Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. maí 1996
Fréttir
Henni mun ég aldrei gleyma en
Ghanabúar eru gott fólk og á margan
hátt ekki ólíkir íslendingum þó lífs-
skilyrðin séu allt önnur.“
Hefði ekki viljað
missa af þessu
Miðvikudaginn 24. apríl flaug
Ingólfur heim á leið í gegnum
Frankfurt í Þýskalandi og daginn eftir
var hann kominn til Islands eftir rúm-
lega sólarhrings ferðalag. „Það gekk á
ýmsu á heimferðinni og þegar ég sá
Astu (Finnbogadóttur konu mína) í
gegn um glerið á Keflavíkurflugvelli
rann loks upp fyrir mér að ég var
kominn heim. Þessi ferð varð miklu
erfiðari en mig gat órað fyrir og ég er
ekki enn búinn að ná fullri heilsu.
Þrátt fyrir það hefði ég ekki viljað
missa af þessu. Þama fékk ég tækifæri
til að kynnast heimi sem er svo
gjörólíkur okkar og það eitt er reynsla
sem maður kentur til með að búa að í
framtíðinni," sagði Ingólfur að lokunt.
Mörg hundruð manns tóku á
móti Sæfelli þegar það lagðist
að bryggju í Ghana.
Ingólfur með eigendum Sæfells, Astman til vinstri og Nick til hægri.
Þeir reyndust honum vel.
í Ibeiirxii á
Ibrei&tj aldi
Kl. 14:00 á laugardag
Manchester United
& Liverpool
Bikarúrslitaleikur
r
I tilefni bikarúrslitaleiksins bjóðum við
upp á léttar veitinga á lágu verði
Stór á boltaverði - 300 kr.
Nýr Sighvatur Bjarna-
son Vi kom um helgina
Sighvatur Bjarnason VE við bryggju í Vestmannaeyjum.
Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri, og Geir Magnússon,
stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar í brúnni á nýja skipinu.
Nýr Sighvatur Bjarnason VE, sem
Vinnslustöðin keypti í Noregi kom
til landsins um miðnætti á laugar-
dagskvöldið. Sighvatur Bjarnason
er öflugt nóta- og togskip sem ber
1350 tonn í kælitönkum og getur
verið með tvær nætur og flottroll
um borð.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
hvats Bjarnasonar, framkvæmda-
stjóra, er aðalvél skipsins af Ber-
gen Diesel gerð, 3020 hestöfl og er
togkrafturinn 45 tonn. Til saman-
burðar sagði Sighvatur að
togkraftur Breka VE sé 27 tonn og
Sindra VE 34 tonn. Hliðar-
skrúfurnar eru 500 og 600 hestöfl.
Lestarnar eru 1500 rúmmetrar og
ber skipið 1350 tonn í kælitönkum
en 1500 tonn af bræðslufiski. Auk
þess er til staðar 200 rúmmetra
rými sem hægt er að nota undir
afla. Mesta lengd er 68,75 metrar
og breidd 9,8 metrar.
Sighvatur segist þess fullviss að
Vinnslustöðin hafi gert góð kaup. „I
fyrsta lagi hefur skipið verið í eigu
sömu aðila frá upphafi og hafa sömu
feðgamir verið um borð allan tímann.
Það er með skip eins og bfla að einn
eigandi eru meðmæli þrátt fyrir að
aldurinn sé ekki sá vænlegasú," segir
Sighvatur en skipið var smíðað í
Noregi árið 1975. Skipið er mikið
endumýjað. Aðalvél, allur vél-
búnaður, rafbúnaður og spil eru frá
árinu 1987. Umgengni um skipið er
með ágætum og aðbúnaður fýrir
áhöfn er góður. Blakkarbúnaður er
frá árinu 1994 og fiskleitar- og
siglingatæki em meira og minna ný-
leg. „Þama emm við því með öflugt
skip með góðum aðbúnaði og vinnu-
aðstöðu fyrir áhöfnina." Veiði á
uppsjávarfiski, loðnu og sfld, hefúr á
undanfömum ámm orðið meira ráð-
andi í rekstri Vinnslustöðvarinnar.
Með kaupum á þessu skipi er stigið
enn eitt skrefið þessu til staðfestingar.
„Sighvati verður haldið úti allt árið.
Hann fer til veiða úr norsk-íslenska
sfldarstofninum og í haust verður það
Suðurlandssfldin. A vertíðinni verður
skipið á hefðbundnum loðnuveiðum.
Auk þess er meiningin að leita eftir
öðmm tegundum eins og kolmunna,
makríl og fleiri tegundum. Þar em
miklir möguleikar sem við þurfum að
nýta okkur. Takist það er ég viss um
að verkefni verði næg fyrir skipið allt
árið um kring.“ Með nýju skipi er
ætlunin að auka arðsemi land-
vinnslunnar, lengja vinnslutímann
og jafnframt svara kröíú markaðarins
um ferskara hráefni. „í kæli-
tönkunum er hægt að geyma hráefni
í allt að fimm til sjö daga þannig að
það er ekkert því til fyrirstöðu að
sigla með sfld af Austfjarðamiðum
og vinna hana til manneldis hér í
fyrirtækinu. Það em því ekki bara
sjómenn sem njóta góðs af þessari
fjárfestingu, hún á líka að skapa fólki
í landi meiri og stöðugri vinnu. Strax
í maí fer skipið á sfld og ætlum við að
koma með hana til vinnslu í Eyjum.
Seinna í sumar, þegar sfldin hefur
styrkst og fengið meiri búkfitu,
verður vonandi hægt að flytja hana
heim í vinnslu til manneldis.“ „Við
munum mæta þessari fjárfestingu
með sölu annarra eigna en ég get eldd
tilkynnt hverjar þær verða á þessari
stundu,“ segir Sighvatur en það er þó
ekki aðalatriðið að hans mati. „Is-
lendingar hafa dregist aftur úr í
vinnslu á uppsjávarfiski á undan-
fömum ámm. Með jressu skipi emm
við stíga skref inn í nútímann sem á
eftir að koma fyrirtækinu, starfsfólki,
eigendum og Vestmannaeyjum til
góða. Það skiptir mestu þegar upp er
staðið," segir Sighvatur að endingu.
Skipstjóri er Guðmundur Svein-
bjömsson, stýrimaður Halldór Jörgen
Gunnarsson og yfirvélstjóri Bergvin
Jónsson.
Guðmundur Svein-
björnsson skipstjóri:
Eins og að
fara afbát
yfiráskip
-segir hann um muninn á
þeim gamla og nýja.
Guðmundur Sveinbjörnsson, sem
tekur við skipstjórn á Sighvati
Bjarnasyni VE, segir það spenn-
andi verkefni.
„Það leggst vel í mig og ég er orðinn
mjög spenntur. Ég segi eins og góður
skipstjóri sagði einu sinni, að mun-
urinn væri eins og að fara af báti yfir
á skip,“ sagði Guðmundur þegar
hann var spurður um muninn á gamla
og nýja Sighvati. „Sjóhæfni, vélar-
orka og burðargetan er miklu meiri
og svo em kælitankamir mikill plús.“
Guðmundur fór einn túr með fyrri
eigendum á kolmunatroll og segir
hann að sér hafi strax líkað vel við
skipið. „Við fengum brælu á út-
leiðinni en við fundum ekki mikið
fyrir henni og aldrei fómm við undir
tíu mflum. Á heimleiðinni gekk hann
að meðaltali 13 sjómflur og sögðu
vélstjóramir að aðeins hefði verið
keyrt á 2200 hestöflum af 3000 sem
þeir hafa yfir að ráða,“ sagði
Guðmundur að endingu.
Vinnslustöðin gerír
þann gamla úf í sumar
Vinnslustöðin VE hefur selt gamla
Sighvat Bjarnason til Ú.D; Vest-
mannaeyjum sem tengist Útgerð-
arfélagi Dalvíkur.
Ákveðið er að Vinnslustöðin geri
hann út í sumar og verður Magnús
Jónasson skipstjóri. Magnús verður
stýrimaður á Sighvati nýja þegar sá
gamli kveður.
Búið er ganga frá úreldingu vegna
nýja skipsins. Era það skuttogarinn
Kambaröst SU, Klara Sveinsdóttir
eldri og trillan Hugborg sem verða
úreld.