Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Page 4
Fréttir
Sælkeri vikunnar - Kristmann Karlsson
Hversd
Við félagar í kór
Landakirkju, makar
okkar og annað
samferðafólk í ferð
okkartil austurlanda
tjær, urðum þeirrar
ánægju aðnjótandi
að fá sem fer-
ðafélaga, Erlend
Jónsson og konu hans, Hönnu Maríu.
Eftir þau kynni, frásagnaranda og
fræðslu um hin ýmsu mál, mátti svo
sem búast við hinu óvæntasta frá hans
hendi.
En það að skora á mig sem sælkera
vikunnar, það er nú toppurinn á hans
mjög svo frjóu hugsun. Ég sem elda
aldrei og þá meina ég aldrei. En hún
Kristín mín hefur nú bjargað mér úr
öðru eins og var ekki lengi að hjálpa
mér með þetta. Vandinn með mig og
ntat er að ég borða allt of mikið af
öllu!
agslegt
Eggjahvítur og sykur þeytt vel
saman, smátt skomar, döðlur og
súkkulaði, lyftiduft og kartöflumjöl
sett varlega í. Bakað í 60 mín. við 150
gráðu hita. Gott er að nota Ice Magic
íssósu til að skreyta tertuna. Hægt er
að búa til alls konar mynstur. Á ntilli
botnanna eru settir 5 dl rjómi og heil
dós jarðarber. Safrnn er látinn leka vel
af þeint, þau stöppuð og hrærð saman
við rjómann.
Svo látum við fylgja með handa bör-
nunum uppskrift af SÝRÓPSVÍNAR-
BRAUÐUM. Og þar sem nafnið fer
illa í ntunni lítilla Ibama, en bragðast
afar vel, þá er þetta bara kallað
Svínabrauð á okkar heimili.
200 gr smjörlíki
200 gr sykur
1 eggjarauða
1 msk. sýróp
1/2 tsk. kanill
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. matron
300 gr hveiti
Hnoðað og búnar til lengjur sem er
bara ýtt niður með fingri á plötuna.
Sem sælkera næstu viku skora ég á
eldavélasalann og þúsundþjala
smiðinn, sem er alltaf með
TRÉVERK, Garðar Björgvinsson.
Fljótlegur og góður hversdagsréttur
sem við köllum bara:
GRJÓNAFISK
2-3 dl hvít grjón
ýsuflak
I pk. beamaisesósa
Aromat krydd
Ostur
Grjónin eru soðin, sett í ofnfast fat,
fiskbitamir lagðir ofan á, kryddað með
arómat. Sósan löguð og hellt yfír.
Ostur settur ofan á. Hitað í ofni við
200 gráður í ca. 30 mín.
JARÐABERJATERTA
4 eggjahvítur
200 gr sykur
100 gr döðlur
lOOgr suðusúkkulaði
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. kartöflumjöl
ORÐSPOR - ORÐSPOR
■ Sumir eru seinheppnari en aðrir. Þannig er lífið. Elli Friðriks
sjúkraþjálfari er einn af þeim. Um daginn fór hann í kaffi á
sjúkrahúsinu, fékk sér kaffitár og kökusneið og hitti í leiðinni
yfirmann tæknideildar sjúkrahússins og fór að spjalla um
heima og geima. Þeir röltu fram á gang og upp stigann á
aðra hæð þar. Enn hélt Elías á kaffibollanum og kökud-
iskinum og því spurði yfirmaður tæknideildar Elías hvað
hann ætlaði að gera við þetta.
- Æ já, ég ætlaði víst að borða þetta í matsalnum, ég bara gleymdi því, sagði Elías.
Og nú segja gárungar að unnusta Elíasar safni saman leirtaui heima hjá sér eftir
Elías sem hann kemur óvart með heim af sjúkrahúsinu og skilar aftur í eldhúsið
á nokkurra vikna fresti...
• Ingvar í Skógum hefur sérleyfi á tónlistarviðburðum að panta aukalög. Yfirleitt
hefur hann gert það í lok tónleikanna. En á styrktarfélagatónleikum Lúðrasveitar
Vm. um síðustu helgi lá óvenju vel á Ingvari því eftir aðeins eitt lag ávarpaði hann
tónleikagesti, skammaði þá sem ekki höfðu mætt og bað um endurtekningu á
fjórða laginu sem spilað væri eftir hlé....
Verkakonur langþreyttar
á lágum launum
Atvinnulífið hefurfengið vítamín-
sprautu upp á síðkastið með
tilkomu silfurs hafsins, síldarin-
nar. Verkakonur í Verka-
kvennafélaginu Snót eru hins
vegar aldeilis ekki á því að þær
fái eitthvað silfur fyrir vinnu sína
heldur þykir launin skammarleg.
Um næstu áramót verða
samningar lausir. Snótarkonur ætla
ekki að láta samningsumboðið frá sér
fara heldur ætla að semja heima í
héraði. Nýrformaður Snótar er Linda
Björk Hrafnkelsdóttir. Hún verður
væntanlega í sviðsljósinu á næstunni
og sýnir Eyjamönnum á sér hina
hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn? Linda Björk Hrafnkelsdóttir.
Fæðingardagur og ár? 27. ágúst
1961.
Fæðingarstaður? Reykjavík.
Fjölskylduhagir? Gift Guðjóni
Egilssyni. Við eigum þrjú börn,
Guðbjörgu Mörtu, Jökul Andra og Inga
Hrafn.
Menntun og starf? Hætti námi eftir
tvær annir í öldungadeild.
Laun? Laun eru allt of lág á íslandi.
Helsti galli? Helli aldrei upp á kaffi fyrir
varaformanninn.
Helsti kostur? Þrjóska (enda ekki enn
farin að hella upp á kaffi fyrir varafor-
manninn).
Uppáhaldsmatur? Silungur úr
T ungufljóti í V-Skaft. og lambalundir á
a la Lanterna.
Versti matur? Bjúgu og saltaður fýll.
Uppáhaldstónlist? Allt nema klassík.
Hvar myndir þú vera ef þú yrðir
fluga á vegg í einn dag? Ég held ég
þyrði ekki að vera fluga, vegna flugna-
hræðslu, en ég held ég myndi láta mig
hafa það ef ég sæi inn á borð hjá at-
vinnurekendum yfir samningstímabilið.
Uppáhalds stjórnmálamaður?
Eldhús- og vinnustaðapólitíkusar.
Uppáhalds íþróttamaður? Gunnar
Svali + Sæunn Svala í torfæruakstri.
Ertu meðlimur í einhverjum
félagsskap? Gildur meðlimur í
Verkakvennafélaginu Snót.
Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið
þitt? Þegar atvinnurekendur koma í
kippum í sjónvarpið og segjast ekki
getað hækkað launin (sniff, sniff).
Hvaða sjónvarpsrás horfir þú mest
á? Ég horfi á alla fréttatíma (því við
megum ekki missa af grátkórnum).
Annars horfi ég á Sky One þegar ekki
eru fréttir.
Uppáhaldsleikari? Tóti boy.
Uppáhaldskvikmynd? Steven King
myndir (horror).
Uppáhaldsbók? Bankabókin hans
Guðjóns.
Hver eru helstu áhugamál þín?
Kjaramál.
Hvað metur þú mest í fari annarra?
Húmor.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
annarra? Leikaraskapur.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Tungufljót í Vestur-Skaft. og
útsýnið í vissum eldhúsglugga hér í
bæ.
Hvernig hefur haustið verið atvinnu-
lega séð hjá verkakonum í Snót?
Misjafnt en virðist heldur vera að
glæðast með síldinni.
Hvað gerið þið við samningsumboð
ykkar í Snót? Við látum það ekki frá
okkur.
Hverjar eru kröfur ykkar í
samningunum? Númer 1,2 og 3,
beinartaxtahækkanir.
Sérðu fram á að það verði verkfalls-
átök um áramót? Ekki er hægt að
segja til um það fyrirfram. En fólk er
orðið langþreytt á þessum lágu
launum.
Hvað dettur þér í hug þegar þú
heyrir þessi orð:
- Síld? Meiri vinna en áður.
- Verkakvennalaun? Til háborinnar
skammar.
- Kjarasamningar? Von um launa-
hækkun.
- Eitthvað að lokum? Baráttukveðjur
til allra félagskvenna.
ÞoGu
Fimmtudagur 14. nóvember 1996
Búið að opna „Jóla-Oddinn"
Á undanlörnuni árum hefur það verið árvíst í nóvember að verslunin Oddurinn
hefur fært út kvíarnar og opnað aðra verslun til viðbótar þeirri giirnlu og góðu
við Strandveginn. Á laugardag í síðustu viku var opnuð ný verslun að Bárustíg
1 þar sem veitingastaðurinn Calypso var áður. Raunar er þarna um gamalgróið
versiunarhúsnæði að ræða, Kaupfélagið hafði þar byggingarvöruverslun og Páll
krati rak veiðarfæraverslun í húsinu um margra ára skeið.
Katrfn Magnúsdóttir í
Oddinum sagði að þau hefðu
þennan hátt á, að opna nýja ver-
slun, til að létta á þegar tæki að
nálgastjól. Mikið bættist við af
vörum, svo sem nýjum leik-
föngum og gjafavöru auk
jólavöm og föndurvöru sem væri
að verða æ fyrirferðarmeiri. Því
tækju þau þennan kost, að opna
„Jóla-Oddinrí’ og húsnæðið að
Bámstíg 1 væri mjög rúmgott og
þægilegt á allan hátt. Katrín
sagði að mikið hefði verið að
gera, strax á laugardag þegar opnað var. Þegar er komið mikið af leikföngum og
jólavöru en meira væntanlegt og jólalistinn með jólaleikföngunum verður borinn út
síðar í þessum mánuði. Myndin var tekin í Jóla-Oddinum á þriðjudag.
Nýfazddir Vestmannaeyingar
Stúlka Þann 9. október sL eignuðust Sólveig Anna
Gunnarsdóttir og Þorvaldur Heiðarsson dreng sem hefur verið
skírður Eyþór Örn. Hann vó 15 merkur og var 51 sm. Systkinin
Gunnar Heiðar, Berglind Björg og Björgvin Már eru einnig á
myndinni. Ljósmóðir: Guðný Bjarnadóttir
Stúlka Þann 10. nóvember sl. eignuðust Harpa Ósk
Rafnsdóttir og Jakob Smári Erlingsson stúlku. Hún vó 14
merkur og var 52 sm. Ljósmóðir: Drífa Björnsdóttir
Drengur Þann 5. nóvember sl. eignuðust Ágústa Salbjörg
Ágústsdótfir og Ósvald Tórshamar Alexander dreng. Hann vó 16
merkur og var 54 sm. Systkinin Hildur Rán og Alexander Páll
eru einnig á myndinni. Ljósmóðir: Guðný Bjarnadóttir.