæta Guði
almáttugum slík var gleðin þegar ég sá
þá. Þeir voru búnir að bíða lengi um
borð og höfðu gefist upp þegar ég hitti
þá. Eg fór með þeim yfir á Ensku
ströndina og eyddi með þeim einum
sólarhring sem var sá skemmtilegasú í
allri ferðinni.“
Einn með
Ghanamönnunum
Eftir átta og hálfan sólarhring var langt
komið að mála Sæfell og kominn tími
til að halda áfram suður á bóginn.
Kælirinn var fylltur af drykkjarvatni
og öli því neysluvatnið á tönkunum
var ódrekkandi vegna hitans. „Bjöggi
vildi senda mér mann að heiman til að
fara með mér seinni áfangann en ég
neitaði. Ég treysti orðið Ghanamönn-
unum fyllilega og svo fannst mér það
lítilsvirðing við þá að fá ntann í
staðinn fyrir Valgeir. En ég átti eftir að
sjá eftir þessu því siglingin varð nánast
óbærileg vegna hitans."
Fyrstu tvo sólarhringana var leiðinda
bræla en þegar hún gekk niður fór
hitinn að angra menn. Fyrir Ingólf,
sem er alinn upp við hryssinginn á ís-
landi varð þetta hreint helvíti og
Ghanamönnunum fannst nóg um.
„Þeir gátu ekki hafst við í káetunni og
sváfu uppi á dekki. Ég lifði á
kornfieksi og ávöxtum og mikið var
drukkið af vatni og öli. Mér fannst
þægilegast að vera í brúnni og hafa allt
opið. Ætlunin var að standa sex tíma
vaktir en ég hékk uppi í brú á meðan
ég gat og henti mér svo í kojuna. Eftir
þrjá til fjóra tíma vaknaði ég og leið
djöfullega út af hitanuni."
Ingólfur segir að ýmislegt hafi komið
upp í hugann á nóttunni ekki síst þar
sem margir höfðu varað hann við sjó-
ræningjum. Þá voru nýlegar fréttir af
uppreisn á skipi á jjessum slóðum ekki
til að létta honum skapið. „En mér datt
aldrei til hugar að vantreysta áhöfn
minni. Þeir sýndu mér fullan trúnað og
voru í reynd ágætis strákar. Þeir áttu
líka góðar minningar frá dvölinni í
Vestmannaeyjum sem í þeirra huga
var paradís á jörð.“
Komst að miðbaug
Eftir 11 sólahringa siglingu var Sæfell
komið að miðbaug og var þá statt út af
Líberíu. „Þá beygðum við til NA í
áttina til borgarinnar Tema í Ghana.
Þangað komum við 18. apríl og því
rúmur mánuður frá því við fórum frá
Eyjum. Það er erfitt fyrir ókunnuga að
sigla inn í höfnina í Tema en ég naut
leiðsagnar Islendingsins Amar, sem
er skipstjóri á Lyngey sem var seld
þangað frá Höl'n í Homafirði.“
A bryggjunni biðu mörg hundmð
manns til að taka á móti Sæfellinu og
segir Ingólfur að móttökumar hafi
verið frábærar. „Um leið og lagst var
að bryggju komu eigendumir Astman
og Nick um borð ásamt presti sem
messaði í brúnni. Það kom mér mjög
á óvart en fólk í Ghana er mjög trúað.
Þetta var talsverð athöfn en að henni
lokinni komu smiðir um borð og
skiptu um allar skrár. Að því loknu
komu vaktmenn sem tóku við skipinu
og því næst var ég drifinn í mikla
veislu.“
Hvíldinni feginn
Ingólfi var komið fyrir á mjög góðu
hóteli og var hann hvíldinni feginn
þegar hann loks komst í rúmið eftir
veisluna sem honum var haldin. „Það
er borin mikil virðing fyrir hvítunt
mönnum í Ghana og mér fannst ég
vera eins og guð þennan tíma sem ég
dvaldi þar. Eigendumir sköffuðu mér
bíl og einkabílstjóra og þeir vildu allt
fyrir mig gera.“
Þá var komið að því að afhenda
gjafimar sem Ingólfur hafði safnað í
Vestmannaeyjum, fötin og veiðar-
færin. „Ég var með íjögur troll, tvö
sett af hlerum og þijár stórar vírrúllur
en á hverri þeirra vom um 600 til 700
faðmar af togvír. Þessi veiðarfæri
endast þeim í mörg ár því sá fiskur
sem þeir sækjast eftir fæst á 10 til 20
faðma dýpi.“
Aður en lagt var upp frá Vestmanna-
eyjum datt Ingólfi í hug að safna
fötum til að gefa í Ghana og fóm við-
brögð Eyjamanna langt fram úr hans
björtustu vonum. „Ég var að gæla við
að fá kannski 30 poka en þegar upp
var staðið var ég kominn með um 180
poka og kassa af alls konar fatnaði.
Ghanamennimir vom mjög þakklátir
íyrir föún og ákváðu í samráði við mig
að gefa þau á hæli fyrir bækluð böm.
Það var ekki búið að afhenda fötin
þegar ég fór en ég á von á myndum af
afhendingunni á næstu dögum. Þá
geta Eyjamenn sannfærst um að fötin
hafa lent á stað þar sem þau koma
virkilega að notum.“
Orðinn fárveikur
Eftir ijóra daga í Tema var Ingólfur
orðinn fárveikur af hitanum, sem var á
bilinu 42 til 44 gráður, og matnum. í
samráði við lækni ákvað hann að
koma sér heim sem allra fyrst.
„Lækninum fannst fáránlegt að ég
skyldi ekki hafa haft með mér einka-
kokk. Mér fannst aftur á móti
fáránlegt að ég, íslendingurinn, færi að
taka með mér einkakokk frá íslandi.
En eftir á að hyggja var hugmyndin
ekki svo fáránleg.“
Ingólfur segir að fátæktin í Ghana sé
óskapleg. „Það var ofboðsleg lífs-
reynsla að kynnast fátæktinni þama.