Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Síða 23
Fimmtudagur 9. maí 1996
ÍPRÓTT1R
Lokahóf karlaliðs ÍBV íhandbolta:
Sigmar Þröstur
leikmaður ársins
Verðlaunahafar á lokahófinu. Standandi eru Arnar og Gunnar Berg og svo
sitjandi markverðirnir Birkir ívar og Sigmar Þröstur.
Arnar í A-landsliðið
Vestmannaeyingar hafa eignast tvo A-landsliðsmenn í handbolta með stuttu
millibili. Fyrir skömmu var Gunnar Berg Viktorsson valinn í landsliðið og fór
með því í æfingaferð til Japans. I síðustu viku var efnilegasti leikmaður
Islandsmótsins í handbolta, Amar Pétursson, einnig valinn í landsliðið sem er
að fara í keppnisferð til Færeyja 10. maí. Þetta var mikil viðurkenning fyrir
vestmanneyskan handbolta en það hefur aldrei gerst áður í sögu handboltans
hér að við höfum átt tvo A-Iandsliðsmenn í einu. Sigmar Þröstur Oskarsson
er eini Vestmannaeyingurinn sem hefur komist í A-Iandsliðið fram að þessu.
Slórmót ígolfí um helgina
Markvörðurinn Sigmar Þröstur
Óskarsson bætti enn einn skraut-
fjöðrinni í hattinn á handboltaferli
sínum þegar hann var valinn leik-
maður ársins á Iokahófi hand-
boltamanna um síðustu helgi. Hófið
var hin ágætasta skemmtun eins og
endranær en hápunktur kvöldsins
voru verðlaunaafhendingar til ein-
stakra leikmanna fyrir frammi-
stöðuna í vetur.
Eftir frábært sjávarréttahlaðborð
Gríms Gíslasonar kokks voru skemm-
tiatriði á dagskrá en veislustjóm var í
höndum Jóhanns Péturssonar. Mynd-
band kvikmyndafyrirtækisins Fjög-
urra stjarna bar þar hæst. Þar var fast
skotið í ýmsar áttir og hin besta
skemmtun. Dolli og Stulli létu Ijós sitt
skína eins og stjömumar íjórar, þráð-
laust. Ávörp vom flutt. Pétur Stei-
ngrímsson í handknattleikráði ÍBV
sem Iþróttafélagið Þór hefur séð um
að reka í vetur, sagði af þessu tilefni
að ekki væri nóg að horfa á aðstöðu-
leysi knattspymumanna. Aðstöðuleysi
handboltamanna væri ekki síður stað-
reynd sem ekki væri hægt að horfa
fram hjá. Hvatti hann íþróttahreyfin-
guna til að komast að niðurstöðu í
sínum málum. Formaður ÍBV, Sól-
veig Adólfsdóttir flutti kveðju stjómar
IBV og hvatti einnig hreyfinguna til
að komast að niðurstöðu um sín mál.
Amar Sigurmundsson flutti kveðju til
handknattleiksmanna fyrir hönd
bæjarfulltrúa. Styrkaraðilar ÍBV voru
heiðraðir en án þeirra væri ómögulegt
að reka handknattleiksdeild sem
þessa.
Árangur IBV í vetur var mjög
góður þegar öllu er á botninn hvolft.
Liðinu var spáð 12. og neðsta sæti.
Með frábæmm lokaspretti tókst þeim
að halda sæti sínu. Kraftaverk þurfti til
og það var ekkert annað sem gerðist.
Þá náði 2. flokkur ÍBV frábæmm
árangri, skilaði bikarmeistara og deild-
arbikarmeistaratitli.
Birkir Ivar Guðmundsson
markvörður fékk Fréttabikarinn að
þessu sinni en þetta var í tíunda sinn
sem bikarinn er afhentur. Birkir Ivar
tók miklum framfömm í vetur í mark-
inu, varði mark 2. flokks af stakri
prýði og var Sigmari Þresti til halds og
trausts í meistaraflokki. Amar Péturs-
son var valinn besti leikmaður 2.
flokks og hann var jafnframt marka-
hæsti leikmaður meistaraflokks í
vetur. Gunnar Berg Viktorsson fékk
verðlaun fyrir að taka mestum fram-
fömm í meistaraflokki í vetur. Síðast
en ekki síst var Sigmar Þröstur
Óskarsson valinn leikmaður ársins.
Hann var lykilmaður meistaraflokks-
ins í vetur og hefur engu gleymt þrátt
fyrir 20 ár í bransanum! Þegar Sigmar
Þröstur fékk afhent verðlaunin
ávarpaði hann samkomuna og sagði:
„Þetta kostar víst að ég verð að halda
áfram eitt ár í viðbót.”
Um næstsíðustu helgi var
Sumarmótið hjá Golfklúbbnum. 22
kylfingar mættu til leiks í mikilli
veðurblíðu og léku 18 holur. Þetta var
punktakeppni og urðu þessir efstir:
1. Örlygur H Grímsson 42 punkta
2. Einar Öm Ágústsson 42 punkta
3. Sigurgeir Jónsson 40 punkta.
Á laugardaginn var hófst
Firmakeppni GV og Frétta en hún
verður í gangi í sumar. Og á laug-
ardaginn kemur verður fyrsta stór-
mótið í Eyjum á þessu ári, eitt af
LEK-mótunum sem eru landsmót
eldri kylfinga og eru úrtökumót fyrir
landslið eldri kylfmga. Búist er við
miklum fjölda til keppni og sagði
Ævar Þórisson, framkvæmdastjóri
GV að reiknað væri með 100 til 120
keppendum. Mótið stendur yfir bæði
laugardag og sunnudag og verða alls
leiknar 36 holur.
Helstu styrktaraðilar ÍBV: María og Bergvin frá Glófaxa, Arnar frá
Vestmannaeyjabæ, Birkir frá Netagerð Ingólfs og ísfélaginu, Grímur kokkur
og Ásta og Þorsteinn frá Flutningamiðstöðinni.
ÍBV gerði jafntefli við Skagamenn 1-1 og sigraði Fram 2-0 í deildarbikarnum:
Afli ánægður með strákana
ÍBV hefur fjögur stig eftir leiki sína
tvo í undanúrslitum deildarbikar-
keppninnar eftir jafntefli gegn
Skagamönnum á útivelli 1-1 og
sigur á Fram 2-0 í Eyjum. IBV
verður nú að bíða eftir úrslitum í
leik Fram og IA á inorgun hvort
IBV leikur til úrslita um deildar-
bikarinn eða um 3.-4. sæti.
Skagamenn verða að sigra Fram
með stærri mun en IBV til að
komast í úrslitaleikinn.
Leikur ÍBV og Skagamanna á
Akranesi á laugardaginn þótti nokkuð
sveiflukenndur. Eyjamenn byrjuðu
með látum en Skagamenn skoruðu
fyrsta markið eftir 16 mín. leik eftir
vamarmistök sem verða að skrifast á
Hennann Hreiðarsson. Eftir það voru
Skagamenn sprækari í fyrir hálfleik.
En í seinni hálfleik tóku Eyjamenn öll
völd á vellinum og sköpuðu sér
fjölmörg færi. Hlynur Stefánsson
jafnaði metin fyrir IBV með góðu
skoti eftir þvögu í teignum á 72. mín.
Þá björguðu Skagamenn tvisvar á
marklínu á síðustu 5 mín. og
ntarkvörður þeirra varði nokkrum
sinnum stórvel. Skagamenn sköpuðu
sér aftur á móti aðeins eitt gott færi.
„Eg var mjög sáttur við strákana og
skil ekkert í þessum blaðaskrifum um
leikinn í DV og Mogganum. Líklega
voru þau svona neikvæð af því að
Skagamenn vom að spila illa. Það
vomm við ekki að gera. Eg hef undan
engu að kvarta nema smávægilegunt
hlutum sem hægt er að bæta.
Strákamir em ári eldri og reyndari frá
því í lyrra. Þeir eru meðvitaðri og
agaðri en þeir hafa verið og í því
liggur okkar styrkur. Við gemm sjald-
an vamarmistök og ef okkur tekst að
halda þeim í lágmarki emm við í
góðum málum,” segir Atli Eðvalds-
son, þjálfari ÍBV, sem mun flytja til
Eyja um helgina.
Atli var mjög ánægður með Lúð-
vík, Magnús og Sumarliða sem komu
inn í liðið. IBV-liðið var þannig
skipað í leiknum: Friðrik í markinu -
Friðrik S. og Lúðvík bakverðir,
Hermann og Jón Bragi miðverðir -
Magnús Sigurðsson hægra rnegin,
Leifur Geir og Hlynur á miðjunni og
Sumarliði vinstra megin - Tryggvi og
Steingrímur frammi. Engar skiptingar
vom hjá IBV.
ÍBV sigraði svo 2. deildarlið Fram
í Eyjum á þriðjudaginn, 2-0. Leikur-
inn var ágætlega leikinn og IBV átti í
fullt í fangi með spræka Framara.
Steingrímur Jóhannesson skoraði
gullfallegt mark eftir vamarmistök
Fram í fyrri hálfleik. Rútur Snorrason
bætti öðm marki við í seinni hálfleik
með glæsilegu einstaklingsframtaki.
Eyjamenn fengu mörg hálffæri til að
bæta við mörkum en Fram átti líka sín
færi, m.a. stangarskot í lokin. Vöm
IBV spilaði mjög vel með Hermann
Hreiðarsson sem besta mann. Þá var
Gunnar Sigurðsson góður í markinu
og Steingrímur var eitraður frammi.
Þær breytingar vom gerðar á liðinu
frá því í Skagaleiknum að Gunnar
byijaði í markinu, Rútur byrjaði á
hægri kanti í stað Magnúsar og
Heimir í bakverðinum í stað Lúðvíks.
23
Fjórir úr IBV
í (1-21 árs
landsliðið
Fjórir leikmenn ÍBV hafa verið
valdir til æfingar með landsliði
Islands í handbolta, skipuðu leik-
mönnum 21 árs og yngri. Það eru
Gunnar Berg Viktorsson, Amar
Pétursson, Ingólfur Jóhannesson og
Birkir Ivar Guðmundsson. Fram-
undan er mót í Svíþjóð í byrjun
júní.
Afmæli KSÍ
í tilefni af 50 ár afmæli KSÍ 1997
hefur KSÍ verið að undirbúa sögu
knattspymunnar á íslandi frá upp-
hafi til dagsins í dag. Sérstök nefnd
er að störfum og er þegar komið vel
á veg að rita söguna. Nefndin
auglýsir nú eftir gömlum knatt-
spyrnumyndum sem athyglisvert
væri að hafa í bókinni. Myndum og
efni rná koma hvort sem er til skrif-
stofu KSÍ.
Nökkvi úr leik
Nökkvi Sveinsson, miðjumaður
IB V, varð fyrir því óláni í vinnunni
í síðustu viku að skera sig illa á
fæti. Hann verður frá knattspyr-
nuiðkun næstu vikumar. Ekki á af
Nökkva að ganga því hann hefur
verið mjög óheppinn með meiðsli á
undirbúningstímabilinu.
Eyjamót
fimleikum
Vestmannaeyjamót í almennum
fimleikum verður haldið á rnorgun,
föstudaginn 10. maí í íþróttamið-
stöðinnikl. 16:30. Aðgangseyrir er
enginn og er allt áhugafólk um fim-
leika hvatt til að fylgjast með.
Hurðarhúnar
í frábæru úrvali
P2F1HÚSEY
/ 1 BYGGINGAVÖRUVERSLUN
____VESTMANNAEYINGA
Garöavcj’i 1 5 - sími -48 1 115 1
Smáar
Til sölu
Til sölu er stórglæsileg 90 fermetra
íbúð á besta stað í Reykjavík
((Keilugranda). Með íbúðinni fylgir
stæði í bílageymslu ásamt innbyg-
gðum tækjum í eldhúsi. Uppl. í síma
5527360
Til leigu
2. herbergja íbúð á besta stað á
Seltjarnarnesi. Llaus frá I .júlí.
Uppl. í síma :481 -1069 eftir kl. 17:00
Til leigu
Gott hús til leigu á besta stað í
bænum.3 svefnherbergi.
Upplýsingar í síma 481-2413