Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 6
SPURT&SVARAÐ: Bara mættur á svæðið? Ólafur „Blö“ Harðarson, HEJMSHORNAFLAKKARi: „Já. Ég fór til Noregs með Herjólfi en hálfur mánuður var alltof stuttur tími fyrir mig. Ég keyrði um alla Skandinavíu, upp til Finnlands en þar var auðvelt að villast því allt var illa merkt. Ég fór meira að segja einn túr á norskum togara en heldur var nú veiðin dræm. Ég keyrði 10 þúsund kíló- metra og kom víða við. Þetta var Ijúft. Ég setti bílinn svo í gám og hann er á leiðinni með flutningaskipi til landsins." Ólafur fór með Herjólfi til Noregs í október en kom til landsins í lok síðustu viku Jólakortasala Kvenf. Líknar Ágætu bæjarbúar! Senn líður að jólum. Eins og venjulega munu Líknarkonur fara af stað með sína árlegu jólakorta- sölu. Það var árið I980 sem Kvenfélagið Líkn stóð fyrir bæjarsöfnun og safnað var fyrir sónartæki sem gefið var til sjúkrahússins. Nýlega bilaði ómhausinn í sónartækinu og emm við búnar að kaupa nýjan sem kostaði 330.924 kr. og ætti þá sónartækið að vera komið í lag. Það er von okkar að bæjarbúar taki vel á móti félagskonum, eins og ávallt áður, með því að kaupa jólakort Kvenfélagsins Lfknar. Styrkið okkur í starfi því alltaf er þörfin mikil og margt smátt gerir eitt stórt. Allur ágóði rennur í Sjúkrahússjóð félagsins. Einnig verða iólakortin seld í verslunum KA Goðahrauni, skóverslun Axel Ó, bensínsölunni Kletti og Kránni Boðaslóð. Með bestu kveðjum og fyrirfram þökk. Kvenfélagið Líkn Fréttir Fimmtudagur 14. nóvember 1996 Leikfelag Vestmannaeyja: Klárað að koma niður hrmgsviðinu - og revía úr bæjarlífinu verður sýnd eftir áramót rj ratt fyrir að Leikfelag Vestmannaeyja hafi ekki sett upp stykki í haust hefur verið nóg um að vera í féluginu. Ákveðið var að leggja áherslu á að ljúka upp- setningu á hringsviði í haust og standa framkvæmdir yfir þessa dagana. Eftir áramót er svo ráðgert að setja upp revíu úr bæjarlífinu sem innanbúðarfólk í LV er að leggja drög að þessa dagana. Samkvæmt upplýsingum frá for- manni LV verður hringsviðið rúmir 6 metrar í þvermál. Hringsviðið hefur verið notað ofan á gólfinu til bráðabirgða í nokkur misseri og verið snúið með handafli. Hringsviðið verður nú sett ofan í gólfið. Vélsmiðjan Þór hannar og smíðar undirstöður, grindur og drif ásamt Þór Engilbertssyni sem sér um tréverk. Framkvæmdir þessar eru kostn- aðarsamar fyrir fátækt félag. En með góðri aðstoð einstaklinga, fyrirtækja, tómstundafulltrúa, bæjarfélagsins og dugnaði fjáröflunamefndar LV með fömneyti Fríðu Sigurðardóttur í farar- broddi, munu endar vonandi ná saman. Að sögn formanns LV mun nýja hringsviðið gefa aukna mögu- leika á hraðri skiptingu, fjölbreytni í leikmyndagerð o.fl. En það er fleira skemmtilegt að gerast hjá LV. Nú er LV að fara af stað með leiklistamámskeið fyrir unga og aldna. Þetta er tíu stunda námskeið í tjáningu og framsögn og er verði stillt mjög í hóf eða aðeins kr. 800 fyrir hvem einstakling. Undirtektir hafa verið frábærar og fjölmargir hafa látið skrá sig. Fundað verður með væntanlegum nemendunt í kvöld kl. 20.30 í leikhúskjallaranum. Nám- skeiðin hefjast nk. laugardag. Leiðbeinandi verður Guðjón Sigvaldason leikstjóri. Stjóm LV er nú farin að huga að næsta verkefni félagsins. Þar er efst á blaði ný revía úr bæjarlífinu á nýja hringsviðinu. Hugmyndir eru uppi að hún fá nafnið Hringavitleysa. Stefnt er að fmmsýningu eftir áramót. - ÞoGu Varúðf vírus! Vorið 1994 uppgötvaðist nýr ræsigeiravírus sem kallaður hefur verið J&M vírusinn. Vírusinn fer í gang þegar dagsetning vélarinnar sýnir 15. nóvember og keyrir þá vírusinn endalaust í hring og fors- níður ákveðinn hluta harðdisksins. J&M víms hefur verið ótrúlega lífs- seigur hér í Eyjum og varla líður sú vika að starfsmenn Tölvunar rekist ekki á hann. Sú staðreynd segir raunar margt um þann undirheim forrita- viðskipta sent viðgengst hér í Eyjum og má búast við því að margur Eyjamaðurinn vakni upp við vondan draum í fyrramálið hafi hann ekki gripið til viðeigandi ráðstafanna. En hvað er til ráða? Einfaldasta lausnin er að kveikja ekki á vélinni þann 15. Nóvember. En ekki getur það talist endanleg lausn þvf ef vélin er smituð, þá heldur hún einfaldlega áfram að smita hvem þann diskling sem í hana kemur og dreifir sér þannig og þegar 15. nóvember rennur næst upp, lætur vímsinn til skara skríða! Tölvun hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á vímsleit, og er nt.a. hver einasta vél sem kemur til viðgerðar hjá fyrirtækinu vímsleituð í leiðinni. ÞoGu Skjaldbaka á Fiska- og náttúrugripasafninu Smkeppni m natn Fyrir skömmu gáfu hjón úr Reykjavík Fiska- og náttúrugripasafninu skaldböku. Er þetta fyrsta skjaldbakan sem safnið eignast Skjaldbökuna vantar gott íslenskt kvenkyns nafn. Því hefur safnið beðið alla krakka í Vestmannaeyjum að taka þátt í samkeppni til að hjálpa að finna skemmtilegt nafn á skjaldbökuna. Hún er til sýnis á safninu á opnunartíma, laugardaga og sunnudaga frá kl. 15-17. Á sama tíma eru þátttökuseðlar af- hentir og nánari upplýsingar um skilafrest. Höfundur að skemmtilegasta nafninu, að mati dómnefndar, fær í verðlaun frítt í safnið í eitt ár. - ÞoGu LÚÐRASVEIT VESTMANNAEYJA: ÁRLEGIR STYRKTARFÉLAGA- TÓNLEIKAR Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vest- mannaeyja sem haldnir voru í safnaðarheimilinu sl. laugardag, voru lík- lega bestu tónleikar sveitarinnar í mörg ár. Svo góðar voru undir- tektimar að tónleika- gestir risu úr sætum og hylltu flytj- endur. Efnisskráin var óvenju fjölbreytt að þessu sinni, allt frá þemum úr söng- leikjum og upp í þjóðhátíðarlög. Það sem vakti hvað mesta athygli voru nýjar útsetningar Ellerts Karlssonar á tveimur lögum Oddgeirs Kristjáns- sonar sem ekki hafa áður verið útsett fyrir lúðrasveit. Það voru lögin „Ungi vinur“ og „Góða nótt“. Var sérlega ánægjulegt að hlýða á flutning Lúðrasveitar Vestmannaeyja á þessum fallegum lögum sem allt of sjaldan heyrast. Oddgeir endurvakti Lúðrasveit Vestmannaeyja 1939 og var stjómandi og frumkvöðull á meðal hann lifði. Oddgeir lést árið 1966 en hann hefði orðið 85 ára 16. nóvember nk. Meðal annarra skemmtilegra laga má nefna Trumpettango, The Entertainer og Michelle. Lúðrasveitin hefur haft fyrir sið að flytja þjóðhátíðarlag ársins. Því miður hafði þjóðhátíðarlagið í ár ekki verið útsett fyrir lúðrasveit að þessu sinni. í stað þess lék lúðrasveitin þjóðhátíðarlagið 1976 sem þúsundþjalasmiðurinn Sigurður Óskarsson samdi á sínum tíma en hann var einmitt viðstaddur tónleikana að þessu sinni. Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. Alls léku 29 manns á tónleikunum að þessu sinni undir stjóm Stefáns Sigurjónssonar. Trompetleikurinn var mjög sterkur að þessu sinni og þá var gaman að heyra ýmsar nýjungar í slagverki í meðferð Friðsteins Vigfússonar og Jóns Kristins Sverrissonar. Stjómandinn Stefán er sérlega skemmtilegur í kynningum sínum á lögum og með húmorinn í lagi. Um þriðjungur Lúðrasveitar Vestmannaeyja er að mestu skipaður Vestmannaeyingum sem búa uppi á landi og koma þeir ár eftir ár til að leggja sveitinni lið á styrktarfélagatón- leikum hennar. Er ánægjulegt að sjá hversu mikilli tryggð þeir halda við sína heimabyggð og Lúðrasveitina með þessurn hætti. Flutningur sveitarinnar var með miklum ágætum. Henni óx ásmegin eftir því sem leið á tónleikana og hún náði sér á virkilegt flug í lokin. Hverju sveitarfélagi er nauðsynlegt að hlúa að menningarstarfsemi. Lúðrasveit Vestmannaeyja skipar stóran sess í menningarlffi okkar Eyjamanna. Sú flóra væri án efa miklu fátækari ef hennar nyti ekki við. Vonandi mun Lúðrasveit Vest- mannaeyja vaxa og dafna í framtíðinni. Bestu þakkir fyrir góða skemmtun. ÞoGu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.